Læknablaðið : fylgirit - 26.09.2014, Side 6
V . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 4
F Y L G I R I T 8 0
LÆKNAblaðið 2014/100 7
og þeim sem fengu magalyf fjölgaði úr 8,3% í 12,1%. Hins vegar fækkaði
þeim sem fengu ávísað bólgueyðandi lyfjum úr 20,1% í 15,7% og hlutfall
kynja var um 1,2. Kynjahlutfall meðhöndlaðra með geðlyfjum breyttist
eftir aldurshópum úr F/M=0,60 á aldrinum 0-18 ára í F/M=1,65 fyrir
60 ára og eldri. Ef skoðaðir eru einstakir flokkar geðlyfja má sjá að
kynjahlutfall er nokkuð jafnt í ódæmigerðum geðrofslyfjum (F/M=1,2)
en fyrir þunglyndislyf er þetta hlutfall 1,7 og hefur marktækt aukist á
tímabilinu. Karlar eru hins vegar líklegri til að vera meðhöndlaðir með
metýlfenídati á tímabilinu M/F=1,9.
Ályktanir: Drengir eru líklegri en stúlkur til að vera meðhöndlaðir með
geðlyfjum. Hins vegar eru konur líklegri en karlar til að vera meðhöndl-
aðar, frá 18 ára aldri. Þessi kynjamunur og breytingar eftir aldri kalla á
skýringar.
6. Sjálfsvígsferli hjá sjúklingum við fyrsta geðþjónustumat
(interRAI Mental Health) á geðsviði. Bakgrunnur og tengdir þættir
Sigríður Karen Bárudóttir1, Halldór Kolbeinsson1, Rósa Dagbjartsdóttir1, Rakel
Valdimarsdóttir1, Herdís Sveinsdóttir2, Sigurður Páll Pálsson1
1Geðsviði Landspítala, 2Háskóla Íslands
Bakgrunnur: Fræðimenn hafa vanrækt rannsóknir á sjálfsvígsferli inn-
lagðra sjúklinga þannig að gap hefur myndast í þekkingu á sviðinu. Þörf
er á ítarlegri kortlagningu á vandanum.
Efni og aðferð: Notað var mælitækið interRAI sem er heildrænt mat á
geðhag, heilsufari, lífsstíl og félagslegri stöðu sjúklinga. Upplýsingar
eru úr fyrsta mati við innlögn 246 sjúklinga á endurhæfingu geðsviðs
(D13A, Sérhæfð D12, Réttar-og Öryggisdeild, Endurhæfing LR). Karlar
voru 143 og konur 103. Meðalaldur 40 ár. Flestir voru atvinnulausir,
ógiftir og bjuggu einir.
Niðurstöður: Aðalgeðgreining var oftast geðklofi (52,2%), síðan lyndis-
röskun (19,8%) og fíkniröskun (10,5%). Með sjálfsvígshugsanir viku
fyrir mat töldust 24 sjúklingar (9,7%). Með formaðar ráðagerðir um að
svipta sig lífi, mánuðinn fyrir mat, voru 20 sjúklingar (8,1%). 98 sjúkling-
ar (39,7%) höfðu gert tilraun til sjálfsskaða og 61 (24,7%) hafði gert til-
raun til sjálfsvígs með þeim ásetningi að svipta sig lífi. Aldurshópurinn
18-27 ára var líklegastur til að vera í sjálfsvígsferli. Fleiri karlar en konur
voru hótandi og/eða taldir hættulegir sjálfum sér við innlögn og voru
líklegri en konur til að vera nauðungarvistaðir. Karlar í sjálfsvígsferli
voru líklegir til að hafa lent í afskiptum lögreglu vegna ofbeldis mán-
uðinn fyrir mat. Gleðileysi, depurð, vonleysi, áhugaleysi, sektarkennd
og vanþóknun á sjálfum voru sterklega tengd sjálfsvígsferlinu og einnig
nýleg sjálfsvígstilraun.
Ályktun: Stór hópur sjúklinga sem leggst inn á Kleppi og LR er í
sjálfsvígsferli við komu og þarf sérstaklega að huga að yngsta aldurs-
hópnum. Með interRAI mati er mögulegt að fá góða mynd af vandanum
og mögulega bæta forvarnir hjá þessum hópi í framtíðinni.
