Læknablaðið : fylgirit - 26.09.2014, Side 7
V . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 4
F Y L G I R I T 8 0
8 LÆKNAblaðið 2014/100
9. Opnun nýrrar bráðageðdeildar 32C – áhrif á tíðni ofbeldisatvika
Halldóra Jónsdóttir, Eyrún Thorstensen, Hilmar Thor Bjarnason
Geðsviði Landspítala
Móttökugeðdeildir á Landspítala við Hringbraut hafa verið reknar
með sama sniði um árabil. Síðustu árin þrjár 17-18 rúma deildir, allar
lokaðar, með B-gangi fyrir sjúklinga með erfið veikindi og að auki fíkni-
geðdeild, einnig með B-gangi. Þrengsli hafa háð deildunum og oft hafa
verið erfiðar uppákomur og ofbeldisatvik á hinum lokuðu B-göngum.
Reynsla frá nágrannalöndunum hefur sýnt að ofbeldi á geðdeildum
hefur minnkað með meira rými á legudeildum. Haustið 2013 var opnuð
sérhæfð bráðageðdeild 32C, eftir viðamiklar breytingar á húsnæðinu,
þar sem áhersla var á rými og öryggi. Markmið starfseminnar er að
annast móttöku, greiningu og meðferð bráðveikra einstaklinga sem
sökum veikinda sinna eru taldir hættulegir sjálfum sér, umhverfi sínu
eða öðrum og þurfa aukinn stuðning í öruggu umhverfi. Þjónustan er
einstaklingshæfð til skamms tíma þar sem uppvinnsla og meðferð er í
samræmi við gagnreyndar aðferðir og unnið er í þverfaglegu teymi. Á
deildinni er 10 sjúklingaherbergi á tveimur kynjaskiptum göngum, það
eru fleiri dagstofur en áður og slökunarherbergi. Heimsóknir eru ekki
leyfðar inn á deildina.
Með breyttu umhverfi, áherslu á öryggi og fyrirbyggingu erfiðra
atvika, hefur alvarlegum ofbeldisatvikum fækkað. Fyrir opnun bráða-
geðdeildarinnar voru að meðaltali 9-13 alvarleg ofbeldisatvik á mánuði
á móttökugeðdeildum. Fyrstu 8 mánuði ársins 2014 voru að meðaltali 5
alvarleg ofbeldisatvik á mánuði. Á sama tíma er aukin starfsánægja hjá
71% starfsfólks á deildinni.
Eftir fyrsta starfsár nýju bráðadeildarinnar hefur þegar dregið úr
alvarlegu ofbeldi á geðdeildum LSH.
10. Strok sjúklinga af geðdeildum LSH á einu ári – tíðni og
aðdragandi
Jón Snorrason1, Jón Friðrik Sigurðsson1,2,Guðmundur S. Sævarsson1
Geðsviði Landspítala1, Háskóla Íslands2
Inngangur: Strok sjúklinga hafa yfirleitt neikvæð áhrif á meðferð þeirra
og þó langflestir skili sér aftur eru dæmi um að sjúklingar sem strjúka
fyrirfari sér eða sýni öðrum ofbeldi. Strok eru íþyngjandi fyrir starfsfólk
og kalla oft fram kvíða og sektarkennd hjá því.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni stroka af geð-
deildum Landspítala og aðdraganda þeirra. Einnig voru önnur atriði
er tengjast stroki athuguð eins og hvernig sjúklingar struku, hvað þeir
gerðu í stroki, hvenær þeir komu aftur og fleira.
Aðferð: Gögn voru skráð úr slysa- og atvikaskrám og sjúkraskýrslum
sjúklinga. Tíðni- og fylgnitölur voru reiknaðar út. Notast var við forritið
SPSS 11. útgáfu. Eigindlegra gagna var aflað annars vegar með viðtöl-
um við starfsfólk og sjúklinga sem struku og hins vegar úr hjúkrunar-
skrám sjúklinga. Stuðst var við aðferðafræði grundaðrar kenningar.
Niðurstöður: Á tímabilinu 1.10.2012 – 30.9.2013 voru 86 strok skráð af
geðdeildum Landspítala, en 87% þeirra áttu sér stað á helmingi allra
legugeðdeilda. Aðdragandi stroka mátti greina í eftirfarandi fimm
atriði: Fíkn sjúklings, að vera beittur nauðung, rýmkun á meðferðar-
áætlun, atferli sjúklings gefur til kynna að hann ætli að strjúka, notar
tækifæri þegar deildardyr eru opnaðar.
