Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Page 22
XII -
F 0 R M A L I
Árbók Reykjavíkurborgar keraur nú út í níunda sinn frá því, að útgáfa
hennar var hafin að nýju árið 1973. Þessi útgáfa hefur frá upphafi
borið svip síns tíma í þeim skilningi, að áhrifa tölvutækni gætir víða
í efnisvali og framsetningu. Þorri upplýsinganna birtist í tölum í
tímaröð, en tölurnar eru flestar til í véltækum gagnasöfnun, sem hægt
er að vinna úr á ótal vegu og endurnýja eins oft og þurfa þykir.
Tækninni fleygir fram og nú þarf ekki lengur að breyta öllum gögnum
og boðum í tölur og skammstöfunartákn til þess að vélarnar komi að
notum. Venjulegt mál er orðið véltækt, þótt orðunum sé,enn sem komið
er,þrengri stakkur skorinn en tölunum, þegar í vélarnar er komið.
Söfnun, flokkun og úrvinnsla gagna í einhvers konar upplýsingar verður
£ flestum tilvikum hraðari, öruggari og ódýrari með hverju árinu, sem
líður. Þess vegna fjölgar upplýsingum , en fjölgun upplýsinga fylgir
að líkindum fjölgun ákvarðana að sama skapi, hvort sem til þess er
ætlast eða ekki.
Öflun upplýsinga fylgir að jafnaði einhvers konar forsögn, sem raeðal
annars er í því fólgin, að eitthvað er gefið til kynna um það, hvers
vegna þörf sé á tilteknum upplýsingum. Slík ábending felur jafnframt
í sér fyrirheit um ákvörðun að fengnum upplýsingunum, sem um var beðið,.
Af þessum sökum geta fæstar upplýsingar talist hlutlausar, heldur tekur
viðtakandi jafnan einhvers konar afstöðu til þeirra og í henni birtist
ákvörðun um viðbrögð.
Það lætur að líkum, að áhrifa hinnar nýju tækni gætir á öllum sviðum
stjórnsýslu og þau eiga vafalaust sinn þátt 1 því, hve lítill ágreiningur
virðist vera í lýðræðisríkjum um aukna valddreifingu, sem ef til vill er
sprottin af þörf á fleirum til þess að taka ákvarðanir á grundvelli auk-
inna upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Þessi þróun blasir jafnt
við hjá fyrirtækjum og hinu opinbera.
Upplýsingarnar í þessari bók gefa lítið til kynna um það, sem hér hefur
verið sagt. Bókin er í núverandi mynd aðeins ófullkomin ástandslýsing
og fullnægir hvergi nauðsynlegum kröfum um grundvöll til að byggja á
framtíðarspár, þótt í henni sé að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um
þann markað, sem um er að ræða.