Suðri - 05.12.2019, Page 9

Suðri - 05.12.2019, Page 9
9 5. desember 2019 Tilefni þessarar bókar er að vekja upp umræðu um jafnaðarstefnuna, sögulegt hlutverk hennar í að breyta þjóðfélaginu í anda mannréttinda og mannúðar.  Hún svarar spurninginni: Á jafnaðarstefnan erindi við fólk í velferðarríkjum samtímans og í náinni framtíð?  Lífsskoðun jafnaðarmannsins Jóns Baldvins Hannibalssonar kemur hér fram í sögulegu ljósi.  Hann fer með lesandann fram og til baka í Íslandssögunni til að bregða birtu á orsakir og afleiðingar Hrunsins og auðlindapólitík og efnir til raunsærrar umræðu um stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nánustu framtíð.  Jafnaðarmaðurinn dýpkar sýn okkar á norræna módelinu, sem ögrun gegn nýfrjálshyggjunni og spyr hvers vegna flestir jafnaðarmannaflokkar Evrópu hafa brugðist því að mæta þessari ögrun. Úr kaflanum Mannréttindabarátta í 100 ár Í tilefni af 100 ára afmæli Alþýðuflokksins, birtist fyrst í Vestfirðingi 8. Mars 2016 Þegar Alþýðuflokkurinn fagnaði 70 ára afmæli sínu 1986, gerði Bryndís heimildamynd með viðtölum við marga brautryðjendur, þ.á. m. Guðmund Jónsson, skósmið á Selfossi, Tæpitungulaust eftir Jón Baldvin Hannibalsson – bókarkafli sem þá var einn eftirlifandi þeirra, sem sátu stofnfund Alþýðuflokks/ Alþýðusambands í Bárubúð við tjörnina í Reykjavík 1916. Aðspurður, hvers vegna Alþýðuflokkurinn hefði aldrei náð því að verða ráðandi fjöldaflokkur jafnaðarmanna eins og annars staðar á Norðurlöndum, svaraði hann: „Veistu það ekki, væna mín? Það er af því að við gerðum þau mistök að kenna hreyfinguna við alþýðuna. Íslendingar eru svo snobbaðir, að um leið og þeir hafa komist í álnir, eignast eitthvað, vilja þeir gleyma uppruna sínum. Þeir vilja ekki tilheyra alþýðunni. Þeir líta stærra á sig en svo! Þetta er klassisk skýring. Hún er partur af bágbornu gengi jafnaðarmannaflokka í Evrópu á tímabili ný-frjálshyggjunnar s.l. tvo áratugi. Stéttastjórnmálin tilheyra fortíðinni, að sögn. Einstaklingshyggjan hefur orðið alls ráðandi. „Það er ekkert til sem heitir þjóðfélag – bara einstaklingar“, sagði Járnlafðin Thatcher. Og lýsir vel sýn ný-frjálshyggjunnar á mann og þjóðfélag. Samstaða þeirra, sem eiga undir högg að sækja, er ekki lengur sú sem hún var. En á þá jafnaðarstefnan ekkert erindi lengur við það fólk, sem leitar ekki framar stuðnings af afli samstöðunnar – þar sem hver er sjálfum sér næstur? Hafa ekki grunngildi jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag (samstöðu) sigrað? Höfum við kannski þegar útrýmt fátækt og ójöfnuði? Sér ekki velferðarríkið fyrir þörfum þeirra, sem minna mega sín og á þurfa að halda? Ef við svipumst um í heiminum og í okkar eigin samfélagi, er fátt sem bendir til þess , að við getum með góðri samvisku svarað þessum spurningum játandi. Ójöfnuðurinn milli ríkra og fátækra innan hinna þróuðu þjóðfélaga á Vesturlöndum hefur ekki verið meiri frá því áður en áhrifa jafnaðarstefnu og verkalýðshreyfingar fór að gæta snemma á seinustu öld. