Suðri - 05.12.2019, Qupperneq 4
4 5. desember 2019
11. tölublað, 5. árgangur
Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason.
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is.
Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: amundi@fotspor.is.
Ritstjóri: Björgvin G. Sigurðsson, sími: 863-5518 netfang: sudri.heradsblad@gmail.com
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is.
Fríblaðinu er dreift í 10.500 eintökum á öll heimili á Suðurlandi.
Það gefur á bátinn
Kvótakerfið í sjávarútvegi var fest í lög fyrir 36 árum síðan og hefur
haft mikil áhrif á byggðaþróun í landinu. Frjálst framsal aflaheimilda
varð síðan til þess að áður óþekkt auðæfi urðu til við kaup og sölu á
heimildum til sjósóknar í sameiginlega auðlind
landsmanna.
Allan þennan tíma hefur verið hart deild um
kvótakerfið. Flestum er ljóst að takmarka
þurfti sókn á miðin og vernda fiskistofna sem
áttu sannarlega undir högg að sækja. Rányrkja
síldaráranna mátti ekki endurtaka sig og hefta
þurfti sóknina.
Fleiri leiðir koma til greina við að stjórna
fiskveiðum. Til að mynda sóknardagar líkt
og brúkaðir eru í Færeyjum. Kjarni málsins
og deilunnar um kerfið hefur hinsvegar hverfst um kaup og sölu
aflaheimilda. Þar er að finna rætur óréttlætis og átaka um auðlindina.
Sú staðreynd að eigendur útgerðar, handhafar kvótans, í hvaða byggð
sem er á landinu geti ákveðið að selja heimildirnar í burtu og þar með
kollvarpað byggðinni er kolsvarti bletturinn á kerfinu, ekki stýringin
sem slík. Þessi þróun átti sér stað við Suðurströndina sem nú er nánast
kvótalaus allt til Hornafjarðar.
Mestu skiptir að festa það í stjórnarskrá að þjóðin eigi auðlindina, að
nýting hennar sé tímabundin og háð sanngjörnu gjaldi. Það skapar
þjóðinni vissu um eign sína og hvernig má fara með hana.
LEIÐARI
VILTU AUGLÝSA Í SUÐRA? AUGLÝSINGASÍMINN ER 578-1190
„Guggan, eða Guðbjörg ÍS, var
hvorki gul né gerð út frá Ísafirði
þegar frá leið sölu á henni á sínum tíma
til Samherja á Akureyri, þrátt fyrir
loforð og munnlegt samkomulag um að
svo yrði. Útgerð Guðbjargar rann inn í
Samherja 1997 og tveimur árum síðar
var saga hennar vestra öll og hún seld
til dótturfélags Samherja í Þýskalandi.
„Þegar hátíð fer í hönd búa menn
sig undir hana hver á sína vísu.“ Á
þessum orðum hefst sagan Aðventa
eftir Gunnar Gunnarsson sem margir
hafa fyrir reglu að lesa á aðventu og
má hiklaust mæla með slíkum lestri,
að draga sig út úr skarkalanum sem
fylgir desembermánuði og setjast
niður í kyrrð með góða bók.
Aðventan snýst nefnilega í
grunninn um að bíða og undirbúa.
Bíða eftir hátíðinni sem kemur og
Jesúbarninu sem kemur og hafa allt
til reiðu sem tilheyrir hátíðinni. Við
þurfum óhjákvæmilega stundum að
bíða í lífinu. Í nútímasamfélagi er hins
vegar ekki alltaf mikil þolinmæði eða
biðlund. Við erum orðin vön því að
allt gerist á ógnarhraða og viljum
vera sjálf við stjórnvölinn.
Við getum ekki alltaf stjórnað því
þegar við þurfum að bíða.
Við getum nefnilega ekki stjórnað
öllum aðstæðum lífsins. Veðrinu,
tímanum, fólkinu í kringum okkur.
Við getum hins vegar haft stjórn á því
hvernig við mætum aðstæðunum.
Hvernig við mætum biðinni.
Aðventan og biðin heyra saman.
Við bíðum á aðventunni.
Mikið.
Dygð aðventunnar er að bíða ekki
í óþolinmæði heldur eftirvæntingu
og von. Leyfa okkur að hvíla í
aðstæðunum hverju sinni og upplifa
gæðin sem felast í þeim.
Þessa dagana er ég að kynna
mér bók sem heitir „Ekki gera neitt
– jólin eru að koma!“ og er á formi
aðventudagatals. Þar er fjallað um
það hvort og þá hvernig við getum
farið að nálgast jólin eins og við séum
að heyra af þeim í fyrsta sinn, eins og
jólin væru að koma í fyrsta sinn. Þar
kynnumst við t.d. Maríu, hinni sterku
og hugrökku ungu konu sem fékk
þetta óvenjulega hlutverk að fæða
son Guðs í heiminn, Jósep, unga
manninum sem lenti í þessum flóknu
aðstæðum með unnustu sinni og
öllum hinum persónum jólasögunnar
sem okkur finnst við flest þekkja. En í
bókinni segir biskupinn sem skrifaði
hana, Stephen Cottrell: „Það hlýtur
að vera hægt að halda jólin öðruvísi
en við gerum núna, að halda þau
þannig að gleðin og fyrirheitin sem
þau standa fyrir hjálpi til við að gera
lífið okkar heilt aftur“.
