Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1994, Page 198
182
GÁMASTAÐIR.
í janúar 1991 fólu sveitarfélögin sem standa að Sorpeyðingu
höfuðborgarsvæðisins byggðasamlaginu að byggja og reka gámastöðvar
fyrir almenning á svæðinu og skyldu stöðvar þessar koma í stað gáma sem
sveitarfélögin höfðu séð um rekstur á víðs vegar á svæðinu, meira og minna
eftirlitslaust. Kostnaður við rekstur stöðvanna er greiddur af
sveitarfélögunum hlutfallslega eftir íbúafjölda. Stjórn byggðasamlagsins
leitaði eftir úthlutun lóða hjá sveitarstjórnum og hafa eftirtaldar lóðir verið
úthlutaðar byggðasamlaginu fyrir gámastöðvar.
Miðhraun 20
Við Ánanaust
Við Sævarhöfða
Við Jafnasel
Við Gylfaflöt
Við Dalveg
í Garðabæ, þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og
Bessastaðahrepp.
í Reykjavík
í Reykjavík
í Reykjavík
í Reykjavík
í Kópavogi
í iðnaðarhv. hesthúsabyggð í Mosfellsbæ.
Gámastöðvar þessar voru hannaðar með sama svipmóti, og teikningar
voru samþykktar af skipulags-, bygginga- og heilbrigðisnefndum
sveitarfélaganna.
Á stöðunum sem fyrst og fremst eiga að þjóna almenningi, fer fram
frumflokkun úrgangs. Á svæðunum eru gámar fyrir eftirfarandi
úrgangsflokka:
Timbur, málma, garðaúrgang, jarðveg og grjót, spilliefni, prentpappír,
pappa og óflokkaðan úrgang.
Svæðin eru öll afgirt og upplýst, og á þeim eru eftirlitsmenn, sem
leiðbeina um nauðsynlega flokkun. Opnunartími stöðvanna er á vetrartíma
16. ágúst -15. maí alla daga frá 12:30 til 19:30 og um sumartíma 16. maí til
15. ágúst frá kl. 12:30 til 21:00. Lokað er á stórhátíðum. Morgunopnun er
frá kl.09:00 alla virka daga í Ánanaustum og Sævarhöfða. Móttaka úrgangs
er gjaldfrí fyrir einstaklinga en ekki fyrirtæki.
Gefin hafa verið út sérstök gámastöðvakort fyrir losun á allt að 10
rúmmetrum og kosta þau kort kr. 8.750 og hver klipping gildir fyrir 1 fm.