Bjallan - 01.11.1943, Blaðsíða 3

Bjallan - 01.11.1943, Blaðsíða 3
Samviniiaii og atvinnuvegimir Á nokkrum undanfarandi áratugum hefur samvinnan rutt þungum björgum úr vegi, er staðið hafa í braut framfara og þróunar. Flest- um landsmönnum, sem nokkuð hugsa og sjá, er orðið kunnugt um hið mikla og óeigingjama starf, er íslenzkir samvinnumenn hafa innt af hendi, í þágu lands og þjóðar. Þeirra starf hefur orðið mest í þágu verzlunarmála landsins og hefur gjörbreytt verzlunarháttum þess, svo hagsæld og velmegun íbúanna hefur tekið óvenju breytingum, þótt ekki sé lengri tími lið- inn frá því að samvinnufélögin tóku til starfa. Samvinnan hefur einnig haft mikil áhrif á framgang ýmissa menningar- og félagsmála, er til heilla hafa horft. Flest samvinnufélög hafa verið einskorðuð við vörusöluna, þótt meiri fjöl- breytni í starfsháttum hafi átt sér stað, hjá einstaka félögum, sem stærri og fjársterkari voru, og meiri reynslu höfðu aflað í starfs- rekstri sínum. verið annað en óþolinmóður áhorfandi að þeim átökum, sem hefjast vonandi strax um að sam- eina þjóðina. Nútðarhlutverk hennar er að horfa á og nema, en framtíðarhlutverk hennar er annað og meira. í framtíðinni bíður hennar það glæsta hlutverk, að útfæra samvinnustefn- una sem þjóðskipulagsform, og stjórna á grund- velli þess. Hvort hún verður þess megnug bygg- ist á því, hvort hún skynjar hlutverk sitt og nennir að búa sig undir að gegna því. En verði hún þess megnug, þá spái ég því, að þetta litla land með sína fámennu þjóð, og litauðugu sögu eigi eftir að sjá bjarta tíma. Ef þfóðskipulagið verður byggt á grundvelli samvinnustefnunnar, þá verður hér „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár“. í staðinn fyrir eymd og fátcekt kemur vel- megun og ánœgja, í staðinn fyrir fjandskap og taumlausa sundurþykkju kemur eindrœgni og sameiginlegir hagsmunir, sem binda þjóðina saman, en bægja sundrunginni á burtu um „eilífðar ár“. Þróunin hiýtur því að verða sú, að eftir því sem félögin verða reyndari og fjársterkari leiti þau inn á fleiri athafnasvið og geri þar með starfsemi sína fjölbreyttari. Þau færa smátt og smátt út athafnasvæði sitt eftir því sem leynslan kennir þeim að félagsmenn telja að hyggilegt sé. Eitt af framtíðarmálum S. í. S. er að eignast skip, er gæti tekið að sér alla flutn- inga til og frá landinu fyrir íslenzku kaup- félögin. Er þetta gott og gagnlegt mál, sem þyrfti að komast í framkvæmd sem fyrst, til nauðsynlegrar endurnýjunar verzlunarflotans. Því takmarkið er sem flest ný og góð skip, sem beri íslenzka fánann um höfin. Flest rök benda í þá átt, að félagshyggja ís- lendinga fari vaxandi i framtíðinni og að sama skapi muni einstaklingshyggjan minnka. íslendingum er það bráð nauðsyn að svo fari, svo að landsbúar geti sameinaðir staðið fyrir framgangi ýmissa nytjamála er glæði athafna- líf landsins. Samvinnan hefur lagt leið sína til sjávarþorpanna og kauptúnanna. Sjómenn og aðrir íbúar þeirra verða æ fleiri sem fylkja sér í samvinnufélögin. í því sambandi hljóta þeir að fara að hafa meiri áhrif á rekstur þeirra í framtíðinni. Raunin hlýtur því að verða sú, er tímar líða, að samvinnufélögin beita sér meir fyrir útvegi, en þau hafa gert. Starfsemi nokk- urra þeirra í þessa átt, er þegar hafin og má í þessu sambandi minna á hina myndarlegu og góðu báta samvinnuútgerðarinnar á ísafirði, sem eru ein aðalundirstaðan undir atvinnulífi kaup- staðarins og tryggt hafa fjölmörgum góða lífs- afkomu. K. E. A., forystufélag samvinnufélag- anna, hefur hafið vísi að fiskiðnaði með síld- ina sem hráefni auk hraðfrystingar og áður fyrr þurkun fiskjar. Eins og má sjá, er hér um viðleitni að ræða, til að auka verðmæti sjávarafurða. Hér er um mikilsverða tilraun að ræða, sem landsbúum ber að gefa gaum að, því að sjórinn er framtíðin fyrir mikinn hluta landsbúa og viðgang landsins. í framtíðinni, þegar samvinnufélögin fara að hefja útgerð fyrir alvöru, eru sjómennirnir hið skapandi afl, er munu moka auðæfunum úr djúpi Ægis, öllum landsins börnum til hagsældar og blessunar. Það er því nauðsynlegt að hafizt sé handa um að tryggja og undirbúa fram- gang sjávarútvegsins. Skref í þessa átt hefur verið stigið með byggingu skipasmiðastöðvar K. E. A. á Akureyri, sem nú sendir frá sér hvern bátinn öðrum betri og fallegri. Með sameiginlegu afli fórnfúsra manna verður að tryggja fram- gang og þróun tekjumestu atvinnugreinar lands- ins, sem er undirstaðan undir hinni efnalegu velmegun. Sameinaðir skulum við standa til tryggingar framtíðarmenningunni og hinu algera fullveldi. BJALLAN 3

x

Bjallan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjallan
https://timarit.is/publication/1843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.