Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Side 118
Raforkunotkun í iðnaði í framtiðinni fer mjög eftir þvi, hvort almenn-
ur iðnaður getur tekið við áætlaðri fjölgun fólks f starfsgreininni allt
til aldamóta eða hvort orkufrekur iðnaður tekur við fólksfjölguninni að
einhverju leyti. Nefndin birtir af þessum ástæðum tvenns konar spár
um raforkunotkunina til aldamóta. Neðri spáin er miðuð við að
almennur iðnaður geti tekið við allri fjölgun fólks í iðnaði til aldamóta,
þannig að ekki verði aukning f orkufrekum iðnaði. Efri spáin miðast
við að þrir fjórðu hlutar þeirra manna, sem við bætast, starfi við al-
mennan iðnað, en einn fjórði hluti við nýjan orkufrekan iðnað. Af þeim
300 mönnum, sem áætlað er að bætist við á hverju ári til jafnaðar við
iðnaðarstörf, myndu þá 75 starfa við nýjan orkufrekan iðnað og raforku-
notkun hans yrði um 3, 7 TWh/ári um næstu aldamót.
Raforkuspáin tekur ekki til afgangsorku, enda hefur sala hennar ekki
áhrif á stærð og timasetningu nýrra virkjana. Reiknað er með nokkurri
utbreiðslu rafbila á áratugnum 1990-2000 og að þeir verði orðnir rúm-
lega 13.000 um aldamót.
Meginniðurstaða raforkuspárinnar er sú, að raforkuþörf fyrir allt landið
(tafla 2) muni aukast á tímabilinu frá 1980 til 2000 úr 3130 GWh/ári í
5925 GWh/ári, ef miðað er við neðri spána með óbreyttum orkufrekum
iðnaði frá þvi sem nú er. Ef orkufrekur iðnaður bætist við eins og gert
var ráð fyrir x efri spánni, vex orkuþörfin á sama tímabili úr 3130
GWh/ári i 9650 GWh/ári (tafla3). Orkuspárnefnd telur lfklegt að raunveruleg
raforkuþörf til aldamóta muni liggja milli efri og neðri spárinnar, en
miða beri rannsóknir og undirbúning virkjana við efri spána, þannig að
unnt verði að mæta þörfum samkvæmt þeirri spá, ef ákveðið verður að
auka orkufrekan iðnað frá þvi sem nú er. Stefni raforkunotkunin hins vegar
neðar en spáin segir til um, má hægja á undirbúningi virkjana sem þvi
nemur.
Spá um olfunotkun
Á siðasta áratug sveiflaðist árleg oliunotkun frá 520.000 tonnum upp í
rúmlega 600.000 tonn, náði hámarki árið 1979, er hún varð 605.000 tonn,
en lækkaði niður f 542. 000 tonn 1980.
Benzfnnotkun hefur aukizt jafnt og þétt um 6% á ári og var komin f
89.000 tonn árið 1980, eða um 16% af heildarnotkuninni.