Bókaskrá Bóksalafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 34

Bókaskrá Bóksalafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 34
34 e---------------------------------------------------------Á íslenzk persónusaga og þjóölegur fróðleikur Islenzkt mannlíf I—III eftir Jón Helgason. Hinar list- rænu og rómuðu frásagnir af íslenzkum örlögum og eftir- minnilegum atburðum, sem ritdómendur og fræðimenn hafa keppzt um að lofa. —- Samt. 647 bls., með ýtarlegum nafnaskrám, myndum og uppdráttum. I. bindi ib. 165,00, II. bindi ib. 175,00, III. bindi ib. 185,00. tlr fylgsnum fyrri aldar I—II eftir sr. Friðrik Eggerz. Hið stórmerka og mikla ævisagnarit, búið til prentunar af sr. Jóni Guðnasyni. 1 ritverki þessu er ævisaga sr. Eggerts Jónssonar á Ballará, sjálfsævisaga sr. Friðriks og að auki frásagnir af forfeðrum þeirra feðga. Margar myndir og ýtarleg nafnaskrá, þar sem getið er dánardags og árs flestra þeirra, er við sögu koma. — 985 bls. Ób. 190,00, ib. 240,00, l>æði bindin. Brim og boSar I—II. Frásagnir af sjóhrakningum og svaðilförum hér við land, ritaðar af eða eftir þeim, sem í mannraunirnar rötuðu. Sigurður Helgason bjó til prent- unar. — Samt. 625 bls., prýdd fjölda ágætra mynda. —• Ib. 225,00 bæði bindin. Skáldið á Þröm eftir Gunnar M. Magnúss. Ævisaga Magnúsar Hj. Magnússonar, sem var fyrirmynd Kiljans að Ljósvíkingnum, einstæð sakir bersögli og hreinskilni, byggð á ýtarlegum dagbókum Magnúsar. — 392 bls. — Ób. 110,00, ib. 138,00. Drekkingarhylur og Brimarhólmur eftir Gils Guðmunds- son. Tíu dómsmúlaþættir frá seytjándu, átjándu og nítjándu öld. — 191 bls. — Ób. 65,00, ib. 85,00. Fjöll og firnindi eftir Árna Óla. Bráðskemmtilegar frá- sagnir Stefáns Filippussonar, sem um árabil var fylgdar- maður útlendra ferðamanna um óbyggðir Islands. Á þrot- um. — 174 bls., prýdd myndum. Ób. 55,00, ib. 75,00. Sendum burSargjnldsfrítt gegn póslkröfu um land allt. I Ð U N N — Pósthólf 561 — Reykjavík. j

x

Bókaskrá Bóksalafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókaskrá Bóksalafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.