Austurland - 04.07.2019, Side 10
10 4. júlí 2019
VILTU AUGLÝSA Í AUSTURLANDI?
AUGLÝSINGADEILDIN ER OPIN ALLA VIRKA DAGA
FRÁ KL. 9:00 – 17:00.
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 578-1190
NETFANGIÐ ER: AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS
EXPLORE WITHOUT LIMITS
NÝ VEFVERSLUN!
Búnaður fyrir jeppann og ferðalagið.
Arctic Trucks
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
sími 540 4900
info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS
®
www.arctictrucks.is
Kíktu á vöruúrvalið!
Enginn sendingarkostnaður
ef verslað er fyrir 5.000
krónur eða meira!
VÍSNAÞÁTTUR
Arnar Sigbjörnsson
Það er ekki úr vegi að hefja þennan
júlíþátt á sumarljóðum. Japönsk
tanka í þýðingu Helga Hálfdánarsonar
hljómar svona.
Vatn úr fjallalind
í skugga hárrar furu
ber ég mér að vör
í lófa mínum. – Ekkert
jafnast á við sumarið!
Einn að drykkju undir sumartungli
er ljóð eftir Jang Wan Li sem Gyrðir
Elíasson þýddi yfir á íslensku.
Hver segir að þetta sé hlýtt ár?
Í kvöld er óvenju svalt.
Kulið í bambuslundinum
breytir sumrinu í haust;
tunglið, sem speglast í ánni,
breytir nóttu í dag.
Himnarnir veita okkur sjaldan
slíkt veðulag.
Þó ég sé einn, helli ég mér víni í skál.
Á morgun verður logandi regnhlífin
komin aftur upp á himininn,
og ég verð að finna einhverja leið
til að flýja hitann.
Í ljóði sínu ,,Ef “ veltir Sigrún Björgvins
fyrir sér hvernig tilveran væri ef alltaf
skini sól.
Ef sólin skini
af skærum himni
alla daga
og engar nætur
væru til,
aðeins húmið létt
eina örskotsstund.
Ef hlýir geislar hennar
og glitrandi birta
léki um hörund mitt
frá morgni til kvölds,
frá kvöldi til morguns,
er það svo víst
að ég elskaði hana
meira en myrkrið.
Sigurður Ingólfsson þakkar fyrir
hvern nýjan dag í upphafsljóði bókar
sinnar ,,Ég þakka.“
Ég þakka
fyrir þennan
nýja dag
og þigg
hann svo
í öllum
myndum
sínum.
Ég klæði mig
og raula lítið lag
við ljóð sem
beið mín
undir
kodda
mínum.
Og hann þakkar meira að segja fyrir
sársaukann.
Ég þakka
fyrir það að
finna til
og þigg á ný
einn dag
í veröldinni
og það sem bíður,
það sem ei ég skil
og þig sem hlustar
eftir sálu minni.
Vísnagátur
En vendum okkar kvæði í kross.
Sveinn Herjólfsson hefur þróað nýja
gerð af vísnagátum. Gáturnar eru
þannig gerðar að hver ljóðlína vísar
til málsháttar, orðtaks eða alþekkts
orðasambands sem hefur eitt orð
sameiginlegt. Þetta skýrist best með
dæmi:
Staðfastur dugmikli drengurinn er
-(hafa bein í nefi)
Dauðastríð aldrei mun takast að vinna
-(bera beinin)
Vitni um eðlislæg einkenni ber -(runnið
í merg og bein)
Alúðarvininum ljúft er að sinna -(eiga
hvert bein í)
Hér er lausnarorðið bein.
Við endum ljóðaþáttinn á tveimur
vísnagátum í sama anda eftir Svein
og er lesendum eftirlátið að leysa þær.
Ef það tekst ekki má finna lausnirnar
annars staðar í blaðinu.
1.
Leggur hinn gjálífi lofnar mið á
Lasinn og hrumur fer nestið að berja
Ruglingsleg viðbrögðin ráðvilltum hjá
Ráðning skal veitt fyrir mótspyrnu
hverja
2.
Magnaðar deilurnar, gamanið grátt
Gesturinn hvimleiði, ágengur, tíður
Aldeilis gagnslaust og óhemju smátt
Óhagsýnn skaða af fljótræði bíður
Tilbúin til afhendingar og utnings