Læknablaðið : fylgirit - 26.09.2014, Qupperneq 8
V . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 4
F Y L G I R I T 8 0
LÆKNAblaðið 2014/100 9
auka skilvirkni og hagkvæni í meðferð geðraskana. Mikill meirihluti
þessarahópmeðferða hafa verið sérhæfðar fyrir einstaka raskanir. Á
síðustu árum hefur áhugi á ósérhæfðum hópmeðferðum aukist, en
mörgum spurningum er ósvarað um árangur þeirra. Markmið rannsókn-
arinnar er að meta árangur ósérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar í
hóp (ÓHAM-H) fyrir fólk með þunglyndis og/eða kvíðaraskanir.
Efniviður og aðferð: Í fyrri hluta rannsóknarinnar tóku þátt 441 einstak-
lingar með tilfinningavanda, sem vísað var í 5 vikna ÓHAM-H. Árangur
meðferðar var mældur með Becks þunglyndis- og kvíðakvörðunum og
CORE-OM árangursmatslistanum. Í seinni hluta rannsóknarinnar tóku
þátt 233 einstaklingar, sem vísað var í 6 vikna ÓHAM-H. Árangur var
metin með PHQ-9 þunglyndiskvarðanum, GAD-7 kvíðakvarðanum og
kvörðum sem meta einkenni, felmtursröskunar ( PR), félagskvíða (LSAS
) og almennar kvíðaröskunar (PSWQ ).
Niðurstöður: Í fyrri hluta rannsóknar kom í ljós að þunglyndis- og
kvíðaeinkenni minnkuðu á meðferðartímanum. Ekki var samvirkni milli
greininga og lyfjahópa og endurtekinna mælinga, að því undanskildu að
meðferðin virtist gagnast þeim sem voru á SSRI/SNRI lyfjum betur en
þeim sem ekki voru á slíkum lyfjum. Í seinni hluta rannsóknarinnar
kom í ljós að sértæk og almenn einkenni minnkuðu á samskonar hátt á
meðferðartímanum.
Ályktun: ÓHAM-H er árangursrík fyrir fólk með mismunandi geðrask-
anir og notkun á algengum geðlyfjum truflar ekki árangur meðferðar-
innar. Einnig virðist meðferðin hafa áhrif á sértæk einkenni til jafns við
almenn einkenni og rennir það stoðum undir eiginleika hennar sem
ósértækar meðferðar.
14. Markviss fjölskyldustuðningur á bráðageðdeildum
Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir
Geðsviði Landspítala
Kannaður var ávinningur af innleiðingu stuttra meðferðarsamræðna
(SMS) við fjölskyldur bráðveikra einstaklinga með alvarlega geðsjúk-
dóma á bráðageðdeild Landspítala. Megin niðurstaða rannsóknarinnar
var að sjúklingar og aðstandendur í tilraunahópi sem fengu tvær til
fimm meðferðarsamræður upplifðu marktækt meiri stuðning en
samanburðarhópurinn. Nýir spurningalistar voru þróaðir út frá kenn-
ingarfræðilegum grunni Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkansins
til að meta ávinning innleiðingar. Próffræðilegir eiginleikar spurninga-
listanna voru metnir í þremur aðskildum gagnasöfnunum en úrtakið
í þeim öllum voru aðstandendur alvarlegra veikra einstaklinga. Nýju
mælitækin mæla annars vegar fjölskyldustuðning og hins vegar tilfinn-
ingalega fjölskylduvirkni í alvarlegum veikindum. Ein af forsendum
rannsóknar var að alvarlegur geðsjúkdómur hafi áhrif á alla í fjöl-
skyldunni. Hjúkrunarfræðingum á einni bráðageðdeild á Landspítala
voru kenndar stuttar meðferðarsamræður ásamt þjálfun og handleiðslu
í þeim. Í kjölfarið beittu þeir stuttu meðferðarsamræðunum á sjúklinga
og fjölskyldur þeirra (tilraunahópur). Samanburðarhópur á þremur
öðrum bráðageðdeildum, sjúklingar og aðstandendur þeirra, fengu
hefðbundna þjónustu. Einnig var viðhorf hjúkrunarfræðinga, starf-
andi á geðdeildum, metið með tilliti til þess að sinna aðstandendum
geðsjúkra. Í ljós kom að hjúkrunarfræðingar sem höfðu tekið þátt í
fræðslu- og þjálfunarnámskeiði í fjölskyldustuðningi fannst marktækt
minni byrði af að sinna aðstandendum en þeim sem ekki höfðu tekið
þátt í slíku námskeiði.
