Suðri - 05.12.2019, Side 6

Suðri - 05.12.2019, Side 6
6 5. desember 2019 Bókhlaða Gunnars Guðmunds- sonar frá Heiðarbrún hefur gefið út bókina Leitin að Njáluhöfundi. Gunnar þekkja margir því hann var um langt árabil veiðivörður í Veiðivötnum og árið 2017 gaf bókhlaðan út 2ja binda verk,  Veiðvötn á Landmannaafrétti, efnismikilar og fróðlegar bækur með skemmtilegu myndefni. Gunnar sem Njálusérfræðingur birtist í sjónvarpsþáttunum „Á tali hjá Hemma Gunn“ um svipað leiti og bjórinn var leyfður á Íslandi. Þar reyndi sá snjalli sjónvarpsmaður Hemmi að reka Gunnar á gat með spurningum úr Njálu. Gunnar stóðst þetta próf með sóma og svaraði öllum spurningum kórrétt. Hér er á ferðinni afar fróðleg bók, þar sem Gunnar gerir tilraun til þess að finna hvaða maður ritaði Njálu, eða a.m.k þrengja hringinn um líklegan höfund. Í inngangi biður Gunnar lesendur „að hafa í huga, að meginefni bókarinnar er byggt á athugunum hans, hugleiðingum og meginröksemdafærslur eru hans“. Fyrri hluti bókar Gunnars segir frá Njálu, tilurð hennar, um „Niðurstaða Gunnars er að Njáluhöfundur er í miklum tengslum við Þvottá í Álftafirði, fólkið á Keldum á Rangárvöllum og í þriðja lagi er kunnugleiki hans í Vestur- Skaftafelssýslu slíkur að sá kunnugleiki byggist ekki á nokkrum ferðum, heldur hlýtur eitthvað meira að koma til. Getum við fundið mann sem sameinar þetta þrennt?“ Leitin að Njáluhöfundi hugsanagang og þekkingarbakgrunn höfundar og svo lífsskoðanir. Í seinni hluta eru teknar fyrir 14 kenningar og tilgátur um Njáluhöfund, t.d. Helga Hannessonar, Benediks Gíslasonar frá Hofteigi og Árna sonar hans, Einars Ól. Sveinssonar, Tryggva Þórhallssonar, Þórðar Tómassonar og svo Matthíasar Johannessen og Einars Kárasonar svo nokkrir séu nefndir. Gunnar hefur þann hátt á að kryfja hverja tilgátu fyrir sig, greinir hvað er rétt, hvað er ólíklegt og hvað er líklegt. T.d. segir Einar Kárason að „verk eins og Njála er skrifuð af þrautþjálfuðu stórskáldi. Það er skrýtið, að þegar menn giska á höfunda fornritanna, þá er oftast leitað í smiðju viðvaninga... Fullsannað þykir að Njála hafi ekki verið skrifuð fyrr en nálægt 1280 og hinn mikli rithöfundur þess tímaskeiðs er Sturla Þórðarson.“ Bókinni vindur fram með skemmtilegum og áhugaverðum hætti. Vitaskuld líkur leitinni að höfundi Njálu aldrei en það færir okkur nær uppruna og rótum þessa mikla meistaraverks að beita kenningum fræðanna til þess að leita hans. Engin bók hefur haft viðlíka áhrif á mótun og menningu landsins en sagan af vináttu, vonbrigðum, svikum og morðbrennunni miklu. Bók Gunnars um leitina að höfundi hennar færir okkur enn nær skilningi á verkinu og um leið þjóðarkjarnarnum. Niðurstaða Gunnars er að Njáluhöfundur er í miklum tengslum við Þvottá í Álftafirði, fólkið á Keldum á Rangárvöllum og í þriðja lagi er kunnugleiki hans í Vestur- Skaftafelssýslu slíkur að sá kunnugleiki byggist ekki á nokkrum ferðum, heldur hlýtur eitthvað meira að koma til. Getum við fundið mann sem sameinar þetta þrennt? er spurningin sem Gunnar varpar fram til lesenda eftir að hafa beitt sagnfræðilegum rökum. Hér er vel heppnuð bók sem allt áhugafólk um Njálu mun hafa bæði gagn og gaman af. Kannski munu þeir Gunnar, Einar Kárason og jafnvel Matthías Johannessen hittast á málþingi um höfund Njálu? Kristinn M. Bárðarson, barnakennari. Að vera í þjóðleið hefur ávallt þótt eftirsóknarvert á Íslandi. Oft hefur verið haft á orði að vegurinn sé lífæð hverrar byggðar. Þannig var það á árum áður og þannig er það í dag. Í Hveragerði hefur Suðurlandsvegur ávallt verið nátengdur