Suðri - 05.12.2019, Síða 12

Suðri - 05.12.2019, Síða 12
12 5. desember 2019 Björn og Sveinn eftir Megas útgáfuhátíð í Ægisgarði á fimmtudag Björn og Sveinn heitir skáldsaga Megasar sem út er komin hjá Bókaútgáfunni Sæmundi. Skáldsagan Björn og Sveinn rekur ferðalag feðga um næturlíf og undirheima Reykjavíkur og fýsnir þeirra grimmar. Þótt þeir séu á ferð í nálægum samtíma, liggja rætur þeirra þó djúpt í íslenskri fortíð og sagnasjóði, þar sem eru feðgarnir Axlar- Björn og Sveinn skotti á 16. og 17. öld. Aukheldur telja þeir til frændsemi við öllu frægari kumpána losta og glæpa, ekki síst þann Don Juan sem helst á óperu Mozarts, Don Giovanni, líf sitt að þakka. Það sætti tíðindum þegar þessi skáldsaga Megasar kom fyrst út árið 1994. Hún hlaut blendnar viðtökur, margir kváðust fátt sjá annað en mislukkaða skáldskapartilraun, ill- skiljan legan vaðal og - amfetamín bólginn - texta. Aðrir lofuðu hugrekki og frumleika höfundar og sögðu magnaða sögu hér á ferð, engum líka í íslenskum bókmenntum, róttæka hvað stíl og hugmyndir snertir - magnað samtal við avant-garde heimsbókmenntanna sem birtist hvað skýrast í skáldskap Sólardansinn Sólardansinn er safn örsagna eftir Þóru Jónsdóttur. Þóra Jónsdóttir skáld og myndlistarmaður (f. 1925) hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð íslenskra ljóðskálda. Eftir hana liggur fjöldi ljóðabóka, auk ljóðaþýðinga og örsagna. Hér sýnir hún snilldartök sín á lausu máli í lágstemmdum örsögum þar sem teflt er saman draumkenndum minninga brotum og óvenju skarpri sýn á samtímann. Sögur Þóru hvíla á gömlum merg en eru um leið býsna nútímalegar. Rafiðnaðarsamband Íslands sendir jóla- og baráttukveðjur til allra landsmanna á nýju ári. Kveikjum á perunni og krefjumst hærri launa, styttri vinnutíma og húsnæðis fyrir alla! Rafiðnaðarsamband Íslands í 50 ár KVEIKJUM Á PERUNNI Rafiðnaðarsamband Íslands er stoltur bakhjarl UN Women Aðildarfélög sambandsins: Maríumyndin endurútgefin Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið skáldsöguna Maríumyndin eftir leikrita- skáldið Guðmund Steinsson (1925-1996). Eftirmála ritar María Kristjáns dóttir leikstjóri. Í kyrrlátu þorpi á Kanaríeyjum eiga þau um hríð samleið, heimsmaðurinn Felix og heimastúlkan og dansmærin María. Ástarsaga þeirra er lágstemmd og ljóðræn en stíllinn leynir á sér og spennan liggur í því ósagða. Maríumyndin kom fyrst út árið 1958 og er önnur tveggja skáldsagna sem Guðmundur Steinsson sendi frá sér áður en hann sneri sér alfarið að leikritun. Í eftirmála er rakinn ferill höfundarins og áhrif hans á íslenska leikritun, leikhús og bókmenntir. Höfuðstafur Höfuðstafur eftir Gunnar J. Straumland er safn ljóða, kvæða og lausavísna. Bókinaprýða litprentuð myndverk eftir höfundinn, en hann hefur haldið fjölda myndlistarsýninga hér heima og erlendis. Gunnar J. Straumland er kennari, myndlistarmaður og kvæðamaður. Hann fæddist á Húsavík, af þingeyskum ættum í móðurætt en föðurætt hans er úr Skáleyjum á Breiðafirði. Frá unglingsárum hefur Gunnar ort, bæði háttbundin kvæði og frjálsari í formi. Undanfarna áratugi hefur hann einbeitt sér að margbreytileika íslenskra bragarhátta og yrkir undir fjölbreyttum háttum. Hann er virkur í starfi Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Kvæðamannafélagsins Snorra í Reykholti. Ljóð hans, kvæði og lausavísur hafa víða birst í safnritum, tímaritum og blöðum en Höfuðstafur er hans fyrsta bók. súrrealista og sporgöngumanna þeirra á liðinni öld. Þessari endurútgáfu fylgir ritgerð eftir Geir Svansson um list Megasar.

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.