Alþýðublaðið - 23.01.1920, Page 2

Alþýðublaðið - 23.01.1920, Page 2
9 framtið Tyrklanðs. Ennþá haía Bandamenn ekki komiö sér saman um, hvað géra *kuli við Tyrkjann. Sumir vilja láta reka hann burtu úr Evrópu, segja, að hann hafi upphaflega rænt löndum þeim, sem hann nú situr í, enda hafi hann með svo mörgu unnið sér til vanhelgis, að hann sé róttrækur. En Englend- ingar eru smeikir við það. Þeir eru hálf-hræddir um sig þar suður- frá, bæði um það, að Tyrkinn kunni að ganga í lið með bolsi- víkum, og eins um það, að það kunni að valda frekari æsingum í Indlandi. Þar er stór hluti þjóðar- innar Múhameðstrúar, og óttast þeir því að Tyrkir kynnu að æsa skoðanabræður sína til uppreisnar. Einnig þykjast þeir þess full- vissir, að bolsivíkar muni reyna það sem þeir geta, til að koma á byltingu í Indlandi, og þeim yrði því greiðari gangurinn suður á bóginn, ef Múhameðstrúarmenn í Asíu gengju í lið með þeim. Þess vegna vilja Englendingar fara gæti- lega í Tyrklandsmálunum. Þeir vilja gjarnan lofa Tyrkjum að halda Konstantínópel að nafn- inu til, og lofa soldáninum að halda hirð og tign sinni. En Banda- menn eiga samt alstaðar að hafa töglin og hagldirnar. Soldáninn er einskonar páfi Mú- hameðstrúarmanna, en íbúar ný- lendu Breta í Asíu og Afríku norðan til eru flestir Múhameðs- trúarmenn, og því óvarlegt að reka soldáninn úr Evrópu og gera hann sér óvinveittan. Framvegis vilja þeir láta hann halda mestu af veraldarvöldum þeim, sem hann hefir áður haft í Asíu, en þau á hann að missa að öllu verulegu í Evrópu. Hvernig þeir skifta nánar löndum hans á milli sín, er ekki afráðið ennþá. En Grikkir búast við að fá eitt- hvað af löndum hans. Vilja Englendingar láta sundin milli Asíu og Tyrklands vera undir alþjóða eftirliti, og þá sér- ataklega með tilliti til þess, að Eússar fái frjálsa leið til hafsins vestur á bóginn, er friður og ró *er komin á þar í landi. X ALÍ»ÝÐUBLAÐIÐ Frá Þjóðverjum. Khöfn 21. jan. Helfferich-Erzberger málið er hið stærsta pólitíská dómstólamál ér háð hefir verið. t varnarræð- unni fyrir Helfferich eru ákærur á Erzberger fyrir pólitískt rotna starfsemi hans. Cnn um gijfíngar. fGisli Eirikur ritaði.J (Niðurl.). Þetta gekk nú alt vel í byrjun. Þegar þau voru komin 25 km stönsuðu þau og fóru inn í veit- ingahús og fengu öl og límonaði í skyndi. Presturinn, síra Jere- mías, sem var með í förinni, (hann var á heimleið), fókk kaffi. Svo fónaði Donovan til Thomsons, til þess að segja honum að nú væri óhætt að segja föður Katrínar tið indin. En haldið ekki að Donovan hafi orðið hverft við þegar Thomson, asninn sá arna, segir honum að hann sé þegar búinn að segja Mc Grill (föður Katrínar) tíðindin, og hann þegar lagður á stað í bíl að etla þau. Hefði verið hægt að gefa á kjaftinn í síma, þá er óvíst að Donovan hefði getað stilt sig. Hann rauk út og upp í bílinn (hin voru komin þar fyrir) og hrópaði: „75 kílómetra hraði8, til bílstjórans, sem setti vagninn í sömu andránni í gang. En nú var úr vöndu að ráða. Nú átti hann eftir að sannfæra Katrínu um að nauðsynlegt væri að þau giftust strax, og það sem verra var, það var ómögulegt að þau gæti verið komin til Meringe í tæka tíð til þess að verða gefin saman þar. Síra Jeremias yrði því að gefa þau saman í bílnum, ef Katrín samþykti. Hann sagði henni í snatri alla málavöxtu, það er að segja, alt það, sem mælti með því að þau giftust strax. En hún sagði að sér væri ómögulegt að giftast svona búin. Donovan sagði að kápan sem hún væri í, væri ein- Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Silfurbúinn tóbaksbaukur fundinn. Afgr. vísar á. Primusa- og olíuofnaviðgerð- in Laugaveg 27 er flutt á Lauga- veg 12 (í portinu). mitt ljómandi falleg. Hún sagði að það væri ekki kápan, sem hún væri að tala um. „Kjóllinn er líka ljómandi*, sagði Donovan. „Eg er ekki að tala um hann“, sagði Katrín. „Við hvað áttu þá, að þú sért ekki nógu vel búin?“ spurði Donovan. Svo þrefuðu þau dálítið um þetta. Donovan hélt því fram að þau ættu að láta gifta sig strax, en Katrín stóð á því íast, að hún væri ekki svoleiðis búin, að hún gæti gifst, og seinast fór hún að gráta. En alt í einu hróp” aði hún i bílstjórann að nema staðar, og gegndi hann því þegar. Þau voru einmitt að fara gegnum smábæ þegar þetta var og fóru því ekki mjög hratt, þá stundina. „Eg kem undir eins“, kallaði hún til Donovans, sem ekki vissi hvað- an á sig stóð veðrið. 'Hún þurk- aði sér um augun á bróderuðum snýtuklút um leið og hún hopp- aði út úr vagninum. Svo hvarf hún inn í búð, sem stóð á, meðal annars „útsaumað líntau". Og að vörmu spori kom hún út aftur með böggul undir hendinni, og var svo lagt af stað aftur. Og með böggulinn undir hendinni var hún gefin af síra Jeremiasi í heilagt hjónaband, og það meðan bíllinn öslaði 75 km á klukkustund. En þegar karlinn faðir hennar náði þeim, þá voru þau búin að vera hjón í 38 mínútur. Hjónabandið varð mjög farsælt, eignuðust þau 1 son og 4 dætur, sem nú allar eru harðtrúlofaðar og ætla allar að^giftast á páskuna.-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.