bæjarfélaginu og byggðinni sem hér er. Kannski ekki að undra þar sem í Hveragerði má sjá fjórar kynslóðir Suðurlandsvegar á tiltölulega litlu svæði. Hér hefur þjóðleiðin milli Suðurlands og höfuðstaðarins verið um aldir. Fyrst um ævagamla þjóðleið sem enn má sjá móta fyrir, síðan var lögð hér hin svokallaða Eiríksbrú 1880, þá vegur sem kenndur er við gömlu Kambana og var í notkun frá 1894 – 1972 þegar núverandi vegur var síðan lagður. Langþráðar vegbætur verða að veruleika Enn sem fyrr er þjóðleiðin okkur mikilvæg og í ár fögnum við Sunnlendingar þeirri staðreynd að langþráðar vegbætur á milli Kamba og Selfoss eru að verða að veruleika. Framkvæmdum er lokið við fyrsta áfanga og útboð að fara í gang á þeim næsta og loforð um framhald hafa verið gefin. Það sést best þegar ekið er um glæsilega nýja kaflann hversu mjór og hættulegur gamli vegurinn var/ er orðinn og löngu tímabært að þessar lífsnauðsynlegu úrbætur á veginum verði að veruleika. Í því ljósi er sérlega ánægjulegt að ákveðið hefur verið að flýta framkvæmdinni í heild sinni og jafnframt að bæta við áföngum nær höfuðborgarsvæðinu. Greiðar samgöngur tryggja þjónustu Hinn nýi vegur er afar þakklát framkvæmd. Ekki síst þeim fjölmörgu sem á undanförnum árum hafa flutt hingað austur fyrir fjall þrátt fyrir að sækja áfram vinnu á höfuðborgarsvæðinu en einnig þeim sem sækja vinnu og þjónustu á milli sveitarfélaganna hér fyrir austan fjall og þeir eru margir. Því hér hefur fyrir löngu orðið til eitt atvinnu- og þjónustusvæði sem byggir á sérstöðu og fjölbreytni þeirra öflugu byggðakjarna sem hér eru. Góð þjónusta þrátt fyrir fjölgun Það hefur verið undravert að fylgjast með fjölgun íbúa á svæðinu að undanförnu og ánægjulegt að sjá hversu margir hafa fundið sér stað hér fyrir austan fjall. Í Hveragerði fjölgar sem aldrei fyrr þrátt fyrir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar skrifar: Gerum betur – alltaf, alls staðar ! að bæjarstjórn hafi stýrt eftir bestu getu framboði lóða og uppbyggingu í bænum með það að markmiði að framúrskarandi þjónusta sé ávallt í boði. Fyrir nýja íbúa sem færa fjölbreytni og líf í samfélagsflóruna erum við þakklát. Með fleiri íbúum kemur fjölbreyttari þjónusta og við höfum svo sannarlega notið góðs af því Hvergerðingar. Enda sýnir fjöldi veitingahúsa og önnur afþreying í bæjarfélaginu að mannlífið blómstrar sem aldrei fyrr. Ánægja íbúa er vegurinn til framtíðar Nýr þjóðvegur kemur til með að færast fjær byggðinni í Hveragerði. Með þeirri færslu verða til ný hverfi og ný tækifæri. Hveragerði er í þjóðleið í dag og við munum verða í þjóðleið til framtíðar. Þannig mun bæjarfélagið blómstra og verða enn öflugra en það er í dag. Við sem skipum bæjarstjórn Hveragerðisbæjar erum samhentur hópur sem í sameiningu vinnum að því að samfélagið hér verði ávallt í fremstu röð. Það hefur tekist svo eftir er tekið en Hveragerðisbær hefur undanfarin ár skipað sér í fremstu röð sveitarfélaga þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu síns bæjarfélags í íbúakönnun Capacent/ Gallup. Það er besti vitnisburður sem hægt er að hugsa sér. Ánægja íbúa er okkar þjóðleið – okkar vegur til framtíðar. Ég óska lesendum öllum gleðilegra jóla og þakka ánægjulegar samveru- stundir og samskipti á árinu sem er að líða. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. VELJUM ÍSLENSKT Skólavörðustígur 19 & Borgartún 31 s: 552 1890 handknitted.is ALLAR OKKAR PEYSUR ERU PRJÓNAÐAR Á ÍSLANDI HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS

x

Suðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.