Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1987, Blaðsíða 238
SAMÞYKKT
um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík.
1. gr.
Samþykktin tekur ti! hvers konar smásöluverslana í Reykjavík. Undanþegnar ákvæðum
samþykktarinnar eru þó lyfjabúðir, bifreiðastöðvar og bensínafgreiðslur.
Ef ágreiningur rís um skilning á ákvæðum samþykktar þessarar, úrskurðar borgarstjórn
þar um að fenginni umsögn lögreglustjóra.
2. gr.
Afgreiðslutími smásöluverslana í Reykjavík skal vera frjáls, að uppfylltum skilyrðum 3.
og 4. greinar.
3. gr.
Daglegur afgreiðslutími verslana er frá kl. 07.00—22.00, þó til kl. 23.00 á Þorláks-
messu.
Borgarráð getur, að fenginni umsögn lögreglustjóra, heimilað að verslanir verði opnar
á tímabilinu frá kl. 22.00—07.00, þegar um er að ræða söluturna eða sambærilega starfsemi.
Með sama hætti getur borgarráð heimilað að slíkar verslanir verði opnar á tímabilinu frá kl.
07.00—22.00 þá daga sem um getur í b. og c. lið, 4. gr. og til kl. 16.00 aðfangadag jóla og
gamlársdag. Borgarráð skal gera, að fengnum tillögum Kaupmannasamtaka íslands sér-
stakan vörulista þar sem tilgreint sé, hvaða vörur selja megi á þeim tíma sem um getur skv.
þessari málsgrein.
Sækja skal um sérstakt leyfi ti! borgarráðs til að hafa opið á þeim tíma sem um getur
skv. 2. málsgrein.
Heimilt er að hafa brauðbúðir og blómaverslanir opnar þá daga sem um ræði í b. lið, 4.
gr. með sama hætti og virka daga.
4. gr.
Um lokun sölustaða á einstökum helgidögum og hátíðisdögum gilda eftirfarandi reglur:
a) Föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, jóladag og nýársdag skal öllum sölu-
stöðum lokað allan daginn.
b) Alla sunnudaga, skírdag, annan í páskum, annan hvítasunnudag, sumardaginn fyrsta, 1.
maí, uppstigningardag, 17. júní, fyrsta mánudag í ágúst og annan jóladag skal
sölustöðum Iokað allan daginn, sbr. þó ákvæði 3. gr. og 7. gr.
c) Aðfangadag jóla og gamlársdag skal öllum sölustöðum lokað eigi st'ðar en kl. 12.00.
5. gr.
I sérhverri verslun skal auglýstur fastur afgreiðslutími hennar.
6. gr.
Eftir lokunartíma sölustaða er óheimilt að selja varning, sem verslunarleyfi þarf til sölu
á. Þó skal heimilt að afgreiða þá menn sem komnir eru í verslun eða sölustað, þegar lokað
er.
7. gr.
Borgarstjóri getur heimilað í einstökum tilvikum rýmri sölutíma en segir í samþykkt
þessari, þegar hann telur sérstaka ástæðu til, m.a. þegar ágóði af sölu skal renna til
almenningsheilla eða góðgerðastarfsemi. Sama gildir um verslanir sem selja minjagripi sem
ætlaðir eru ferðamönnun.