Draga má þá ályktun að kennsla, þjálfun og handleiðsla hjúkr-
unarfræðinga í stuttum meðferðarsamræðum á bráðageðdeildum bæti
þjónustuna við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Niðurstöður þessarar
rannsóknar hafa birst í fjórum ritrýndum greinum og einum ritrýndum
bókarkafla. Einnig verður stuttlega sagt frá undirbúningi rannsóknar-
áætlunar varðandi þverfaglegan fjölskyldustuðning á tveimur deildum
á endurhæfingu geðsviðs Landspítala sem byggir á áðurnefndri rann-
sókn.
15. Gagnsemi psychodýnamískrar meðferðar
Ísafold Helgadóttir
Geðsviði Landspítala
Psychodýnamísk meðferð er samtalsmeðferðarform sem byggir á
langri klínískri reynslu og heildstæðum kenningum um sjúklegt sálar-
líf (psychopathology) og er engin önnur hefð sem býður upp á jafnlanga
þjálfun í klínískri nálgun. Meðferðin hefur löngum verið gagnrýnd fyrir
skort á rannsóknarstuðningi fyrir gagnsemi hennar, líkt og önnur nýrri
form virðast hafa öðlast, einkum hugræn atferlismeðferð, sem býr yfir
þeim kostum með tilliti til rannsókna að vera tímabundin, með skýrar
markmiðasetningar og staðlaða uppbyggingu. Meðferðaraðilar hafa
fundið fyrir þörf á samtalsmeðferðarformi sem á við í flóknari tilvikum
og nær viðvarandi árangri og hefur m.a. verið horft á ný til dýnamískrar
meðferðar í því tilliti.
Markmið þessa fyrirlestrar er að kynna niðurstöður nýjustu rann-
sókna á virkni og gagnsemi psychodýnamískrar meðferðar við ýmsum
geðröskunum fullorðinna. Niðurstöður þeirra benda til að dýnamísk
meðferð er árangursrík meðferð og hefur áhrifastærðir sem jafnast á við
áhrifastærðir annarra rannsóknastuddra meðferða. Að auki virðast áhrif
meðferðarinnar vara lengi og í mörgum tilfellum aukast eftir að meðferð
lýkur. Fjallað verður um áhrif bæði skammtíma- og langtímameðferðar
og þau áhrif borin saman við áhrif annarra gagnreyndra meðferða
16. Einelti á vinnustöðum í 10 ár
Kristinn Tómasson
Vinnueftirlit Ríkisins
Í ári eru liðin 10 ár frá því reglugerð um einelti nr. 1000/2004 tók gildi en
hún er grundvölluð á lögum um vinnuvernd nr 46: 1980.
Með einelti er átt við ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg hátt-
semi, það er athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera
lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim
sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt
ofbeldi fellur hér undir. Undir þetta fellur ekki skoðanaágreiningur eða
hagsmunaárekstur.
Það er ljóst að til þess að einstaklingur ákveði að kvarta undan einelti
til opinbers aðila eru mál á því stigi að veruleg vanlíðan er til staðar hjá
einstaklingnum og vantrú á að vinnustaðurinn geti leyst vandamálið.
Það ber þó að undirstrika að vinnustaðir eiga að vera með áhættumat
og áætlun um hvernig á að taka á áhættum fyrir heilsu starfsmanna, þar
með talið einelti.
Alls eru 170 mál sem hafa borist Vinnueftirlitinu frá því að einelti
var skilgreint í lögum fram til loka árs 2013. Um 160 eru vegna einstakra
mála. Mál þessi eru í eðli sínu fjölbreytt, koma fyrir hjá einkafyrirtækjum
sem opinberum og í fjölbreyttum starfsgreinum. Mörgum þessara mála
fylgir lýsing á mikilli vanlíðan þess sem kvartar og að málin séu búin að
ganga lengi.
Byggt á þessu er mikilvægt að læknar þekki eðli og inntak vinnu-
staða eineltis og kunni að ráðleggja um viðbrögð og mikilvægi forvarna.