Suðri - 05.12.2019, Page 2

Suðri - 05.12.2019, Page 2
2 5. desember 2019 Í nóvember kom út fyrsti diskur Vörðukórsins á 25 ára ferli hans. Upptökur á lögunum hófust í mars og lauk síðastliðið vor. Á geisladiskinum er að finna 17 lög og hélt kórinn fjölsótta útgáfutónleika 23. nóvember síðastliðinn. Útgáfutónleikar Vörðukórsins í Skálholtsdómkirkju voru fjölsóttir og flutti kórinn falleg kórlög af nýjum geisladiski sínum, Bara að hann hangi þurr, en auk þess tvö ný lög og ljóð undir stjórn Eyrúnar Jónsdóttur við „Bara að hann hangi þurr“ -fyrsti geisladiskur Vörðukórsins kominn út undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur á píanó og orgel. Nýju kórlögin voru Það er Íslandið allt eftir Stefán Þorleifsson við ljóð Möggu S. Brynjólfsdóttur og lagið Heimferð eftir Möggu S. Brynjólfsdóttur í útsetningu Stefáns Þorleifssonar en Magga, sem er einn af kórfélögunum, átti einnig ljóð við lag Billy Joel, Ég mun aldrei fara frá þér. Á diskinum er einkar fjölbreytt úrval laga úr ýmsum áttum. Til dæmis er á honum lag Valgeirs Guðjónssonar, Kveiktu á ljósi og Skýin eftir Spilverk þjóðanna. Yfirskriftin á tónleiknum og diskinum er úr söngtexta Ómars Ragnarssonar. Kórinn er fjölmennur og Skálholtsdómkirkja var bæði þétt setin og ómaði öll við þennan fallega söng og kynningar á léttum nótum á hverju verki.  Eitt helsta einkunnarlag kórsins, Húmljóð, er við lag og ljóð Lofts S. Loftssonar, og var það fyrsta og síðasta lagið sem kórinn söng á tónleiknum. Þá orti einn kórfélaga, Sigurður Loftsson, ljóð við lag Franz Schubert, Þú fagra list. Kórinn naut sín vel í þeim góða hljómburði sem dómkirkjan okkar býr yfir.  Kórfélagar sjá sjálfir um að selja diskinn og frekari upplýsingar eru á facebook/vordukorinn Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Marg i t l augu Umgjörð og gler

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.