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Alþjóðabankanum er nú svo komið, að rúmlega 60 auðjöfrar ráða yfir meiri eignum en fátækari helmingur mannkyns, þrír og hálfur milljarður manna. Ójafnaðarþjóðfélagið Í forysturíki lýðræðisins, Banda- ríkjunum, er svo komið, að erfingjar einnar fyrirtækjasamsteypu munu fá í arf meiri eignir en 40% hinna efnaminni landa þeirra. Helmingur af öllum fjármagnstekjum kemur í hlut 1% íbúanna. Bandaríkin – helsta tilraunastöð ný-frjálshyggjunnar – er orðið mesta ójafnaðarríkið í hinum þróaða heimshluta. Og eftir höfðinu dansa limirnir. Á tímum bóluhagkerfisins fyrir Hrun upplifðu Íslendingar það, vogir@vogir.is - 433-2202 Við eigum vogina fyrir þig! Allar vogir fyrir iðnaðinn. að örfámennur hópur, sem réði yfir nýeinkavæddum bönkum og fjármálastofnunum, gat stofnað til skulda, sem námu tífaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga. Þegar kom að skuldadögum eftir Hrun, báru þeir enga ábyrgð. Gróðinn hafði verið einkavæddur, en skuldirnar átti að þjóðnýta. Skattgreiðendur báru skaðann. Þar með hefur sjálfur þjóðfélags- sáttmálinn, sem á að heita að gildi um markaðskerfi í lýðræðisþjóðfélagi, verið rofinn. Sá óorðaði sáttmáli felst í því, að hverjum og einum er frjálst að auðgast af eigin rammleik fyrir eigið fé, að því tilskyldu, að viðkomandi greiði skatta og skyldur til þess samfélags, sem skapar verðmætin. Við hvorugt hefur verið staðið. Þjóðin bar skaðann. Og nú, þegar við erum að byrja að jafna okkur eftir áfallið, m.a. vegna hagstæðra ytri aðstæðna, bendir flest til, að það eigi að endurtaka sama leikinn. Hópur vildarvina fær að kaupa hlutabréf á sérkjörum í Símanum, sem var einu sinni þjóðareign. Allt bak við byrgða glugga. Greiðslukortafyrirtæki, sem er sérstök auðsuppspretta í rafrænu bankakerfi, er selt á gjafvirði hópi fjárfesta, þar sem föðurbróðir fjármálaráðherrans fer fremstur í flokki. Tryggingarfélög, sem hafa oftekið iðgjöld af viðskiptavinum, greiða örfámennum hópi eigenda arð, sem er sóttur í tjónasjóðinn og nemur hærri upphæðum en hagnaður fyrirtækjanna á ári. Þetta eru bara nýjustu tíðindin af vettvangi dagsins. Löglegt en siðlaust var einu sinni sagt. En í virku lýðræðisþjóðfélagi, þar sem löggjafarsamkoman á að gæta almannahagsmuna, væri löggjafarvaldinu beitt til að uppræta siðleysið. Lausnir Því hugarástandi, sem nú ríkir meðal þorra almennings, er best lýst með einu orði: VANTRAUSTI. Sjálft Alþingi er rúið trausti, stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn, forystumenn í atvinnulífi, jafnvel vörslumenn lífeyrissjóða, fjölmiðlar – flestir eru þessir aðilar rúnir trausti eftir Hrun. Hvað er til ráða? Það er ár til kosninga. Það gætu orðið þýðingarmestu kosningar í sögu lýðveldisins. Allir vita, að nú þarf að ná samstöðu um stóru umbótamálin – kerfisbreytingu til frambúðar. Við vitum öll, hver stóru málin eru: Ný stjórnarskrá, sem tryggir þjóðinni virkt lýðræði. Málskotsréttinn til þjóðarinnar um að leggja stórmál undir í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar stjórnmálaforystan á Aþingi bregst. Jafn atkvæðisréttur, einn maður – eitt atkvæði. Sameign þjóðarinnar á auðlindum innsigluð í stjórnarskrá, sem og krafan um, að þjóðin fái réttmætan arð af auðlindum sínum. Húsnæði á viðráðanlegum kjörum handa nýrri kynslóð, sem hefur verið úthýst. Þetta eru næg verkefni til að sameinast um á nýju kjörtímabili. Renniði yfir stiklurnar um stóru málin, sem Alþýðuflokkurinn, með atbeina verkalýðshreyfingarinnar, náði fram almenningi til hagsbóta á s.l. hundrað árum. Hvernig fórum við að því? Með því að beita afli samstöðunnar – þrátt fyrir allt sundurlyndið. Með því að beita lýðræðinu gegn auðræðinu. Við þurfum að gera það aftur. Við getum það. Vilji er allt sem þarf.

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.