Alþýðublaðið - 24.01.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 mínu viti fjörráð við nokkura iðn, °ieðan ekki er stórgróðafyrirtæki að stunda iðnina. Og atliugi menn af sanngirni, en ekki öfund, eins °g J. B. virðist gera, núverandi laun prentara, munu þeir komast að raun um, að þau eru sizt of ðá. En sú iðn, sem er þannig r0kin, að hún getur ekki þolað, að verkamönnunum sóu goldin sæmileg laun, á engan rétt á sér öieðal þjóðfélagsins. J. B. tekur það ekki með í reikninginn, að vinnulaun prent- ara eru ekki nema nokkur hluti kostnaðar við bókaútgáfu. Pappír, ðóksölulaun — sem eru 20 °/o — °g umboðslaun bóksala, sem bæk- or taka í umboðssölu, 40 °/o, á- ásamt með ritlaunum, sem vafa- laust eru of lág fyrir góðar bæk- úr, og loks álagning prentsmiðj- anna, sem er ca. 50 °/o af prent- onarkostnaði, eru fjárhæðir, sem frekar hefði mátt telja „fjörráð við íslenzkar bókmentir", en eg tel ekki vera það, meðan sann- girni ræður. Hitt tel eg aftur á Oaóti skilyrðislaus fjörráð við bók- hJentirnar, ef alóhæfir menn ætla ®ér þá dul, að gerast leiðtogar tjóðarinnar á bókmentasviðinu og taka upp á því, að ritdæma, eða öllu heldur látast ritdæma — annað eru þeir ekki færir um — *itsmíðar manna. í*að er auðvitað laukrétt hjá J. B., að íslenzkar bækur eru orðnar óheyrilega dýrar og margt hefir verið gefið út á íslenzku — eins °g t. d. sagan er J. B. sjálfur týðir í Mbl. — og innflutt á öðr- úín tungumálum, sem betur hefði aldrei verið; en íyrir það alt og Oiargt fleira mætti taka með því, að taka upp aðferð þá, sem dr. Sig. Nordal prófessor hefir bent á. ^að er ekki nóg að benda á ein- hverjar orsakir af handa hófi og sízt þær, sem minstar hafa af- leiðingar, og vilja alt kveða niður, eitthvað verður að benda á til hess, að bæta gallana. Og það hýgg eg að S. N. hafi einmitt gert. Um þau hin skáldlegu orðatil- t^ki J. B. um það, að „samtaka hröfur prentara, til þess að bæta hjör þeirra verði til þess, að stífla að miklum mun farveginn", o. sl hv., hirði eg eigi meira en orðið er hór á undan. J- B. spyr hver muni kaupa bækurnar, sem gefnar verði út. Það gera þeir, sem ráð hafa á því, alveg eins og áður. En það er mín skoðun, að bækur séu nú sem stendur óþarflega dýrar, og þurfi því ekki að hækka að mun. Eg er höf. sammála um það, að „þjóðin þarfnast andlegs gróð- urs úr sinum eigin jaiðvegi®, en svo bezt, að ekki sé sáð lélegu fræi, eða rotnuðu. En eg er ekki trúaður á það, að þeir kæmist ekki „til almennings", þótt örðug sé leiðin, sem eitthvað hafa við hann að tala og bonum nytjar að færa, en peim, sem gefast upp á miðri leið, hefir hann ekkert með að gera, þeim er bezt að sitfa heima. Það er mikið rétt í því, að bók- salar hafa ekki sem skyldi, at- hugað þá ábyrgð, sem á þeim hvílir, við útvegun nytsamra og góðra bóka handa almenningi, en fullmikið hygg eg að gert sé úr því, hve skeytingarlausir þeir séu um andlega velferð viðskiftamanna sinna, því mér er kunnugt um það, að ýmsar ágætis bækui hafa fengist hjá þeim bæði á norður- landamálum og á ensku, en J. B. hefir kanske aldrei rekist á þær, sem varla er von. En hitt er víst, að útlendar skrumauglýsingar um ágæti ýmsra „eldhúsreyfara" hafa leitt marga til þess, að útvega sór umræddar bækur póstleiðina frá útlöndum. Slíkar bækur voru fluttar inn fyrir tugi þúsunda króna fyrir stríðið og hefði J. B. gjarnan mátt minnast á þessa leið, sem eg tel miklu hættulegri en leiðina gegnum greypar bók- salanna, þó ekki sé hún ætíð sem bezt. Loks kem eg að einni höfuð- villu, eða öllu heldur misskilningi J. B., hann segir í niðurlagi grein- ar sinnar: „Og í staðinn fyrir að leggja fé sitt í kaup slíkra bóka (þ. e. „reifaranna") gætu bóksalar hlúð betur að bókmentum þjóðar- innar, borgað þeím betur sem skrifa og seli bœkurnar ódgrari“. (Leturbreyting hér.) Mór er spurn: Hvaða áhrif getur það haft á út- gáfu íslenzkra bóka til hins verra, þó að bóksalar kaupi bækur sem þeir græða á, því vitanlega festa þeir fé sitt ekki í slíkum bókum? eins og orð J. B. benda til, þvert á móti eykur það gjaldþol þeirra. Og hvernig fer J. B, að samrýma það, að launahækkun prentara sé fjörráð við íslenzkar bókmentir, en halda því svo fram í lokum greinarinnar að bóksalar eigi að borga þeim betur sem skrifa, en selja þó bækurnar ódgrar! Þarna er hægt að segja að farið sé á hundavaði. Og betra hygg eg að J. B. hefði verið, að lesa fyrri hluta greinar sinnar tvisvar yfir, áður en hann reit hinn síðari, en bezt hefði honum þó verið sjálfs sín vegna og „rithöfundar“-orð- stýrs síns, að láta svona lokleysu ekki sjást á prenti. En eins og eg drap á fyr í grein þessari, er honum þetta líklega ekki sjálfrátt, honum hefir verið sagt að gera þetta og sá sem bauð, hefir kan- ske hugsað sem svo: „Fíflunum skal á foraðið etja.“ /. J. jKoli koiRignr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Þeir gengu nokkurn spöl þeg- andi. „Eg skal segja þér eitt“, sagði verkstjórinn Ioksins. „Þesss gamli slavi er altaf f einhverju klandri. Hann heyrir til þeirri tegund manna, sem heldur, að hún geti stjórnað öllu, fái hún að eins að ráða. Ef þú svo hlust- ar á alt bullið úr karlfuglinum og fmyndar þér svo, að þú getir nöldrað við mig, þá skal eg —“ „Þér þuifið ekki að óttast það“, flýtti Hallur sér að segja. „Eg skal sjá um það fyrir yður — eg skal troða upp í hann. Ef þér kærið yður um það, þá skal eg gá að því, hverskonar piltar það eru, sem hann talar við, og reyni þeir að bæra á sér, þá skal eg gefa yður bendingu". „Já, þetta líkar méri" sagði verkstjórinn hvatskeytlega. „Ef þú gerir þetta, þá skal eg líta eftir þér í staðinn. Það er ekki af því, að eg sé hræddur við karlskrögginn — eg sagði við hann síðast er við áttumst við, að ef eg heyrði oftar eftir honum, skyldi eg sparka rassinn úr bux- unum hans. En þegar hér eru fimm hundruð af þessum útlenda skríl, töluvert af þessum fjandans

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.