Bjallan - 01.11.1943, Síða 1
MÁLGAGN SAMVINNUSKÓLANEMA . RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM. HANNES JÓNSSON
For§pjall
Undanfarin ár hefur blaða-
kostur samvinnuskólanema
verið fremur rýr. „Huginn“, eina
blaðið, sem komið hefur út í
skólanum, hefur verið í formi,
sem bezt hæfir stílsæfingum,
enda hafa nemendur almennt
afrækt hann. Þótt í honum hafi
birzt heil ósköp af greinum —
sumum ágætum —, þá ber þó
meiri hluti þeirra keim stíla-
bókanna. Efnið er eins og press-
að út úr höfundunum, sem og
vænta má, þar sem ritstjóri
„Hugins“ skipar greinahöfunda
fyrir hvert blað, en má ekki láta
áhuga- og eljusömustu mennina
í þessari grein hafa mest rúm
hans.
„Bjallan", sem nær nú í fyrsta
sinn til augna lesenda sinna, er
starfrækt með það fyrir augum,
að bæta úr því ófremdarástandi,
sem er á blaðamálum skólans.
Henni er ætlað að stuðla að því,
að líf og gróandi færist í félags-
lífið í skólanum. Hún mun leit-
ast við að vinna íslenzkri sam-
vinnuæsku eins mikið félags-
legt gagn og frekast verður á
kosið, — en í þeim efnum telur
hún sig fyrst og fremst gera
gagn með því að láta blaðið
standa opið fyrir sérhverjum
sem eithvað nýtt hefur að kynna
eða berjast fyrir.
Blaðinu er ekki ætlað að fara
inn á brautir „Hugins,“ né á
neinn hátt að standa honum
fyrir þrifum, og leggur þar fram
gilda tryggingu, sem er rit-
stjóri blaðsins, en hann er
jafnframt ritstjóri „Hugins". —
„Bjöllunni" er þvert á móti
ætlað að blása nýju lífi í „Hug-
ann,“ með því aukna starfi og
þeim félagsáhuga, sem hlýtur að
fara í kjölfar þessa blaðs.
Útgefendur „Bjöllunnar“ eru
þó þeirrar skoðunar, að skemmti-
legra væri að hið gamla blað
skólans „Huginn", gegndi því
hlutverki, sem „Bjallan" gegnir
nú. Þeir álíta, að „Huginn" hefði
átt að vera færður í þetta form,
og allir aðilar að sameinast um
að gera frægð hans sem mesta.
Þess yegna beittu líka forvígis-
menn blaðsins sér fyrir lagfær-
ingum á lögum skólafélagsins,
varðandi blað þess. Þeir gerðu
tilraun til þess, að fá skýr á-
kvæði inn í lögin um útlit og
starfrækslu „Hugans," þar sem
þeir miðuðu við nútímakröfur,
sem gerðar eru til slíkra
blaða. En umbótatilraunir þeirra
náðu ekki fram að ganga, nema
að mjög takmörkuðu leyti.
Meirihluti félagsmanna hafði að
vísu fullan hug á að gefa út
prentað blað, en hann þorði ekki
að hætta fjárhag félagsins í svo
„vafasamt fyrirtæki“. Jafnframt
álitu talsmenn hans, að Sam-
vinnuskólanemendur væru ekki
færir um að gefa út blað, sem
stæðist samanburð við önnur
prentuð málgögn, hvað efni
snerti.
Forvígismenn „Bjöllunnar"
hafa ekki viðurkennt þesar mót-
bárur, sem byggjast á vanmati
á íslenzkri samvinnuæsku, og
þeir munu ekki gera það. Þeir
munu þvert á móti sanna, með
starfrækslu þessa blaðs, að sam-
vinnuæskan stendur ekki að baki
skólaæsku samkeppnisstefnunn-
ar, né annarra ungmenna, hvað
rithæfni og athafnasemi í blaða-
rekstri snertir. Þeim finnst eðli-
legt og sjálfsagt að taka á sig
fjárhagshættuna, sem fylgir
blaðarekstrinum, til þess að
sýna félögum sínum að fjár-
hagshlið þessa fyrirtækis er ekki
svo erfið, sem margur hélt.
„S.f. Bjallan“ leikur þannig
fyrsta leik í þessu tafli. Það æti-
ast til að skólafélagið byggi síð-
an á reynslu þeirri, sem fæst
með þetta blað í vetur, en leiki
eftirleikinn að ári. Ef allt geng-
ur vel í vetur, þá liggur beint
fyrir aðalfundi skólafélagsins
að ákveða í lögum sínum, að
skólablaðið skuli koma út prent-
að að staðaldri — og væru þá
breytingatillögurnar, sem komu
fram á síðasta fundi, tilvalin
fyrirmynd.
Útgáfustjórnin vonar að menn
hafi það hugfast í dómum um
þetta blað, að það er að öllu
leyti skrifað og kostað af lítt
reyndum unglingum. Það fer því
naumast hjá því, að það verði
haldið nokkrum þeim bamasjúk-
dómum, sem þjá slík blöð. En í
þeirri vissu von, að samvinnu-
æskan leggi sig fram með að
gera blaðið að fyrirmynd ann-
arra skólablaða, þá hefur hún
óhikað starf sitt.
vVé 1 •') 3 b >
BJALLAN 1