Suðri - 04.07.2019, Blaðsíða 8
8 4. júlí 2019
Mikil óánægja með ástand vega í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Sveitarstjórn Skeiða-og
Gnúpverjahrepps blés
á dögunum til fundar í
félagsheimilinu Árnesi vegna
mikillar óánægju með ástand
vegamála. Á fundinn mættu
ráðherra samgöngumála, þingmenn,
umdæmisstjóri Vegagerðarinnar,
lögreglustjórinn, formaður
samgöngunefndar SASS, ásamt
góðum fjölda íbúa og annarra.
Kristófer A. Tómas son er sveitar-
stjóri Skeiða-og Gnúp verja hrepps og
tók Suðri kappann tali um fundinn,
til efni hans og helstu mál efnin í
sveitar fé laginu.
Hvert var til efni fundarins?
„Sveitar stjórnin og ég erum lang-
eyg eftir úr bótum í vega málum í
sveitar fé laginu. Árum saman hefur
lítið miðað í þeim efnum. Við töldum
það skyldu okkar að kalla til ráða-
manna þjóðarinnar í von um úr-
bætur. Fundurinn var vel sóttur og
margir tóku til máls. Að mínu mati
heppnaðist hann vel, fundir sem þessi
eru til raun til að kalla eftir úr bótum í
vega málum.“
Er ó á nægja í sveitar fé laginu
með á stand veganna, og hvað
þá helst?
„Já það leynir sér ekki að það er
mikil ó á nægja með á stand vega í
sveitar fé laginu. Í búar upp lifa það svo
að þetta sveitar fé lag hafi orðið al ger-
lega út undan hvað varðar endur bætur
og við hald vega. Ég leyfi mér að full-
yrða að þetta sé mjög al mennt við horf
íbúa. Víða er efni í vegunum orðið
nánast upp urið. Víða þarf að byggja
vegina upp og fullt til efni til að leggja
slit lag á fleiri vegi hér. Slæmt á stand
vega stendur hreint út sagt at vinnu-
starf semi og dag legu lífi fólks fyrir
þrifum. Það ber að geta þess að það
er víða um slysa hættu að ræða í þessu
sam bandi.“
Kom eitt hvað fram í máli
ráð herra og þing manna sem
horfir til úr bóta?
„Ráð herra og þing menn gáfu
væntingum okkar um úr bætur, eitt-
hvað undir fótinn með það. Hvað
sem kann að verða úr því. Við metum
á huga þeirra, sem og að lör eglu stjóri
og svæðis stjóri Vega gerðarinnar
skyldu eyða með okkur kvöld stund.“
Er von á meira fé í safn- og
tengi vegi?
„Já það var á nægju legt að Svanur
Bjarna son svæðis stjóri Vega-
gerðarinnar til kynnti okkur að um-
tals verðum fjár munum yfir varið
í ofan í burð og styrkingu safn og –
tengi vega í sveitar fé laginu nú í sumar.
Efni úr námu í Skálda búðum er ætlað
í það. Ég bind vonir við að það skili sér
í úr bótum á vegunum.“
Hvað ber annars hæst í
sveitar fé laginu, til dæmis er
varðar þróun í búa fjölda og
at vinnu mála?
„Það er næg at vinna í sveitar fé-
laginu. Ég veit ekki til að neinn sé
at vinnu laus. Við erum um 610 í búar
um þessar mundir. Á sjö árum hefur
þeim fjölgað um ná lægt 100 manns.
Við búum að góðum inn viðum sem
myndu taka við tals vert fleiri í búum.
Það er á nægju legt að það er að fjölga
í leik – og grunn skóla. Það er meira
byggt af í búðar hús næði í sveitar-
fé laginu, en verið hefur í mörg ár.
Þriggja í búða rað hús er nánast til búið
í Ár nes hverfi, það verður grafið fyrir
öðru þriggja í búða rað húsi í því hverfi
innan skamms og sökkull að par húsi
var steyptur í Brautar holts hverfi fyrir
nokkrum dögum. Ég held að það
muni verða auð velt að fylla þessar
í búðir af fólki. Mikið er spurt um hús-
næði og allt sem boðið hefur verið til
sölu að undan förnu hefur selst og fast-
eigna verð fer stígandi.
Frið lýsing hluta Þjórs ár dalsins
er í vinnslu og undir búningur fyrir
upp byggingu ferða þjónustu við
Reyk holt í Þjórs ár dal er í far vatninu.
Land búnaðurinn stendur til tölu-
lega traustum fótum hér, einkum
mjólkur fram leiðsla. Erfiðleikar í
loðdýraræktinni koma reyndar við
sögu hér. Ferða þjónusta hefur byggst
upp ró lega. Vinna við nýtt aðal skipu-
lag hefur verið í vinnslu undan farið og
er komið í aug lýsingu.“ - bgs
Kristófer A. Tómas son er sveitar stjóri
Skeiða-og Gnúp verja hrepps
Mynd Mats Wibe Lund.
