D-listinn - 13.01.1942, Blaðsíða 4
4
D -LISTINN
Hafnarmál.
Síðastliðin tíu ár og jafnvel
lengur hefir hér í þessum bæ ver-
ið mikið rætt um innri höfnina og
og hafnarmál Siglufjarðar yfirleitt.
Ekkert er eðlilegra en svo hafi
verið, því að hyrningarsteinn þessa
bæjarfélags er höfnin.
Sá félagsskapur sjómanna, sem
bezt hefir staðið saman og i raun
og veru sá eini, sem nokkuð er
þekktur hér, eru samtök skipstjóra
og stýrimanna. Allajafna hefir þessi
félagsskapur látið sig miklu varða
hafnarmálin og hafa tillögur þessa
félags verið viðurkenndar sem
sanngjarnar og til bóta, en sjaldn-
ast náð fram að ganga.
Við síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar hér lofuðu vinstri flokkarnir
að vinna að því, að innri höfnin
yrði skipulögð, þ. e. að fyrirkomu-
lag hafnarinnar yrði ákveðið og
komizt að samkomulagi við vita-
málastjóra. Ennfremur að rannsak-
aðir yrðu möguleikar á því, að
hafnarsjóður eignist uppmoksturs-
skip.
Eftir þessi fjögur ár er höfnin
óbreytt, en án efa mun grynnri,
því að alltaf berst í höfnina, en
lítið eða ekkert mokað frá í stað-
inn.
Hverju er hér um að kenna?
Bæjarstjóri Áki Jakobsson hefir
sagt undirrituðum, að vitamála-
stjóri liggi á teikningum um fyrir-
komulag innri hafnarinnar, eins
og ormur á gulli, það sé búið að
taka mörg sýnishorn af botni innri
hafnarinnar og senda til rannsókn-
ar, en þess er auðvitað full þörf,
til að vita hvaða tæki henta bezt
til uppmoksturs.
Bæjarstjóri segir ennfremur, að
hann fyrir hönd hafnarsjóðs hefði
getað fengið keypt í Danmörku
gott uppmokstursskip, fyrir sann-
gjarnt verð, en það hafi allt
strandað á yfirfærslu gjaldeyris.
Eg hefi. ekki átt kost á að kynna
mér, hver eða hverjir það eru, sem
svo herfilega hafa lagst á móti
framtíð Siglufjarðar. En ekkert var
hægt að gera þessu bæjarfélagi
meira á móti en einmitt það, að
eyðileggja kaupin á uppmoksturs-
skipinu, og hvilík smán að tala
um gjaldeyrisvandræði í þessu
sambandi, þar sem öll þjóðin veit,
að frá Siglufirði kom meiri gjald-
eyrir á því ári, til þjóðarbúsins, en
frá öllum öðrum kaupstöðum á
landinu samantöldum að fráskil-
inni Reykjavík. Þetta þurfa Sigl-
firðingar vel að muna. Harma eg
það, að bæjarstjóra tókst ekki að
framkvæma þessi skipakaup, því
að þá væri án efa margt öðruvísi
en það er.
Eftir að þessi skipakaup fóru út
um þúfur, virðist ekkert hafaverið
gert af hálfu bæjarins til framdrátt-
ar þessu máli, en við svo búið
má ekki standa.
Enda þótt síðustu og verstu tím-
ar hafi það í för með sér, að tekj-
ur hafnarinnar minnki að verulegu
leyti, þá má ekki gleyma höfninni.
Það verður að vinna að því nú
þegar, að fá aukna tekjustofna
handa höfninni, og nú verður að
hlífa hafnarsjóði og ef þess er
nokkur kostur ætti bæjarsjóður að
hjálpa honum, því að oft á fyrri
árum hefir hafnarsjóður verið
stóribróðir.
Enda þótt eg sé eindregið þeirr-
ar skoðunar, að hafnarsjóði beri
að eiga uppmokstursskip, þá verð-
ur þó að leita úrbóta í bráðina að
minnsta kosti, með því að sleppa
ekki þeim tækifærum, sem fyrir
eru í landinu með Ieigu á upp-
mokstursskipum. Við verðum að
athuga möguleika fyrir leigu þess
skips, sem er hér og reyna við
stjórn Vestmannakaupstaðar um
hvort ekki sé hægt að fá þeirra
skip leigt vissan tíma af árinu.
Við verðum sem sagt að reyna
allt hvað við getuin til að bæta
höfnina. Ástandið er nú þannig,
að 100 tonna skipum er ógjörlegt
að salta við innri bryggjur innri
hafnarinnar. Þungamiðja söltunar-
innar verður því að fara fram á
Tanganum og þar norður eftir.
Þó er sá galli á, að alvarlega
hættulegur sandhryggur er að
myndast framan við bryggjurnar
frá öldubrjót að bæjarbryggju, og
er það mun meira en jafnvel
kunnustu mönnum datt í hug.
Við verðum, allir Siglfirðingar,
að vera sammála og samtaka um,
að það hendi aldrei, að öldur út-
varpsins tilkynni landslýð, að fleiri
skip standi botn á Siglufjarðarhöfn
með fullfermi síldar. Nægir munn
erfiðleikar Siglfirðinga, þó ekki sé
vegið svo aftan að þeim af for-
ráðamönnum bæjarins, að allt sé
látið reka á reiðanum í hafnar-
málunum.
Eyþór Hallsson.
Starfsgrundvöllur
og stefnuskrá ...
Frh. af 1. síðu.
virðu, hvernig heilbrigðis- og þrifn-
aðarmálum hans er háttað og telj-
um okkur skylt að beita okkur fyrir
umbótum á því sviði.
íþróttamál.
Við teljum að líkamlegu uppeldi
æskunnar í bænum sé mjög ábóta-
vant og viljum beita okkur fyrir
umbótum á því sviði með því m. a.,
að styrkja íþróttafélög bæjarins, til
þess að bæta aðstæður sínar til
íþróttaiðkana, með byggingu í-
þróttavalla og á annan hátt.
Siglfirðingar!
Kjösið ykkar eigin
lista, D-LISTANNÍ
Ábyrgðarrnaður:
Áxel Jónannsson
Sigluf j arð arprentsmið j a.
Skrifstofa
D-listans
í Aðalgötu 16, (hús
Adolfs Einarssonar)
er opin aUa daga
frá kl. 4—7 e. h.
Sími 252.