D-listinn - 13.01.1942, Blaðsíða 1

D-listinn - 13.01.1942, Blaðsíða 1
1. árgangur Siglufirði, 13. janúar 1942 1. tölublað Á V A R P. Góðir Siglfirðingar! Af þeim listum, sem um á að kjósa við í hönd farandi bæjarstjórnarkosningum þann 25. þ. m. hefir einn listinn — D-listinn — sérstöðu. Hinir listarnir eru bornir fram af pólitískum flokkum, flokkum, sem á líðandi kjörtímabili og áður hafa farið með völdin i bænum. Það ej í sjálfu sér óþarft að fara mörgum orðum um þessa lista. Störf þeirra pólitisku flokka, sem að þeim standa í landsmálum og störf fulltrúa þessara flokka, þeirra, sem í bæjarstjórn hafa átt sæti, eru kunn öllum bæjarbúum. Þess er þvi að vænta, að Siglfirðingár greiði atkvæði þannig á kjördegi komanda, að úrslit kosninganna verði hæfiíegt svar við helstefnu þeirri i málefnum kaupstaðarins, sem þessir pólitisku flokkar hafa fylgt siðastliðið kjörtíma- ail og reyndar áður. D-listinn er borinn fram af þeim mönnum, sem hafa séð fram á það, að ef ráðandi flokkar eiga að fara með völdin í bænum áfram, þá er málefnum kaupstaðarins stefnt í voða, mönnum, sem hafa trú á framtíðarmöguleikum Siglufjarðar og bera það traust til Siglufirðinga, að þeir kunni skil þess, hvað sé bænum og sjálfum þeim til farsældar; mönnum, sem hafa vantrú á helstefnu fráfarandi bæjarstjórnar í málefnum bæjarins. í skjótri svipan sagt: D-listinn er borinn fram af mönnum, sem þykir vænt um þenna bæ og vilja í einu og öllu velferð Siglufjarðar og Siglfirðinga. D-listinn er svar Siglflrðinga við helstefnu þeirra pélitísku flokka, sem stjórnað hafa bænum undanfarið. D-listinn er fram kominn, sem fyrsta tilraun Sigl- firðinga til þess, að mega stjórna sjálfum sér og því bæjarfélagi, sem þeir lifa í, þannig, að öllum megi til blessunar verða. Við, sem að þessum lista stönd- um, sjáum ekki þann hagnað, sem bæjarfélaginu ætti' að vera að því, að pólitískir hagsmunir og klíkuþörf einstakra flokka, séu fyrst og fremst höfð í huga, er ráða skal fram úr málefnum bæjarfélagsins. Við lítum svo á, að stjórna beri þessu bæjarfélagi með hag þess tyrir augum — eingöngu, alveg án tillits til’ þess hvort einum flokki eða öðrum, sé pólitískur hagnaður af eða ekki. Við viljum ekki láta stjórna málefnum bæjarins út frá flokkslegum sjónarmiðum til hagnaðar fyrir pólitíska flokka. Við viljum að bœnum sé stjórnad til hags og farsœldar Siglfirðingum. D-listinn er listi óháðra manna. Það þýðir, að aðstandendur þessa lista eru ekki bundnir neinum pólitískum ílokki. Þetta þýðir aftur það, að afstaða okkar til málefna bæjarins er ekki háð neinum flokks- Iegum hagsmunum. Þessvegna getum við tekið þá * afstöðu til hvers máls, er við teljum að megi verða til mestrar blessunar fyrir bæinn. Þetta er einlægur ásetningur okkar og þess vegna er það trú okkar og vissa, að.Siglfirðingar hafi þann sama ásetning og vilja. Vegna þessa fyrst og fremst er D-listinn íram kominn. D-listinn er raunverulega eini listinn, sem er listi Siglfirðinga. Þess vegna mun það reynast svo, að þeir Siglfirðingar, sem trúa á fram- tíðina, — framtíð Siglufjarðar og framtíð Siglfirðinga—, aö þeir, sem kjósa frekar lífrænt starf, en helstefnu hinna pólitísku flokka, þeir k j ó s a D - í i s t a n n.

x

D-listinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: D-listinn
https://timarit.is/publication/1823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.