Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Page 204
180
3. gr.
Ef lóðarhafi rífur gamalt hús og byggir stærra hús á sömu lóð skal gjald
skv. 2. gr. vera rúmmetragjald nýja hússins að frádregnum rúmmetrum þess
húss, sem fjarlægt er. Sama gildir ef hús brennur og byggt er að nýju á
sömu lóð.
4. gr.
Gjald skal áætla, þegar lóðarúthlutun fer fram óg skal greiða áætlaða
gj-aldið að fullu innan 6 mánaða. Gjald þetta skal vera lágmarksgjald
og miðist við nýtingarmöguleika samkvæmt skipulagi og endurgreiðist ekki,
þótt minna sé byggt á lóð. Innan mánaðar frá úthlutun skal greiða þriðj-
ung áætlaðs gatnagerðargjalds, ella fellur úthlutunin sjálfkrafa úr gildi.
Eftirstöðvar áætlaðs gatnagerðargjalds greiðast í tvennu lagi skv. ákvörðun
borgarráðs hverju sinni. Gatnagerðargjald af rúmmáli sem er umfram það
sem lágmarks gatnagerðargjald er miðað við skv. framansögðu fellur í
gjalddaga, þegar byggingarnefndarteikning er samþykkt og skal greiða það
eigi síðar en innan mánaðar frá gjalddaga. óheimilt er að gefa út byggingar-
leyfi fyrr en gatnagerðargjald hefur verið að fullu greitt. Borgarráði er
heimilt að víkja frá ákvæðum þessarar greinar og veita greiðslufrest, ef um
er að ræða umfangsmiklar byggingarframkvsandir.
5. gr.
Nú er lóð endurúthlutað, og skal þá innheimta gatnagerðargjald á grundvelli
þeirrar gjaldskrár, sem í gildi er, þegar endurúthlutun fer fram.
Nú hefur gjaldskrá hækkað frá frumúthlutun og er þá heimilt að veita undan-
þágu frá ofangreindum skilmálum, þegar eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
1. Fyrri lóðarhafi verður að hafa byrjað framkvsandir innan árs frá því að
lóð varð byggingarhæf.
2. Framkvæmdir verða að vera komnar það langt, að botnplata hafi verið
steypt og gengið frá lögnum og fyllt að sökkli.
3. Fyrri lóðarhafi verður að hafa lagt fram reikninga fyrir kostnaði hans
vegna lóðarinnar.
Gatnagerðargjaldið skal þó aldrei vera lægra en gatnagerðargjaldið eins og
það var við frumúthlutun, að viðbættum 30 af hundraði þeirrar hækkunar, sem
orðið hefur á gjaldskránni.