Markmiðið er að fá okkur til að
hugsa öðruvísi um dagana fyrir jól
en við erum kannski vön. Inntakið
er hvatning til að staldra við, hætta
„Aðventan snýst nefnilega
í grunninn um að bíða og
undirbúa. Bíða eftir hátíðinni sem
kemur og Jesúbarninu sem kemur
og hafa allt til reiðu sem tilheyrir
hátíðinni. Við þurfum óhjákvæmilega
stundum að bíða í lífinu. Í
nútímasamfélagi er hins vegar ekki
alltaf mikil þolinmæði eða biðlund.
Við erum orðin vön því að allt gerist
á ógnarhraða og viljum vera sjálf við
stjórnvölinn.
Ninna Sif Svavarsdóttir,
sóknarprestur í Hveragerði
skrifar jólahugvekju Suðra:
að eyða um efni fram, vera heiðarleg
um það sem okkur vantar í líf okkar.
Hugsa sem svo: ef jólin væru að koma
í fyrsta sinn, hvernig vildum við
halda þau?
Staðreyndin er sú að aðventan
getur verið erfiður tími. Með mörgum
okkar búa e.t.v. sárar minningar og
sorg, við finnum væntingar okkar
sjálfra og þeirra sem eru hluti af
lífi okkar. Við finnum þrýstinginn
sem er á okkur öllum um að mæta
þessum væntingum. Það er ekki alltaf
hjálplegt og styðjandi.
Áskorunin okkar er að snúa
þessu svo það sé okkur sjálfum í
hag. Snúa því mennskunni í hag, því
viðkvæma, brothætta og dýrmæta
í hag. Því andspænis öllu dótinu,
hávaðanum, kapphlaupunum og
neyslunni standa tvö börn: litla
barnið í okkur sjálfum og barnið í
Betlehem. Sambandið milli þeirra
kærleikurinn sjálfur, kærleikur Guðs
til mannanna, kærleikur sem þú átt
skuldlausan og alveg skilið.
Um þetta snúast jólin.
Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur
í Hveragerði.
GUÐBJÖRGIN ÍS VIÐ VEIÐAR.
Í kjölfar Samherjaskjalanna og ásakana um mútugreiðslur fyrir
veiðiheimildir í Namibíu gefur hressilega á bátinn hjá útgerðinni í
landinu. Stór hluti almennings krefst breytinga á kerfi sem hefur alið af
sér ofsagróða og spillingu. Mikilvægustu breytingarnar snúa annarsvegar
að eignarhaldinu og hins vegar að nýtingu og gjaldtöku fyrir hana. Þá
þarf að leita leiða til að hefta framsal sem hefur í för með sér að stoðum
sé kippt undan heilu byggðalagi við sölu.
Guggan, eða Guðbjörg ÍS, var hvorki gul né gerð út frá Ísafirði þegar frá
leið sölu á henni á sínum tíma til Samherja á Akureyri, þrátt fyrir loforð
og munnlegt samkomulag um að svo yrði. Útgerð Guðbjargar rann inn í
Samherja 1997 og tveimur árum síðar var saga hennar vestra öll og hún
seld til dótturfélags Samherja í Þýskalandi.
Svipaðar sögur má segja frá öðrum stöðum þar sem allt vald um
örlög byggðar eru í höndum útgerðar sem í skjóli veiðireynslu fengu
heimildirnar á sínum tíma. Hlutdeild í þeim fengu hinsvegar hvorki
fiskverkafólkið né sjómennirnir þrátt fyrir þeirra þátt í veiðum og
vinnslu.
Leita þarf leiða til að koma á réttlæti í útgerð og vinnslu þannig að
þokkaleg sátt sé um fyrirkomulag fiskveiða. Þar skiptir auðlindaákvæði í
stjórnarskrá mestu og höft á framsali heimilda.
Björgvin G. Sigurðsson.
Steinunn SF-10, nýr togbátur í
skipastól Skinneyjar-Þinganess,
kom til Hafnar í Hornafirði
27. nóvember síðastliðinn. Skipið er
smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í
Aukra í Noregi.
Fjölmenni tók á móti skipinu og
á eftir bauðst fólki að koma um borð
og skoða hið nýja og glæsilega skip
Skinneyjar- Þinganess hf.
Steinunn er sjötta skipið er
kemur til landsins í 7 skipa raðsmíða
verkefni og er þá eitt skip ókomið
til landsins en það er Þinganes sem
áætlað er að komi til Hornafjarðar
21. desember.
Steinunn nýja komin til Hafnar
Steinunn er 29 metra langt og
12 metra breitt togveiðiskip. Íbúðir
eru fyrir 13 manns og lestin tekur
80 tonn af fiski. Skipstjóri er Erling
Erlingsson og yfirvélstjóri Þorgils
Snorrason.