Tvær nýjar íslenskar ljóðabækur
Í sumar komu út tvær nýjar ljóðabækur eftir íslenska höfunda; Líkn eftir Hildi Eir Bolladóttur og Ljóð 2007-2018 eftir
Valdimar Tómasson
Líkn er fyrsta ljóðabók séra Hildar
Eirar. Hildur er Íslendingum að góðu
kunn fyrir einlægar, hispurslausar og
kjarnyrtar predikanir og pistla um
málefni líðandi stundar. Hún hefur
áður gefið út bókina Hugrekki – sögu
af kvíða sem þótti einlæg og fyndin
þrátt fyrir erfitt viðfangsefni.
Ljóð 2007-2018 er samansafn allra
ljóðabóka Valdimars Tómassonar en
einlæg og sársaukafull ljóð hans hafa
snortið hjartastrengi og notið vinsælda
allt frá því fyrsta bók hans, Enn sefur
vatnið, kom út.
Englar og menn
– tónlistarhátið Strandarkirkju
Hin árlega tónlistarhátíð
Englar og menn hófst
í Strandarkirkju sunnudaginn 30. júní
með opnunartónleikum. Yfirskrift
tónleikanna var ,,Himinborna dís”
en flytjendur eru Björg Þórhallsdóttir
sópran, Elísabet Waage hörpuleikari,
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og
Hilmar Örn Agnarsson organisti.
Megnið af efnisskránni verða sönglög
Atla Heimis Sveinssonar, helguð
minningu hans, en einnig sönglög
eftir Sigvalda Kaldalóns Franz
Schubert o.fl.
Hátíðin stendur yfir frá 30.
júní til 11. ágúst með tónleikum á
sunnudögum kl. 14. Á hátíðinni
í ár koma fram margir af fremstu
söngvurum og tónlistarmönnum
landsins ásamt nýstirnum úr
íslenskum söngheimi.
Í Strandarkirkju er einstakur
hljómburður og helgi sem skapar hlýja
stemningu og nálægð. Flytjendur
sumarsins eru með það í huga við val á
efnisskrá sinni sem er afar fjölbreytt og
spennandi að vanda og rík áhersla
er lögð á flutning þjóðararfsins -
íslenskra þjóðlaga og sönglaga.
Aðrir flytjendur sumarsins eru:
7. Júlí - Lilja Guðmundsdóttir
sópran, Kristín Sveinsdóttir
mezzósópran og Helga Bryndís
Magnúsdóttir harmóníum og píanó;
14. júlí - Hrafnhildur Árnadóttir
sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson
og Matthildur Anna Gísladóttir
harmóníum og píanó;
21. Júlí - Auður Gunnarsdóttir
sópran, Ágúst Ólafsson baritón og
Eva Þyrí Hilmarsdóttir harmóníum
og píanó;
28. júlí - Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir
sópran, Egill Árni Pálsson tenór og
Hrönn Helgadóttir harmóníum og
píanó;
4. ágúst - Vala Guðnadóttir
sópran og mandólín, Helga Laufey
Finnbogadóttir harmóníum og píanó
og Guðjón Þorláksson kontrabassi.
Á lokatónleikum hátíðarinnar
11. ágúst kl.14 koma svo fram
Björg Þórhallsdóttir sópran, Oddur
Arnþór Jónsson baritón, Elísabet
Waage hörpuleikari, Gunnar Kvaran
sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson
organisti.
Björg Þórhallsdóttir
sópransöngkona er listrænn
stjórnandi og framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, sem er styrkt af
Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga,
Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunef
nd. Aðgangseyrir að tónleikunum er
2.900 kr.
Strandarkirkja er ein þekktasta
áheitakirkja landsins og þykir
þar vera sérstakur kraftur til
hjálpar og bænheyrslu. Yfirskrift
hátíðarinnar vísar til helgisagnarinnar
um fyrstu kirkjuna þar, um
ljósengilinn sem birtist sæförum
í sjávarháska og þeir hétu á í
örvæntingu sinni. Hann vísaði þeim
að landi og þeir reistu þar kirkju í
þakklætisskyni.
Mikil fegurð er í
Selvognum og þangað er tæpur
klukkustundar akstur frá Reykjavík
um Þrengslin. Tilvalið er að taka
með sér nesti eða fá sér veitingar hjá
heimamönnum.
Nánari upplýsingar veitir Björg
Þórhallsdóttir í síma 898 4016.
www.hafnarfrettir.is