D-listinn - 13.01.1942, Page 2

D-listinn - 13.01.1942, Page 2
2 D - L I S T I N N Listi óháðra manna við bæjarstjörnarkosn- ingar í Siglufirði 25. jan. n. k. 1. Axel Jóhannsson, skipstjóri, 2. Eyþór Hallsson, skipstjóri, 3. Sveinn Þorsteinsson, hafnarv., 4. Barði Barðason, skipstjóri, 5. Pétur Bóasson, trésmíðam., 6. Gísli Þorsteinsson, trésmiðam., 7. Ární Kristjánsson, afgr.m. 8. Ásgr. Sigurðsson, skipstjóri, 9. Jón Sigurðsson, lögfræðingur, 10. Bergur Guðmundsson, kennari, 11. Sigurjón Björnsson, skipstjórl, .12. Rósm. Guðnason, sjómaður, 13. Aðalsteinn Kristjánsson, tollv., 14. Gestur Guðjónsson, skipstj. 15. Guðm.Fr. Guðmundss.,verkam., 16. Finnbogi Halldórsson, skipstj., 17. Þórarinn Dúason, skipstj. 18. Friðfinnur Níelsson, útgerðarm. Þess er eigi þörf að kynna Sigl- firðum þá menn, sem skipa sæti Starfsgrundvöllur okkar er sá, að styðja að framgangi velferðar- máli Siglufjarðar og að auka at- hafna- og menningarlíf í bænum. Við lítum á bæjarfélagið, sem eitt allsherjarfyrirtæki siglfirzkra borg- ara, sem beri að stjórna sem sam- eignarstofnun af kostgæfni og trú- mennsku, með hag bæjarfélagsins og um leið allra bæjarbúa fyrir augum, eingöngu. í því sambandi ber sérstaklega að taka afstöðu gegn ráðsmennsku pólitiskra flokka í bæjarmálefnum, þar sem eigi verður ráðið annað af reynslunni, en að sú ráðsmennska miðist aðal- lega við sérhagsmuni þeirra. Til þess að ná tilgangi okkar, teljum við aukningu atvinnulífsins i bænum höfuðskilyrðið. Við lítum ofanskráðs lista. Þetta eru allt siglfirzkir borgarar, sem eru Sigl- firðingum kunnir að góðu einu, sem nýtir menn og dugandi. Þess er þó skylt að geta, að enginn þessara manna er háður neinu póli- tísku flokksvaldi, enda enginn þeirra í neinum stjórnmálaflokki. Allir eru þeir frekar hlédrægir. þessir menn, og hafa Iítt látið ber- azt á í opiriberu lífi, enda er það þeirra trú, að giftudrýgri sé ástund- unin og heilbrigð yfirvegun til framkvæmda hagsmunamálum bæj- arins, heldur en illindakarp og persónulegar svívirðingar við and- stæðinga sína, svo sem nú er orðið títt meðal fráfarandi bæjarfulltrúa, Nöfn þeirra manna er D-listann skipa eru Siglfirðingum trygging þess, að svo fremi að þeir fái að- stöðu til að hafa áhrif á stjórn bæjarins á næsta kjörtímabili, að þá verði málum skipað af ein- lægi og einurð til hags bæjarfé- laginu. Nöfn þeirra er trygging þess, að D-listinn sé listi Siglfirðinga, þeirra, sem trúa á framtíð Siglufjarð- ar og vilja að bænum sé stjórnað af víðsýni og drengskap. svo á, að möguleikarnir fyrir gró- andi atvinnulífi í bænum séu mestir á sviði sjávarútvegsins og viljum því leggja aðaláherzluna á þau mál. Það verður þó aigi hjá því komizt að taka afstöðu til annarra helztu mála, sem bæjarfélaginu er knýj- andi þörf á, að verði ráðið fram úr þegar á næsta kjörtímabili. Þess vegna höfum við kom- ið okkur saman um eftirfarandi starfskrá: Sjávarútvegsmál: Við lítum svo á, að sjávarútveg- urinn sé veigamesti þátturinn í at- vinnulífi bæjarins og viijum því beita okkur fyrir aukinni útgerð og auknum útgerðarmöguleikum, á þann hátt fyrst og fremst, að búa svo að þeirri útgerð, sem fyrir er, að það verði bæjarbúum og öðrum hvatning til aukins útvegs héðan. Ennfremur viljum við beita okkur fyrir þvi, að skapa hér möguleika til framtíðarútvegs í stærri stíl. Hafnarmál: Með því að við teljum útgerðar- möguleika svo órjúfanlega tengda hafnarmálum, þá viljum við beita okkur fyrir eftirfarandi: a) að rekstur hafnarinnar verði algerlega óháður rekstri annarra bæjarfyrirtækja og að tekjum hafnarinnar verði eingöngu var- ið til umbóta á höfninni sjálfri og nýbyggingu hennar. b) a ð sem fyrst verði gengið frá endanlegri framtíðarskipulagn- ingu hafnarinnar. c) að þegar verði hafizt handa um framkvæmd þeirrar skipu- lagningar, eftir því, sem fjár- hagur hafnarinnar leyfir, en jafnframt d) a ð knúð verði á ríkisvaldið að fá tekjuaukaheimildir fyrir höfn- ina til hafnarframkvæmda, en slíks tekjuauka virðist nú þörf vegna fjárhagsvandræða Hafn- arsjóðs, er orsakast meðal ann- ars af yfirstandandi siglinga- teppu. Verksmiðjumál: Við viljum stefna að þvi að endurbyggja »Rauðku«, svo fljótt, sem kostur er, og teljum í því sambandi eigi rétt, að henni verði íþyngt með sköttum eða greiðslum til bæjarins, frekar en öðrum hlið- stæðum fyrirtækjum hér í bæ. Við lítum svo á, að fyrst og fremst beri nauðsyn til þess, að byggja geymslur fyrir afurðir verksmiðj- unnar fyrir næstu síldarvertíð. Rafmagnsmál: Við teljum brýna nauðsyn á því, að rafmagnsframleiðsla til iðnaðar- þarfa og heimilisnotkunarsé aukin, og viljum i því sambandi vinn að því, að hafizt verði handa um vatnsvirkjun til rafmagnsfram- leiðslu, svo fljótt, sem fjárhags- möguleikar verða fyrir hendi og sýnt þykir að bærinn geti staðið undir þeim rekstri. Heilbrigðis- og þrifnaðarmál: Við teljum bænum til stór van- Frh. á 4. siðu. Starfsgrundvöllur og stefnuskrá óháðra manna á Siglufirði.

x

D-listinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: D-listinn
https://timarit.is/publication/1823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.