Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1978, Page 10
VI
F 0 R M A L I
Árbók Reykjavíkurborgar kemur nú út í sjötta sinn frá því að útgáfa
hennar hófst á ný árið 1973. í bókinni eru birt ýmis tiltæk undirstöðu-
gögn, sem þykja hentug til einhverskonar samanburðarmats, en þess háttar
mat er oft lagt til grundvallar umræðu og ákvörðunum um einstök atriði
í opinberum rekstri. I þessu tilliti gætir því viðleitni til þess að
leggja mat á stöðu borgarbúa innbyrðis og í samanburði við aðra.
Niðurstöður þessa mats gefa í sjálfu sér ekkert til kynna um velferð,
eða hamingju, einstaklinga, en þegar bezt lætur leiða þær í ljós ýmislegt,
sem betur má fara £ umhverfi borgarbúans. Það ræðst síðan af ríkjandi
markmiðum og öðrum aðstæðum, hvort reynt er að ráða bót á því, sem
miður fer, eða beðið er átekta.
Þessi bók geymir að sjálfsögðu aðeins örlítið brot þeirra upplýsinga,
sem snerta borgarbúa á einn eða annan hátt. Þar er samt sem áður að
finna vísbendingar um ýmis afdrifaríkustu viðbrögð fólksins við
tilgreindum og ótilgreindum breytingum. Viðbrögðin sjást meðal annars
á því, að Reykvíkingum fækkar, fólksfjöldi stendur í stað á Höfuðborgar-
svæði og framleiðslustarfsemi á þar erfitt uppdráttar í ýmsum greinum.
Ótal spurningar vakna við vísbendingar um viðbrögð af þessu tagi.
Hverskonar fólk flytur, hvert og hversvegna?
í kaflanum um mannfjöldann hér á eftir er reynt að svara tveimur fyrri
liðum spurningarinnar. Meginefni bókarinnar er að öðru leyti tilraun
til leitar að brotum í svör við síðasta lið spurningarinnar. Þar er
meðal annars gerð grein fyrir tiltækum upplýsingum um notkun íbúðarhúsnæðis
og byggingarstarfsemi, samgöngumál, atvinnumál og verðlagsmál. Af öðru
efni ber sérstaklega að nefna framlag Hauks Pálmasonar yfirverkfræðings
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en hann varð við óskum um að semja
sérstakan kafla um orkumál til birtingar í Árbókinni.