Suðri - 04.07.2019, Page 14

Suðri - 04.07.2019, Page 14
14 4. júlí 2019 Rúllubaggamenn Hannes Péturs son skrifar: Hér á landi starfa saman í pólitískum fé lags skap all- margir menn þeirrar vissu að ESB leggi sig fram um að gera Ís- landi allt sem verða má til ills og bölvunar. Þeir eru hinir mestu full- veldis ber serkir eins og geta má nærri og blása við og við til her ferða, rúllu- bagga her ferða, gegn „er lendu valdi“. Nafn giftin rúllu bagga her ferð er til komin vegna þess að for maður fé- lags skaparins lét eitt sinn ljós mynda sig hjá stærðarinnar rúllu bagga sem á hafði verður límdur miði með kjör- orði: „Nei við ESB“. Í frétta blöðum þar sem myndin birtist var sagt til skýringar að rúllu böggum með á límdum miða af sama toga yrði á næstunni dreift með vegum fram um allar sveitir landsins og við heim reiðir að bænda býlum. Snarpur spjóta þytur í lofti var auð heyran legur hverjum þeim sem skoðaði grannt þessa full- veldis mynd. Hins vegar brá svo undar lega við að baggarnir urðu ekki fleiri en þessi eini (kannski annar til við bótar í af dölum, aldrei ljós myndaður). Skýringin hlýtur að vera sú ein að bændur, þar á meðal „ungir bændur“, hafi tekið budduna langt fram yfir fjand skap sinn í garð ESB þegar til kastanna kom, þeim hafi sem sagt ekki litizt á að heilsa ferða fólki sunnan úr Evrópu- sam bandinu með þessum sér merktu rúllu böggum, hvort heldur nú væri við heim reiðir, hjá minja gripa skúrum, bænda gistingar bæjum eða úr eltum fjósum og súr heysturnum sem um bylt hafði verið í gallerí, að ekki sé minnzt á alla beint-frá-býli-staðina. Neitakk, ekki skemma bisnissinn, ekki þessa rúllu bagga á al manna færi, við skulum bara steyta görn í Bænda blaðinu, það les hvort sem er enginn út lendingur. Þannig fór í það skiptið fyrir hinum hrein hjörtuðu. Nú hafa þeir samt enn og aftur lagt upp í bagga her ferð, því full veldis ber serkir standa nótt og dag, þegar þetta er skrifað, í mál stofu Al- þingis og tala hver við annan um raf- magn og Ís lands þúsund ár, en „ræðu- hjómið hljóðir á/ hlusta tómir stólar“ eins og segir í þing vísunni gömlu. Ó víst þykir hve nær kjálkarnir á þeim verða straum lausir. Annars er merki legt að ekki verður betur skilið svona „aðal lega og yfir leitt“ en að ís lenzka full veldið sé öldungis sér stakrar tegundar í heiminum, það étist upp jafnt og þétt við hvern milli ríkja gjörning og verði loks að alls engu, fari svo til dæmis að Ís land gerist eitt af aðildar ríkjum ESB, leggi með öðrum orðum til hliðar þetta „Norway model“ sem Davíð Odds son þáði úr lófa Jóns Bald vins Hannibals sonar hérna um árið þegar hann vatt sér í Við eyjar klaustur við hlið Jóni, enda glóði ó mót stæði leg tál beita fyrir augum hans: for sætis- ráð herra stóllinn. Ella tví sýnt hvernig farið hefði hér lendis um það módel. Það vekur eftir tekt að nokkrar Evrópu þjóðir sem urðu full valda 1918, en nú komnar í Evrópu sam bandið, héldu í fyrra, rétt eins og Ís lendingar, há tíðir til þess að fagna full veldi sínu. Meðal þeirra voru vinir okkar, Finnar og Eistar. Eigi að síður glumra ber- serkirnir: Með aðild að ESB fyrir gerir hver þjóð full veldi sínu í eitt skipti fyrir öll. Ef satt skyldi vera, þá hefur að engu orðið hin annálaða slit vinna Jóns Bald vins Hannibals sonar fyrir endur- heimt full veldis Eystra salts þjóða þegar Rússar misstu tökin á Austur-Evrópu, þær þjóðir gerðu sér lítið fyrir og af- söluðu sér glaðar dýr keyptu full veldi árið 2004 með inn göngu í ESB! Er það Jóni sárt til hugsunar? Ef til vill. Að minnsta kosti er hann nú, segjum hálft um hálft, orðinn einn af rúllu- bagga mönnum. Hannes Péturs son

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.