7. Efnahagshrunið á Íslandi. Möguleg áhrif á sjálfsvíg og aðra
efnahagslega og félagslega þætti
Högni Óskarsson, Salbjörg Bjarnadóttir1, Sigurður P. Pálsson2
1Landlæknisembættinu, 2Geðsviði Landspítala
Markmið: Efnahagshrunið, sem hófst á Íslandi 2008 með hratt vaxandi
atvinnuleysi og fjárhagsþrengingum fjölskyldna og fyrirtækja, hefur
einnig haft víðtæk heilsufarsleg og önnur samfélagsleg áhrif. Markmið
okkar er að tengja saman efnahagslegar afleiðingar og möguleg áhrif
á tíðni sjálfsvíga, alvarlegra umferðaróhappa, fjölskylduofbeldi og
áfengisneyslu.
Aðferðir: Skoðað er tímabilið frá 2002 til 2012. Unnið var úr tölulegum
upplýsingum frá Hagstofu Íslands, Landlæknisembættinu, ÁTVR og
Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins/ Ríkislögreglustjóra. Tölur um
atvinnuleysi miðast við þjóðfélagsþegna 16-74ra ára, frá ÁTVR 16 ára
og upp úr, en aðrar upplýsingar eru reiknaðar sem hlutfall á hverja
100.000 íbúa. Sjálfsvígstölur eru reiknaðar sem árleg tíðni og þriggja ára
meðaltöl.
Niðurstöður: Atvinnuleysi meira en þrefaldaðist hratt eftir hrun en
hefur hjaðnað frá 2011. Einkaneysla dróst verulega saman svo og sala
áfengis. Alvarlegum umferðarslysum fór fjölgandi árin fyrir hrun og
náðu hámarki 2010, en hefur fækkað síðan. Fjölskylduofbeldi hefur
vaxið verulega í kjölfar hruns. Sjálfsvígstíðni var fremur lág í upphafi
tímabilsins, fór hægt vaxandi fram að hruni og var svo hæst, 12,0-
12,3/100.000 árin 2009-2011.
Umræða: Í litlu samfélagi sem Íslandi þarf að fara varlega að álykt-
unum. Þó er ljóst að samfara hratt vaxandi atvinnuleysi og skertri
fjárhagsafkomu hefur tíðni sjálfsvíga aukist. Á sama tíma hefur orðið
veruleg aukning á fjölskylduofbeldi. Alvarlegum umferðarslysum
fjölgaði fram að og eftir hrun. Það hafa komið fram skýrar vísbendingar
erlendis frá að efnahagsþrengingarnar sem hófust fyrir 6 árum hafi leitt
til aukningar sjálfsvíga. Það er því mikilvægt að skoða þessi mál betur
hérlendis og greina hvaða hópar hafa verið í mestri áhættu þannig að
þróa megi árangursríkar forvarnir.
8. Sjálfsmorð og þjóðarsálin
Óttar Guðmundsson
Geðsviði Landspítala
Sjálfsmorð hafa verið óaðskiljanlegur hluti íslensks veruleika allt
frá landnámstíð. Skýrt frá nokkrum sjálfsvígum í Landnámu og
Íslendingasögum og viðbrögðum umhverfisins. Afstaða þjóðarinnar til
sjálfsvíga og sjálfsvegenda breyttist mjög með kristnitöku og vaxandi
áhrifum kaþólsku kirkjunnar. Smám saman var farið að líta á sjálfs-
vegendur sem óbótamenn sem ekki fengu kirkjulegt leg enda höfðu þeir
framið stórsynd. Með siðaskiptum voru sjálfsvegendur fordæmdir enn
frekar enda litið svo á að djöfullinn sjálfur hefði verið með í ráðum. Á
næstu öldum héldust þessir fordómar óbreyttir og bæði sjálfsvegendum
og aðstandendum þeirra var grimmilega refsað þegar einhver féll fyrir
eigin hendi.
Ýmsar heimildir greina frá afstöðu almennings til sjálfsvíga, svo sem
annálar, kirkjubækur, þjóðsögur og ævisögur. Fólki stóð mikill stuggur
af sjálfsvegendum enda var talið að djöfullinn hefði tekið sér bólfestu í
líkama þeirra. Óttast var að þeir gengju aftur og lík þeirra skyldu husluð
á víðavangi. Þessi afstaða fer ekki að breytast fyrr en á ofanverðri 19. öld
þegar farið er að grafa sjálfvegendur eins og aðra í kirkjugörðum.
Frameftir 20. öldinni varð umræðan um sjálfsvíg opnari og stundum
mátti sjá í dagblöðum frásagnir af nafngreindum einstaklingum sem
höfðu fargað sér. Þessu var hætt þegar líða tók á öldina og sjálfsvígin
voru enn og aftur sveipuð miklum dularhjúp.
Sjálfsvíg eru ennþá mikið feimnismál í þjóðarvitundinni og greinilegt
að fólki stendur enn mikill stuggur af þeim. Mikil þöggun er í gangi.