Austurland - 21.02.2019, Side 4
4 21. febrúar 2019
Fylgifiskur góðs atvinnu-
ástands eru ófaglærðir
fúskarar sem ber að varast
Svört atvinnustarfsemi er því miður
stunduð í einhverju mæli hérlendis þrátt
fyrir viðleitni til að sporna við henni, m.a.
af Samiðn, sambandi iðnfélaga. Verktakar og
undirverktakar hafa verið að ráða erlent vinnuafl
til sín, m.a. við virkjanaframkvæmdir, og í
einhverjum tilfellum hefur þessum starfsmönnum
ekki verið greidd lágmarkslaun, sem auðvitað
á ekki að þekkjast. Vinnumálastofnun heyrir
undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn
vinnumiðlunar í landinu. Er sú stofnun að standa sig? Það er svo annað
mál að verðskrár fyrir útselda vinnu iðnarmanna eða iðnverktaka
fer stundum upp úr öllu valdi, oft í ljósi þess að það vantar sárlega
iðnaðarmenn og þess vegna er reynt að hagnast á ástandinu. Allt verðlag
á vörum og þjónustu hefur almennt þotið upp hér undanfarin misseri
og virðist í mörgum tilfellum miðast við kaupgetu betur stæðra erlendra
ferðamanna, en kaupgeta Íslendinga hefur í sáralitlu mæli fylgt þeirri
þróun eftir. Kannski er þessi staðreynd hluti af skýringunni.
Bið eftir iðnaðarmönnum, sérstaklega til smærri verka eða til
viðhalds, t.d. íbúðarhúsa, er stundum löng, dæmi eru um tvö ár, jafnvel
lengur. Fjöldi iðnaðarmanna fór erlendis eftir efnahagshrunið í lok
árs 2008, flestir til Noregs, en vegna hæfilegs vinnuálags þar í landi,
atvinnuöryggis og góðra launa hafa margir þeirra sem þangað fóru
ekki snúið til baka nema að mjög takmörkuðu leiti, því miður. Einnig
má veltavöngum yfir því hvort stóriðja er orðin dragbítur á smærri
iðnaðarstarfsemi. Íslenskt samfélag í dag er óhugsandi án þess að hér
séu innviðir í flugvöllum, vegum, höfnum, fráveitum, hitaveitum,
vatnsveitum, úrgangsmálum, orkumálum og orkuflutningum ásamt
fasteignum ríkis og sveitarfélaga sem m.a. telja skóla og sjúkrahús. Í
allflestum tilfellum er starfsfólk þessara stofnana á launaskrá og á mjög
óhægt um vik að telja ekki sín laun fram til skatts, og auðvitað er það
kostur.
Evrópusambandið hefur komið á fót sameiginlegum vettvangi
samtaka launafólks og atvinnurekenda auk stjórnvalda sem ætlað er að
vinna sameiginlega bug á svartri vinnu innan og á milli ríkja Evrópu.
Þessum aðilum er ætlað að forma baráttuna gegn svartri vinnu í Evrópu
og koma með raunhæfa áætlun um hvaða leiðir skila bestum árangri.
Samtök evrópskra stéttarfélga hafa lagt á það áherslu að komið verði á fót
formlegum eftirlitsaðilum, e.k. vinnustaðaeftirliti líkt og stéttarfélögin
hér á landi hafa staðið fyrir, sem fá fjármagn og mannafla til að fylgja
eftir að lögum og reglum á evrópskum vinnumarkaði sé fylgt. Að mati
félaganna myndi slíkt vinnustaðaeftirlit fljótt skila til baka, ekki einungis
bættum aðbúnaði og kjörum launafólks, heldur einnig þeim fjármunum
sem settir yrðu í verkefnið. Stéttarfélögin telja ekkert því til fyrirstöðu
að vinnustaðaeftirlit sem þetta verði komið á laggirnar sem allra fyrst og
Evrópusambandið hafi forystu þar um.
Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, margir segja
að ástandið sé svipað og árið 2007, þ.e. ári fyrir efnahagshrunið,
hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu
2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera
á skorti á fagfólki í iðnaði.
Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér
verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært neitt
til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og
því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi
og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða.
Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin
trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum auk þess trygging fyrir
bótum ef verkiðer ekki unnið sem skyldi. Undir þessi orð skal hér tekið
undir heilshugar.
Geir A. Guðsteinsson
ritstjóri
LEIÐARI
2. tölublað 8. árgangur
Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason.
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is.
Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Geir Guðsteinsson, geirgudsteinsson@simnet.is s. 840955
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is.
Fríblaðinu er dreift í 5.500 eintökum á
öll heimili og fyrirtæki á Austurlandi.
