Árbók Reykjavíkurborgar - 01.11.1991, Side 13
FORMÁLI
Árbók Reykjavíkur kemur nú út í nitjánda sinn frá þvi, að útgáfa
hennar var endurvakin árið 1973. Hún geymir litið af
frumheimildum, enda er henni fyrst og fremst ætlað að vera handbók
þeirra, sem af einhverjum ástæðum sækjast eftir hagnýtum
upplýsingum um Reykjavik. í þvi sambandi er þó rétt að minna á
það, að upplýsingarnar, sem hér birtast, eru teknar úr flóknu
samhengi og það kann að vera orsök þess, að menn freistast sundum
til að draga viðtækari ályktanir af þessum gögnum en efni standa
til.
Miklar sviptingar eiga sér stað um þessar mundir á öllum sviðum
þjóðlifsins. Enginn sér enn fyrir endann á afleiðingum þeirrar
skömmtunar framleiðslu og frelsisskerðingu henni samfara, sem
þurft hefur að gripa til innan landbúnaðar og sjávarútvegs. Að
visu eru allir á einu máli um, að stefna beri að aukinni
fjölbreytni islensks atvinnulifs, en erfiðlega hefur gengið að
hrinda slikum áformum i framkvæmd og erlendis harðnar samkeppnin
með hverju árinu, sem liður, ekki sist á hinu "sameiginlega
evrópska efnahagssvæði".
Talið er, að hlutur Evrópurikja i árlegri utanrikisverslun i
heiminum sé rétt um 40% um þessar mundir og bent hefur verið á,
að evrópska efnahagssvæðið sé steinsnar frá vanþróuðum svæðum í
Austur-Evrópu og Norður-Afriku. Þar er land og vinnuafl að sjálf-
sögðu miklum mun ódýrara en innan "svæðisins" og þvi virðist
einsýnt, að þangað leiti sú starfsemi, sem byggist á einföldum
framleiðsluháttum, en á meðan sogast þróuð starfsemi i æ rikari
mæli inn að miðju Evrópumarkaðarins.
Fjarlægðir innan Evrópu eru orðnar mjög viðráðanlegar yfirleitt og
oftast er hægt að komast hvert sem er innan álfunnar á innan við
sólarhring. Hér eru "jaðarsvæðin i norðri" að sjálfsögðu
undanskilin, þ.e.a.s. mestur hluti Skandinaviu, Finnland, Færeyjar
og ísland. Norðurlandabúar hafa af þessu vaxandi áhyggjur og
hvarvetna á Norðurlöndum er nú lögð aukin áhersla á vöxt og
viðgang helstu þéttbýlissvæða i hverju landanna i stað þess að
halda aftur af þeim eins og gert var til skamms tima. Þetta eru
eðlileg viðbrögð við harðnandi samkeppni um heim allan. Enn
vantar talsvert á, að islensk stjórnvöld hafi öðlast réttan
skilning á mikilvægi þéttbýlisins á Suðvesturhorni landsins.
Útgáfa Árbókar Reykjavikur lýsir m.a. viðleitni til þess að glæða
skilning stjórnvalda á nauðsyn þess að efla þetta svæði eins og
kostur er. Það er lifsspursmál.