Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1994, Síða 178
162
G.TALDSKRÁRMÁL
Tillögur um nýjar gjaldskrár eða breytingar á þeim berast borgarráði að jafnaði
frá forstjórum hlutaðeigandi fyrirtækja eða stofnana, eða stjórnum þeirra.
Gjaldskrártillögur Vatnsveitu, Rafmagnsveitu og Hitaveitu Reykjavíkur eru
yfirleitt fyrst bornar upp í stjórn Veitustofnana Reykjavíkur og gjaldskrártillögur
annarra stofnana, sem hér eru nefndar, eru sömuleiðis lagðar fyrir hlutaðeigandi
stjórnir. Hinsvegar er rétt að vekja athygli á því, að það er ekki nauðsynlegt
að hafa þennan hátt á, nema í tilviki Reykjavíkurhafnar, sbr. lög nr. 69/1984.
Borgarráð getur með samhljóða afgreiðslu ákveðið einhliða
gjaldskrárhækkun og í borgarstjórn nægir einfaldur meirihluti til hins sama.
Með samhljóða afgreiðslu getur borgarráð því tekið einhliða ákvörðun um
gjaldskrá, en verði ágreiningur, fer málið til afgreiðslu í borgarstjórn við eina
umræðu. í sumum tilvikum þarf samkvæmt lagaákvæðum að leita staðfestingar
ráðherra.
Verður nú vikið stuttlega að einstökum fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar.
Vatnsveita Revkjavíkur hefur nokkra sérstöðu meðal veitustofnana í
gjaldskrármálum, þar sem gjaldskrá hennar miðast ekki við vatnsnotkun nema
að litlu leyti. Almennur vatnsskattur er árlega greiddur af öllum fasteignum í
lögsagnarumdæmi Reykjavíkurborgar, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar
sem vatnsæðar liggja. Hið sama gildir um aðrar fasteignir, sem fá vatn úr
veitukerfi Reykjavíkur.
Hitaveita Revkjavíkur. Heimilt er að hækka eða lækka hitaveitugjöld í sama
hlutfalli og vísitala byggingarkostnaðar breytist. Þó skal heildarkostnaður við
hitun húsa með hitaveitu að meðaltali ekki fara fram úr 80% af kostnaði við
hitun húsa með olíukyndingu.
Rafmagnsveita Revkiavíkur. Gjaldskráin miðast við það, að tekjur
Rafmagnsveitunnar standi undir rekstrargjöldum hennar svo og aukningu
veitukerfisins.
Revkjavíkurhöfn. Gjaldskrá Reykjavíkurhafnar er í meginatriðum byggð á
skipagjöldum, skipaþjónustugjöldum og vörugjöldum, auk þess sem gjöld eru
greidd fyrir ýmiss konar þjónustu, sem veitt er á vegum hafnarinnar. Gjaldskráin
er birt með hafnarreglugerð fyrir Reykjavíkurhöfn, sem staðfest er af
samgönguráðherra.
Strætisvagnar Revkjavíkur. Gjaldskrá S.V.R. var miðuð við það, að allur
fjármagnskostnaður fyrirtækisins greiddist úr borgarsjóði. Mörg undanfarin ár
varð borgarsjóður þó að leggja fram fé til reksturs, þar sem fargjaldatekjur
S.V.R. hrukku ekki fyrir rekstrarútgjöldum. Fyrirtækinu var breytt í hlutafélag 1.
desember 1993 en síðan aftur í borgarfyrirtæki 14. júní 1994.