Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Page 119
95
Þotueldsneyti minnkaÖi úr tæplega 80.000 tonnum 1972 í 48.000 tonn
1980 og var þá 9% af heildarnotkun oliu. Ástæðan fyrir þessum sam-
drætti var, að millilendingum erlendra flugvela hér á landi fækkaði og
sala á eldsneyti til þeirra minnkaði að sama skapi, auk þess sem sala
á eldsneyti til innlendra aðila hefur minnkað einkum milli áranna 1979
og 1980.
Notkun gasolíu hefur verið á bilinu 230-340.000 tonn á ári og var 43%
af heildarnotkuninni 1980. Miklar sveiflur hafa orðið á notkun hennar
til hushitunar og f fiskiskipum. Hushitun með gasolíu náði hámarki
árið 1973, en þá fóru til hennar 160.000 tonn. Vegna aukinnar notkunar
jarðhita og rafmagns til húshitunar hefur sala á gasolíu til húshitunar
minnkað f um 60.000 tonn árið 1980. Á sama tímabili hefur gasoliu-
notkun fiskiskipa vaxið úr 75.000 tonnum árið 1972 í tæplega 140.000
tonn árið 1978, en var um 100.000 tonn 1980. Á dieselbifreiðar fara
25-30.000 tonn af gasolíu árlega og 10-20.000 tonn fóru til raforku-
vinnslu árlega, náði hámarki 1973 en var um 10.000 tonn 1980. Önnur
skip en fiskiskip, iðnaður og fleira nota 30-40.000 tonn af gasoliu ár-
lega.
Brennsluolfa (svartolfa) er mikið notuð f iðnaði og á seinni árum f skip-
um. Notkunin hefur vaxið úr 94.000 tonnum árið 1972 f 171.000 tonn
1980 og var þá 32% af heildarnotkuninni. Loðnubræðslur og aðrar fiski-
mjölsverksmiðjur nota meginhlutann af brennsluolfunni eða um 80.000
tonn á ári, en til Sementsverksmiðju rfkisins fara 12-13.000 tonn á ári,
graskögglaverksmiðjur nota 3.500 tonn, hvalstöðin og hvalveiðibátar
9.000 tonn og ýmis skip 13-18.000 tonn.
Flugvélabenzfn er einkum notað á litlar flugvélar og er notkun þess
óveruleg eða um 2.000 tonn á ári.
Notkun steinolfu er einnig lftil eða tæplega 2.000 tonn á ári.
Niðurstaðan úr olfuspánni fyrir tfmabilið 1980-2000 er sú, að olfunotkun
verði á bilinu 540-560.000 tonn á ári (tafla 4). Gert er ráð fyrir, að
notkun á benzfni og þotueldsneyti aukist eftir þvf sem líður á tfmabilið,
gasolfunotkun minnki og notkun á brennsluolfu standi þvf sem næst f stað.
Þessi þróun verður engan veginn sjálfkrafa, heldur byggist hún á veru-
legum sparnaði f olfunotkun og þurfa eftirtaldar aðgerðir að koma til.
1 . Innlendir orkugjafar (jarðhiti, vatnsorka) komi f stað olfu til hús-
hitunar og spari þannig 160.000 tonn af olíu miðað við árið 1973.