Ályktanir: Fæstir sjúklingar strjúka af geðdeildum. Helmingur sjúk-
linganna sem strauk gerði það einu sinni eða oftar. Atriði sem fram
koma í aðdraganda stroka geta gagnast starfsfólki að einhverju leyti til
að fyrirbyggja strok.
11. Samfélagsgeðþjónusta í heilsugæslu á Suðurnesjum
Hrönn Harðardóttir
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónar yfir 21.000 manns í 5
sveitarfélögum. Hlutfall atvinnulausra, öryrkja með geðfötlun og lág-
tekjufjölskyldna er hátt á þessu svæði. Helstu markmið með stofnun
samfélagsgeðþjónustu á svæðinu voru að geta boðið betri geðheilbrigðis-
þjónustu í heimabyggð; bæta lífsgæði einstaklinga með geðraskanir á
svæðinu; byggja brú á milli heilsugæslu, félagsþjónustu og sérhæfðrar
geðþjónustu og um leið fækka innlögnum á geðsvið Landspítala og
stytta meðallegutíma í innlögnum. HSS hóf undirbúning að stofnun
teymisins með upplýsingasöfnun árið 2010. Í febrúar 2011 var samráðs-
teymi stofnað með aðilum frá félagsþjónustu, geðsviði Landspítala og
HSS. Teymið mat þörf á svæðinu og styrkur fékkst frá Velferðarráðuneyti
til að ráða hjúkrunarfræðing. Geðteymið tók til starfa í júlí 2011 og
hefur boðið þeim sjúklingum viðtöl sem metnir voru í mestri þörf fyrir
þjónustu á svæðinu, ásamt því að sinna nýjum tilvísunum. Í júlí 2014 er
í teyminu tveir hjúkrunarfræðingar, einn sálfræðingur og einn læknir í
2,8 stöðugildum. Starfsemi geðteymisins tekur mið af batahugmynda-
fræðinni. Innlögnum Suðurnesjamanna á geðsvið Landspítala fækkaði
úr 163 í 116 á 12 mánaða tímabili eftir stofnun teymisins borið saman
við fyrra ár (29% fækkun). Legudögum fækkaði um 53% á sama tíma ,úr
1492 í 701 legudag á sama tíma. Meðallegutími styttist um 38% fyrsta árið
eftir að geðteymið hóf störf, úr 10,0 dögum 2010 í 7,1 dag árið 2012. Gott
samstarf við heilsugæslulækna og starfsmenn félagsþjónustunnar hefur
þróast frá stofnun teymisins.
12. Tilvísanir í bráðaþjónustu BUGL
Bertrand Lauth
Barna- og unglingageðdeild Landspítala
Fjöldi tilvísana í bráðateymi BUGL hefur aukist mikið undanfarin ár,
sem og fjöldi bráðainnlagna á unglingageðdeild Landspítala, og heldur
áfram að aukast. Einnig eru margar heimsóknir og innlagnir á bráða-
móttöku Barnaspítala vegna geðrænna erfiðleika. Þessi þróun er frekar
ný í barnageðlækningum og sérstaklega áberandi á Íslandi síðan 2010
(sbr. málþing barnageðlæknafélags á Læknadögum 2014).
Okkur vantar klínískar leiðbeiningar til að veita öllum góða og
samræmda þjónustu og einnig skilgreina betur þær bráðatilvísanir sem
ber frekar að hafna. Í nýlegri umsögn og endurskoðun af birtum greinum
um efnið er ályktað að okkur vanti enn meiri skilning á vandamálum
sem þessi börn eða unglingar glíma við og ástæðum þess að þau verða
að neyðartilfellum. Erfitt hefur reynst að bera saman niðurstöður úr mis-
munandi rannsóknum: tíðni tilvísana vegna sjálfsskaðandi hegðunar
hefur til dæmis verið mjög breytileg, sem og tíðni ólíkra raskana. Mælt
hefur verið með ítarlegri endurskoðun af öllum bráðatilfellum, með
stöðluðum aðferðum og skilningi á heildarferlum þeirra. Okkar erindi
mun kynna rannsóknaráætlun á BUGL sem er í samræmi við þessi fyrir-
mæli.
13. Ósérhæfð hugræn atferlismeðferð í hóp – íslenskur
meðferðavísir, þróun hans og árangursmat
Hafrún Kristjánsdóttir, Agnes Agnarsdóttir, Baldur Heiðar Sigurðsson, Chris Evans,
Daníel Þór Ólason, Engilbert Sigurðsson, Erik Brynjar Schwitz Erikson, Magnús
Blöndahl Sighvatsson, Jón Friðrik Sigurðsson, Paul Salkovskis
Bakgrunnur: Síðustu ár hafa hópmeðferðir verið þróaðar til þess að