Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1978, Síða 87
77
Á orkuveitusvæði hennar sem náði yfir Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og
Hafnarfjörð, nutu 98% íbúanna hitaveitu, en hitaveitur náðu bá til 59%
þjóðarinnar. Á sama ári voru 275 GWh notaðar í iðnaði, aðallega í Kísil-
iðjunni í Námaskarði og hefur sú notkun lítið aukizt á tímabilinu frá
1970 til 1976. Nákvæmar tölur um notkun jarðvarma til ylræktar eru ekki
tiltækar, en talið er, að hún hafi aukizt um 3C% á sama tímabili.
Olíunotkun samsvaraði 6.609 GWh árið 1976 og hefur ekki aukizt í sama
mæli og raforku- og jarðvarmanotkun á undanförnum árum. Frá 1970 til 1976
jókst olíunotkun aðeins um tæp 12% samtímis því sem raforkunotkun jókst
um 66% og jarðvarmanotkun um 45%. Framan af tímabilinu jókst olíunotkun
nokkuð ár frá ári unz hún náði hámarki árið 1973, en hefur dregist saman
síðustu árin. Mest hefur olíunotkun til húshitunar dregizt saman eða um
590 GWh frá 1973 til 1976, en tilsvarandi aukning hefur orðið á rafhitun
og jarðvarmanotkun. Einnig hefur sala á þotueldsneyti dregizt verulega
saman eða um tæplega 230 GWh frá 1972, er hún náði hámarki. Þá hefur
notkun gasolíu til bifreiða, raforkuvinnslu og iðnaðar minnkað nokkuð
frá 1973, er þessi notkun var í hámarki. Benzínnotkun hefur hins vegar
vaxið óslitið ár frá ári á öllu tímabilinu frá 1970 til 1976 og gasolíu-
notkun í fiskiskipum hefur aukizt mjög ört einkum á árunum 1972 til 1975.
Árið 1976 skiptist olíunotkunin þannig, að benzínnotkun var 14.4% af
heildarnotkuninni í GWh, þotueldsneyti 11.1%, gasolía til húshitunar
20.6%, gasolía til fiskiskipa 21.8%, gasolía til bifreiða, raforkuvinnslu
og iðnaðar 13.1%, brennsluolía, einkum til iðnaðar 18.3% og önnur olíu-
notkun, svo sem flugvélabenzín, steinolía og fleira 0.7%.
Verg orkunotkun íslendinga 1970-1976 (GWh)
'Av R a Til álvinnslu f o r k a Annað Samtals Jarðvarmi Olía Heild ar notkun
1970 665 795 1.460 1.757 5. 924 9. 141
1971 706 886 1.592 1.852 6.403 9. 847
1972 809 959 1.768 1.966 6. 556 10.290
1973 1.231 1.054 2.285 2.116 7.141 11.542
1974 1.230 1.112 2. 342 2.188 7.088 11.618
1975 1.078 1.218 2.296 2. 408 6. 923 11.627
1976 1.121 1.300 2.421 2. 552 6. 609 11.582