Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1978, Page 54
44
BYGGINGARSTARFSEMI
Inngangur
Val fólks á aðsetursstað ræðst meðal annars af almennu ástandi í
húsnæðismálum. í því tilviki er \'alið að einhverju leyti byggt á
samanburði á því, hvernig tekizt hefur að fullnægja húsnæðisþörf
á þeim stöðum, sem valið stendur um. Engin tök eru á að gera
einstaklingsbundnu mati viðhlítandi skil, en öðru máli gegnir um
almennt mat á húsnæðisþörf. Þar má nefna nokkur gagnverkandi atriði,
sem upplýsingar eru til um og ætla verður, að dugi til viðunandi
niðurstöðu, en þau eru:
1. Almennt ástand í húsnæðismálum í upphafi tiltekins tímabils,
meðal annars með hliðsjón af notkun húsnæðis, húsagerð og
aldri.
2. Ibúafjöldi' og samsetning hans, m.a. með hliðsjón af aldri,
kyni, sambýlisháttum og lífsframfæri.
3. Landrými.
4. Fólksflutningur.
5. Almennt efnahagsástand.
í þessum kafla er höfuðáherzla lögð á að lýsa almennu ástandi í húsnæðis-
málum borgarinnar. Birt eru ný gögn um þéttleika byggðar í borginni og
fyllri gögn um notkun íbúðarhúsnæðis. Er nú í fyrsta sinn unnt að bera
saman einstök borgarhverfi með hliðsjón af þéttleika byggðar, húsagerð
og aldri húsnæðis. Þá eru að venju birtar töflur um lóðaúthlutanir í
borginni, gjölda fullgerðra íbúða á Reykjanessvæði og fjölda íbúða í
hverju sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæði.
Fátt kemur beinlínis á óvart við samanburð á þessum gögnum. Þó skal vakin
athygli á því, að nálega helmingur einhleypra Reykvíkinga yfir tvítugu
hefur íbúð til umráða. 1 íbúðarspá Framkvæmdastofnunar ríkisins, sem
gefin var út í janúar 1977, kemur fram, að árið 1976 höfðu nálega 4C$>
einhleypra landsmanna yfir tvítugu íbúð til umráða.