Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1994, Side 13
IX
FORMÁLI
Árbók Reykjavíkur hefur verið endumýjuð árlega síðan útgáfa hennar var endurvakin
árið 1973, en þó bregður nú svo við, að ekki tókst að koma þessari bók út innan ársins,
sem hún er kennd við. Vonandi tekst betur til næst.
Markmiðið með útgáfunni hefur frá upphafi verið að birta árlega hagnýtt safn
upplýsinga um þá þætti, sem þykja skipta mestu máli varðandi rekstur borgarinnar á
hveijum tíma, en margt orkar enn tvímælis í efnisvali og niðurröðun birtra gagna.
Reynt er að birta sem ferskastar upplýsingar um einstaka málaflokka og tölurnar að
mestu leyti látnar tala sínu máli án tæmandi skýringa. Af þessum sökum ræðst efnisval
fremur af því, hvar traustra heimilda er að leita en af þörfinni á að afla staðfestrar
vitneskju um ýmsa þá þætti, sem öllum er ljóst að skipta miklu máli, þótt torvelt sé að
gera viðhlítandi grein fyrir þeim í mæltu máli eða tölum.
Öflun upplýsinga er að jafnaði byggð á einhvers konar forsögn, sem gefur í meira eða
minna mæli eitthvaö til kynna um það, hversvegna ráðist er í verkefnið. Slík ábending
felur oftar en ekki í sér fyrirheit um ákvörðun að fengnum upplýsingunum og þess
vegna geta þær yfirleitt ekki talist hlutlausar. Ákvörðunaraðilinn, ábyrgðaraðili
forsagnarinnar, er jafnframt viðtakandinn og tekur sem slíkur afstöðu til fenginna
upplýsinga og í þeirri afstöðu birtist ævinlega ákvörðun um viðbrögð. Hér gildir einu
hvaða meðulum er beitt til þess að hafa áhrif á ferilinn frá upphafi til loka, svo fremi
sem til er svar við því, hversvegna upplýsinganna er aflað. Hitt er svo annað mál, hvort
upplýsingarnar komi ætíð að notum í þeim tilgangi, sem þeirra var aflað.
Upplýsingamar, sem birtar eru í þessari bók, eiga það sammerkt, að þær eru beinlínis
hafðar til hliðsjónar við undirbúning margvíslegra ákvarðana, sem teknar eru varðandi
borgarreksturinn, en þær geta auk þess þjónað margþættum öðrum tilgangi, almennum
eða sértækum eftir atvikum.