Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Page 205
181
6. gr.
Ef lóðarhafi ætlar að byggja á lóðinni í áföngum getur borgarráð heimilað
að greitt verði gatnagerðargjald af fyrirhuguðum mannvirkjum skv. áfanga-
skiptingu, en þá skal endanlegt gatnagerðargjald vera viðkomandi rúmmetra-
gjald, sem í gildi er, þegar verklegar framkvæmdir hvers áfanga á lóð
hefjast.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í umsókn um úthlutun lóðar, að
hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum.
Þegar um áfangaskiptingu er að ræða skal miðað við að ekki líði skemmri
tími milli áfangaskiptingar en 3 ár.
7. gr.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis,
sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseign eða hluti hennar
færist í hærri gjaldflokk, þá skal húseigandi greiða gatnagerðargjald af
hinu breytta húsnæði, sem nemur mismuni á gjaldinu reiknuðu af hinu breytta
húsnæði fyrir og eftir breytinguna.
Hafi byggingarleyfi fallið úr gildi eða verið fellt úr gildi skal við
endurnýjun leyfisins greiða fullt gjald af þeim hluta byggingarinnar, sem
byggingarleyfið er endurnýjað fyrir, að frádregnu' því gatnagerðargjaldi,
sem áður hefur verið greitt af sama áfanga.
8. gr.
öski lóðarhafi að skila lóð á hann rétt á endurgreiðslu á greiddu gatna-
gerðargjaldi, þ.e. sömu krónutölu og hann hafði greitt. Heimilt er að
fresta endurgreiðslu uns lóðin hefur verið veitt að nýju, þó ekki lengur en
6 mánuði frá því að lóðinni var skilað. Sama gildir ef lóð er tekin af
lóðarhafa vegna vanefnda hans á skilmálum., Sé heimild til þess að fresta
endurgreiðslu notuð skal borgarsjóður greiða lóðarhafa almenna innlánsvexti
af innistæðu hans frá því lóðinni var skilað eða hún af honum tekin.
9. gr.
Borgarráð sker úr ágreiningi, er rísa kann um álangningu og innheimtu skv.
gjaldskrá þessari.
10. gr.
Gjaldskrá þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt í borgarstjórn 15. janúar 1981.