Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 9

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 9
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 9 1 Hölt börn á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á árunum 2006-2010 Bryndís Dagmar Jónsdóttir1, Sigurður Þorgrímsson1,2, Sigurveig Pétursdóttir1,3 Jón R. Kristinsson1,2,4 og Ásgeir Haraldsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Landspítali, 4Læknamiðstöð Austurbæjar bdj2@hi.is Inngangur: Helti er algengt vandamál hjá börnum og geta orsakir hennar verið margvíslegar. Það er aðallega þrennt sem fær börn til að haltra, verkur, máttleysi eða byggingargalli. Orsakirnar eru allt frá því að vera smávægilegar til þess að vera lífshættulegar og eru einkennin gjarnan svipuð hver sem ástæðan er. Helti er algeng ástæða komu á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og er því mikilvægt að þekkja þetta vandamál vel, helstu orsakir og úrlausnir. Markmið rannsóknar- innar var að fá skýra mynd af sjúklingahópnum. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn tilfellarannsókn sem náði til allra barna sem komu á BMB vegna helti á árunum 2006-2010 að báðum árum meðtöldum. Búinn var til listi með þeim ICD-10 grein- inganúmerum sem gætu tengst helti hjá börnum og allar sjúkraskrár með þeim greiningum skoðaðar. Fyrir hvern sjúkling voru skráðar upplýsingar um kyn, aldur, sjúkdómsgreiningu, dagsetningu komu og fjölda koma. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru komur á BMB 58.412 og reyndust 1238 þeirra vera vegna helti eða 2,12%. Drengir voru marktækt fleiri en stúlkur (p<0,001). Aldursdreifing kynjanna var ólík og grein- ingar mismunandi eftir aldri og kyni. Algengustu greiningarnar voru skammvinn hálahimnubólga í mjaðmarlið (31,6%), óskýrð helti (20,7%), tognun, festumein og mjúkpartavandamál mynduðu saman einn flokk (19,0%), liðbólgur (15,1%), graftarliðbólga (3,9%), beinsýking (3,8%) og brot (2,5%). Marktækur munur var á fjölda koma eftir árum (p<0,001) en ekki eftir mánuðum né árstíðum. Komurnar 1238 dreifðust á 893 börn. 660 börn komu einu sinni, 167 börn tvisvar sinnum, 38 börn þrisvar og 28 börn komu fjórum til átta sinnum á bráðamóttökuna. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að helti er algeng ástæða komu á BMB og orsakirnar fyrir henni eru fjölbreyttar. Algengasta orsökin var skammvinn hálahimnubólga í mjöðm og voru drengir marktækt fleiri bæði í aldursflokknum 0-6 ára og 7-12 ára sem samræmist erlendum rannsóknum. Athygli vekur að sýking í lið eða beini og brot var orsökin í aðeins 10% tilfella samanlagt en það eru þær greiningar sem hvað mest liggur á að greina ef barn kemur með helti á bráðamóttökuna. 2 Meðferð á lungnasjúkdómum fyrirbura með síblæstri Hafdís Sif Svavarsdóttir1, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins hss20@hi.is Inngangur: Helstu ástæður öndunarörðuleika fyrirbura eru vot lungu og glærhimnusjúkdómur. Fyrsta meðferð við þessum sjúkdómum er oftast í súrefnisgjöf og síblástur (Continuous Positive Airway Pressure, CPAP), sum börn þurfa þó á öndunarvélameðferð að halda. Alvarlegasti fylgikvilli síblástursmeðferðar er loftbrjóst. Markmið: Kanna þróun öndunaraðstoðar fyrirbura á vökudeild Barnaspítala Hringsins sl. 20 ár, að meta árangur síblástursmeðferðar og að finna áhættuþætti fyrir ófullnægjandi svörun við henni. Einnig að finna forspársþætti fyrir myndun loftbrjósts sem fylgikvilla síblásturs- meðferðar. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og annars vegar lýsandi rann- sókn sem náði til allar fyrirbura á tímabilinu 1993-2012 og hins vegar tilfella-viðmiðunarrannsóknir sem náðu til sama tímabils. Valdir voru tveir tilfellahópar: (1) 40 fyrirburar sem svöruðu síblástursmeðferð ekki með viðunandi hætti og þurftu því öndunarvélarmeðferð og (2) 17 fyrirburar sem fengu loftbrjóst sem fylgikvilla síblástursmeðferðar. Til viðmiðunar við báða tilfellahópana voru valin jafn mörg börn sem fengu áfallalausa síblástursmeðferð eingöngu, pöruð á meðgöngulengd, þyngd og fæðingarári. Niðurstöður: Marktæk aukning reyndist á notkun síblástursmeðferðar á rannsóknartímabilinu og samsvarandi samdráttur í notkun öndunarvéla- meðferðar og lungnablöðruseytis (surfactant). Glærhimnusjúkdómur reyndist sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þörf fyrir öndunarvélameðferð og myndun loftbrjósts. Tilfellahópar höfðu marktækt hærri súrefnisþörf á fyrstu klukkustundum lífs en viðmiðunarhópar, en ekki hærra pCO2 í blóði. Ályktanir: Samfara vaxandi notkun síblástursmeðferðar hefur dregið úr öndunarvéla- og surfactantmeðferð á Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Minnstu fyrirburarnir þurftu samt flestir á öndunarvélameð- ferð að halda. Glærhimnusjúkdómur virðist vera helsti áhættuþátturinn fyrir þörf á öndunarvélameðferð og myndun loftbrjósts hjá börnum á síblástursmeðferð. 3 Endurteknir verkir meðal íslenskra skólabarna 11-16 ára á 20 ára tímabili Guðrún Kristjánsdóttir Kvenna- og barnasvið Landspítala, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands gkrist@hi.is Inngangur: Fyrri rannsóknir sýna að endurteknir verkir í höfði, maga og baki séu algengir meðal skólabarna á aldrinum 11-16 ára á vestur- löndum. Rannsókn frá 2006 sýnir að hjá 15-16 ára börnum hefur vikulegt algengi hækkað marktækt á 17 ára tímabili. Tilgangur er að skoða þróun algengis bak-, maga- og höfuðverkja meðal íslenskra skólabarna á árunum 1989, 2006 og 2009 og hvernig kyn og aldur spilar saman með þeirri þróun. Efniviður og aðferð: Byggt er á gögnum úr landskönnunum um heilsu og lífskjör íslenskra skólanema 1989 (N=2073), 2006 (N=5697) og 2009 (N=7383). Rannsóknin tekur til 6. og 10. bekk. Spurt er um upplifaða maga-, höfuð-, og bakverki. Algengi er skoðað eftir samsetningu, kyni og aldri. Niðurstöður sýna að algengi vikulegra stakra verkja hefur aukist jafnt milli ára hjá 11-12 ára börnum og er höfuðverkur enn leiðandi í vikulegu algengi (’89/’06/’09 = 25,0/27,9/28,8%), síðan magaverkir (’89/’06/’09 = 23,1/24,5/26,4%), og loks bakverkir (’89/’06/’09 = 15,3/15,5/17,6%). Hjá 15-16 ára börnunum hefur vikulegt algengi allra verkja hækkað marktækt á þessum 20 árum en þó lækkað lítillega á árunum 2006-2009. Algengi höfuðverkja er árið 2009 32,6%, magaverkja 27,3% og bakverkir 25,8%. Algengi vikulegra stakra verkja hefur aukist og samsettir viku- legir verkir aukast frá árinu 1989 um helming fram til ársins 2006 en hafa haldist svipaðir og eru algengi tveggja verkja 25,3% og algengi þriggja vikulegra verkja 10,0% árið 2009. Ágrip veggspjalda

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.