Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Page 195
171
Húsaleiga:
Samkvæmt 8. grein laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins
getur húsnæðismálastjórn veitt lán til byggingar leigu-
húsnæðis í kaupstöðum og kauptúnum og öðrum skipulags-
bundnum stöðum. 1 23. grein regjugerðar um lánveitingar
húsnæðismálastjórnar úr byggingarsjóði ríkisins er kveðið
á um það, hver árleg leiga fyrir þessar íbúðir megi vera,
og staðfestir húsnæðismálastjórn húsaleigu samkvaant þeirri
grein. Leiga sú, sem greidd er fyrir íbúðarhúsnæði í eigu
Reykjavíkurborgar, hefur ávallt verið vel innan þeirra
marka, sem leyfileg eru.
Heimilishjálp og heimilisþjónusta:
Samkvæmt gjaldskrá fyrir heimilishjálp og heimilisþjónustu
í Reykjavík fyrir aldraða skal greiða tiltekið gjald fyrir
hverja vinnustund í þessum greinum. Félagsmálaráði er
heimilt að gefa eftir hluta af greiðslu fyrir veitta heimilis-
hjálp, eða fella greiðslu alveg niður, þegar slæmur-«fna-
hagur eða aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Þeir,
sem hafa ekki aðrar tekjur en ellilífeyri, skulu undan-
þegnir greiðsluskyldu. Félagsmálaráði er hins vegar heimilt
að innheimta fullt gjald, sem samsvarar vinnulaunum hjálpar-
stúlku, ef telja verður að efnahagur leyfi slíkt.
Dagvistarstofnanir:
í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar 15. júlí 1976 tók
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar við rekstri dagvistar-
stofnana í eigu Reykjavíkurborgar af Barnavinafélaginu
Sumargjöf 1. janúar 1978. Félagsmálaráð kaus sérstaka
undirnefnd, stjórnarnefnd dagvistunar, sem hefur umsjón
með daglegum rekstri dagvistarstofnana, sem Reykjavíkurborg
rekur. Félagsmálaráð ákveður gjaldskrá vegna dvalar barna
á dagvistarstofnunum að fenginni tillögu og umsögn stjórnar-
nefndar dagvistunar. Gjaldskráin er lögð fyrir borgarráð
og borgarstjórn og síðan send menntamálaráðuneyti til stað-
festingar. Miðað er við, að foreldrar greiði 60% reksturs-
kostnaðar leikskóla, en höfð er hliðsjón af fjárhæð barns-
meðlags við ákvörðun um gjald fyrir gæzlu á dagheimili.