Landssamband bakarameistara
efndi nýlega til árlegrar keppni
um Köku ársins. Keppnin fer
þannig fram að keppendur skila inn
tilbúnum kökum sem dómarar meta
og velja úr þá sem þykir sameina þá
kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg
til að falla sem flestum í geð og hlýtur
hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var
haldin í samstarfi við Ölgerðina og voru
gerðar kröfur um að kakan innihéldi
bitter marsipan og appelsínutröffel
frá Odense. Sigurkakan hlýtur
nafnbótina „Kaka ársins 2019“ og
er höfundur hennar Sigurður Már
Guðjónsson, bakarameistari og
eigandi Bernhöftsbakarís. Mennta
og menningarmálaráðherra, Lilja
Alfreðsdóttir, tók á móti fyrstu Köku
ársins.
Sala á kökunni hófst í bakaríum
félagsmanna Landssambands
bakarameistara um allt land
miðvikudaginn 20. febrúar sl. og
verður til sölu það sem eftir er ársins.
KAKA ÁRSINS SELD
UM ALLT LAND
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhannes Felixson, formaður
Landssambands bakarameistara, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi
Bernhöftsbakarís, og Gunnar Örn Gunnarsson hjá Ölgerðinni.Mennta- og
menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta-
og menningarmálaráðuneytinu í morgun.
Magnús Gíslason alþingismaður
frá Eydölum í Breiðdal
Margir eftar tektar verðir
ein staklingar hafa setið
áAlþingi fyrir Aust firðinga.
Einn þeirra er Magnús Gísla son var
fæddur 1. nóv. 1884 í Ey dölum í
Breið dal. For eldrar hans voru Gísli
síðast bóndi og póst af greiðslu maður
á Búðum við Fá skrúðs fjörð Högna
son bónda á Skriðu í Breið dal Gunn
laugs sonar og kona hans Þor björg
Magnús dóttir síðast prests í Ey dölum
Bergs sonar. Hann lauk stúdents prófi
við Mennta skólann í Reykja vík árið
1906 og lög fræði prófi frá há skólanum
í Kaup manna höfn árið 1912. Hann
stundaði mála flutnings störf í Reykja
vík 1913–1916, var settur sýslu maður
í SuðurMúla sýslu 1917–1918 og í
Ar nes sýslu 1919. Að stoðar maður
í fjár mála ráðu neytingu varð hann
1918 og full trúi þar 1920. Á árunum
1920–1921 var hann full trúi hjá
bæjar fógetanum í Reykja vík. Hann
var skipaður sýslu maður í Suður
Múla sýslu á árinu 1921 og gegndi því
em bætti til miðs árs 1939, er hann
var skipaður skrif stofu stjóri í fjmrn.
Því em bætti gegndi hann fram á árið
1952, þegar honum var veitt lausn
sökum aldurs.
Einn af stofn endum Skóg
ræktar fé lags Austur lands
Magnúsi Gísla syni voru jafn framt
aðal starfi falin ýmis trúnaðar störf.
Hann átti sæti á Al þingi á árunum
1939 1942 sem lands kjörinn al
þingis maður SuðurMúla sýslu fyrir
Sjálf stæðis flokkinn, sat á sex þingum
alls. Í yfir fast eigna mats nefnd var hann
frá 1919 til 1921. Hann var skipaður
for maður mþn. í launa málum 1943,
for maður nefndar sam kv. 46. gr.launa
laganna 1946, skipaður í nefnd til að
endur skoða launa lög 1949 og í nefnd
til að endur skoða lög um toll skrá 1953.
Hann var í yfir skatta nefnd Reykja
víkur 1940–1962 og í happ drættis ráði
Há skóla Ís lands 1945–1962. Hann var
meðal stofn enda togara fé lagsins Kára
1918 og í stjórn þess til 1931 og einn af
stofn endum Skóg ræktar fé lags Austur
lands 1935 og í stjórn þess til 1939.
Magnús Gísla son var far sæll og
dug mikill em bættis maður. Hann var
rétt sýnn dómari og frið samur valds
maður, leysti fús lega vanda þeirra,
sem til hans leituðu, og naut vin sælda
í sýslu sinni. Hann gegndi eril sömum
störfum skrif stofu stjóra fjár mála ráðu
neytisins á miklum um brota tímum,
árum heims styrj aldar og ó stöðug leika
í fjár málum. Þau störf leysti hann
vel af hendi sem önnur, var gætinn
og sam vizku samur, starfs fús og ráð
hollur. Hann var sann gjarn og nær
gætinn við það starfs fólk, sem hann
átti yfir að ráða, og því fannst gott að
starfa undir stjórn hans.