Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Page 93
- 69
Einkasímakerfin eru enn sem komið er fyrst og fremst miðuð við hið
talaða orð, en á þessu er að verða breyting. Fyrsta kynslóð svo-
nefndra tölvustýrðra einkasímstöðva hefur víða verið tekin í notkun.
Örtölvunotkun hefur þegar sett sinn svip á símatæknina og hún eykst
hröðum skrefum á næstu árum, en eitt megineinkenni tölvustýrða sím-
stöðva af fyrstu kynslóð er það, að tölvutæknin er notuð til þess að
fullkomna eldri gerðir símstöðva. Eftir sem áður er símakerfið sjálf-
stætt kerfi, sem er nánast eingöngu notað í sambandi við upplýsinga-
flutning talaðs máls.
Nauðsynlegt er áður en lengra er haldið, að gera grein fyrir tveimur
hugtökum, en þeim er lýst með þessum orðum:
Digital
Analog
Þessi orð skxrskota til þess upplýsingaforms, sem um er að ræða og
jafnframt til þeirrar tækni, sem notuð er við flutning upplýsinganna.
Hið talaða orð er dæmigert fyrir upplýsingar á Analog-formi.
Hverskyns tölvugögn eru dæmi um upplýsingar á Digital-formi.
Eigi að símsenda upplýsingar á Digital-formi, þarf fyrst að snúa þeim
á Analog-form. Það er hægt (MODEM), en dýrt og ýmsum takmörkunum
bundið. Það má telja fullvíst, að tölvutækar upplýsingar verði í fram-
tíðinni ekki fluttar um símakerfi eins og þau, sem nú eru yfirleitt
notuð.
Markmiðið með aukinni tækni er hér sem annars staðar að vinna tíma og
draga úr kostnaði. Þess vegna er stefnt að vélvæðingu upplýsingaskipta
og sjálfvirkum upplýsingaskiptum. Þessu verður ekki komið á, nema fyrir
hendi sé símakerfi,- fjarskiptakerfi-, sem annar þessum upplýsingaskipt-
um á fullnægjandi hátt.
Næsti áfangi í þróuninni verður sá að hagnýta tækni til að snúa hinu
talaða orði á Digital-form. Þar með verður hið talaða orð tölvutækt