Austurland - 21.02.2019, Side 6

Austurland - 21.02.2019, Side 6
6 21. febrúar 20195. apríl 8 AB VARAHLUTIR – UMBOÐ EGILSSTÖÐUM LJÓÐAÞÁTTUR – Hulda Sigurdís Þráinsdóttir Nú er tími þorrablóta og súrmetis og því ekki úr vegi að skoða nokkrar vísur af ýmsu tagi tengdar þessum árstíma sem á öldum áður var mörgum þungur. Íslendingar voru mjög háðir veðurfari og duttlungum náttúrunnar. Því var ýmislegt gert til að spá fyrir um veðrið fram í tímann eða til að reyna að blíðka náttúruöflin í von um gott vor og sumar. Á þessum tíma eru víða haldin sólarkaffi eftir því sem sólin hækkar á lofti. Frægust eru sólarkaffi á Vestfjörðum enda vita Vestfirðinga betur en flestir aðrir Íslendingar hvað skammdegi er. Sumstaðaðar hefur skapast sú venja að yrkja ljóð til að fagna sólinni. Stundum eru það falleg ástarljóð eins og vísur Jens Hermannssonar skólastjóra á Bíldudal sem orti: Komdu sæl að sunnan sól í dalinn minn. öllum flytur yndi Ástarkossinn þinn. Allt sem andann dregur á þig fyrir vin. Vertu eins og áður ætíð velkomin. Það eru hinsvegar ekki bara Vestfirðingar sem þurfa að búa við sólarleysi part úr ári. Eiríkur Guðmundsson bóndi í Syðra­Firði í Lóni orti: Mikaels frá messu degi miðrar góu til Í Syðra­Firði sólin eigi sést það tímabil. Lengi að þreyja í þessum skugga þykir mörgum hart. Samt er á mínum sálarglugga sæmilega bjart. Þess má geta að Mikaels messa, eða Mikjálsmessa var 29. september sem segir okkur að sólarlaust er í Syðra­ Firði í fimm mánuði á ári. Kyndilmessa er 2. febrúar. Hún hefur gengið undir ýmsum nöfnum innan kirkjunnar en elst þeirra mun vera hreinsunarhátíð blessaðrar Maríu meyjar. Samkvæmt Móselögum taldist kona óhrein í 40 daga eftir að hún hafði alið barn og því gekk María með Jesúbarnið í helgidóminn fjörutíu dögum eftir fæðingna til að láta hreinsast. Nafnið kyndilmessa er upprunnið vegna ljósadýrðar kerta og kyndla sem einkenndu daginn í kaþólskum guðsþjónustum þennan dag. Ekki er víst að margir hafi velt fyrir sér uppruna kyndilmessunnar. Fleiri þekkja væntanlega þá veðurtrú sem við hana var bundin, en oft þykja verða veðrabrigði um þetta leyti s.b.r. vísuna: Ef í heiði sólin sést Á sjálfa kyndilmessu Vænta snjóa máttu mest Maður upp frá þessu. Algengt afbrigði þessarar vísu er „Ef í heiði sólin sest.“ Samkvæmt þessu þótti ekki gott að sjá til sólar á kyndilmessu og eru jafnvel til heimildir um að fólk hafi jafnvel bölvað sólskini á þessum degi eða í besta falli breitt fyrir alla glugga. Svipuð trú er þekkt á Bretlandseyjum, en frá Skotlandi kemur þessi vísa: If Candelmas be fair and bright winter will have another flight. But if Candelmas bring cloud and rain winter is gone and will not come again. Þorrinn var sá mánuður sem markaði endalok skammdegisins. Honum var því tekið fagnandi og ávalt boðinn velkominn í bæinn þótt vetur konungur væri enn til alls líklegur og eftir að þreyja þorrann og góuna. Nokkuð virðist vera svæðisbundið hvort það er hlutverk húsmóður eða húsbónda að taka á móti Þorra. Þannig virðist sú trú almennari á Vestur­ og Norðurlandi að það skuli vera hlutverk húsmóður, en á Suðurlandi var því öfugt farið og var þar sú skoðun ríkjandi að húsbóndi skuli taka á móti honum. Í vísum um Kallinn Þorra frá 1744 eftir séra Benedikt Jónsson í Bjarnanesi hvetur hann hverja konu til að taka vel á móti Þorra. Konur allar kveð eg þess, kasti á palla og búi sess. So má falla, ef syngið vess, sjálfur kallinn verði hress. Sanngirni þess að gera konur með þessu ábyrgar fyrir tíðarfari á komandi þorra verður látin liggja milli hluta, en vísan er vissulega barn síns tíma eins og allt annað. Víkur þá sögunni að góu. Orðmyndin góa sést ekki í ritmáli fyrr en seint á 17. öld, en fram að þeim tíma er aðeins myndin gói notuð. Góu var fagnað á svipaðan hátt og þorra. Þar sem hana ber alla jafna upp á lönguföstu var þó minna um hátíðahöld og blótveislur. Margar góuvísur eru til, en sú sem hér birtist er höfð eftir konu frá Rangárvöllum sem fædd var 1895. Hún sagðist hafa lært hana af sér eldri kynslóð. Góa og er orðin gamalær Um geðið tölum eigi Bítur, emjar, ber og slær Og byltir öllu úr vegi. Í skjóðu ber hún skafrenning Og skellir honum allt um kring. Hún flautar og tautar tra­la­la­la­ la. Ýmislegt var gert til að blíðka góu. M.a. þekktist sá siður um norðaustanvert landið að konur gæfu góu ullarlagð, gjarnan rauðan á litinn. Ýmist var lagðurinn hengdur upp í glugga eða honum var sleppt úti og sagði þá sú átt sem hann fauk í til um hvaða vindátt yrði ríkjandi næsta mánuðinn. Útbreiddari er þó sú veðurtrú sem kemur fram í eftirfarandi kviðlingi sem til er í ýmsum tilbrigðum hvaðanæva af landinu. Þurr skyldi þorri Þeysin góa Votur einmánuður Þá mun vel vora. Ekki þótti gott ef fyrstu dagar góu voru þurrir og mildir eins og fram kemur í eftirfarandi þulubroti sem þekkt er í svipaðri mynd um allt land. Grimmur skyldi góudagurinn fyrsti annar og hinn þriðji. Þá mun hún góa góð verða. Ef hún góa gengur inn með glöðu sinni, heyrt hefi eg í manna minni hún mundi hrista úr kápu sinni. Ef hún góa öll er góð öldin skal það muna þá mun harpa hennar jóð herða veðráttuna. En að lokum ein úr nútímanum. Frosinn er andinn, freðið mitt hold Frostrósir prýða mitt trýni. Helgrátt er loftið, harðgödduð fold Menn halda að með sumrinu hlýni. Miðað við þau harðindi sem forfeður okkar og formæður hafa eflaust mátt þola á þessum árstíma þegar matarforði fólks og búpenings var af skornum skammti þá getum við ekki kvartað. Hinsvegar held ég að það megi fullyrða að allir taki vorinu fagnandi þegar það kemur. Heimildir: Árni Björnsson. Saga daganna. Mál og menning, 1993 Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim? https://www.visindavefur.is/svar. php?id=7042 Hulda Sigurdís Þráinsdóttir A

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.