Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Blaðsíða 211
187
STJÓRNKERFI REYKJAVÍKURBORGAR
Borgarstjórn
Borgarstjórn Reykjavíkur er skipuð 15 borgarfulltrúum, sem kjörnir
eru beinni hlutbundinni kosningu til fjögurra ára í senn.
Meginverkefni borgarstjórnar eru þessi:
1. Yfirstjórn á fjárreiðum borgarinnar.
2. Yfirstjórn verklegra framkvsanda borgarinnar.
3. Kjör borgarráðs, borgarstjóra og nefnda borgarinnar.
4. Setning reglna um stjórn borgarmálefna, meðferð tiltekinna
málefna borgarinnar, gjaldskrár borgarfyrirtækja o.s.frv.
Sveitarstjórnarkosningar voru síðast haldnar í lok maí 1978.
Borgarráð
Borgarstjórn kýs fimm borgarfulltrúa í borgarráð og jafnmarga borgar-
fulltrúa til vara. Borgarstjóri á sæti £ borgarráði, en hefur ekki
atkvæðisrétt þar, nema hann sé kjörinn í ráðið.
Borgarráð getur leyft, að flokkur, sem á fulltrúa í borgarstjórn, en
ekki fulltrúa í borgarráði, megi tilnefna borgarfulltrúa til að sitja
fundi borgarráðs með málfrelsi og tillögurétti. Borgarráð fer ásamt
borgarstjóra með framkvæmdastjórn málefna Reykjavíkurborgar að því leyti,
sem hún er ekki öðrum fengin samkvæmt lögum, reglugerðum eða' sérstökum
samþykktum borgarstjórnar. Borgarráð tekur, samkvæmt heimild í sveitar-
stjórnarlögunum frá 1961, fullnaðarákvörðun um þau mál, sem til þess koma,
nema um veruleg fjárhagsatriði sé að ræða, eða málefni, þar sem ákvörðun
borgarstjórnar er sérstaklega áskilin að lögum, enda sé eigi ágreiningur
í borgarráði, né við borgarstjóra, um slíkar ákvarðanir.
Borgarstjóri
Borgarstjóri hefur á hendi framkvæmd ákvarðana þeirra, sem borgarstjórn
tekur, (eða borgarráð í umboði hennar), og framkveand á málefnum borgar-
innar yfirleitt, að því leyti, sem borgarstjórn hefur ekki ákveðið annað
um tiltekin mál.