Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Blaðsíða 10
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 10 LÆKNAblaðið 2013/99 Ályktanir: Erlendar rannsóknir sýna svipaða þróun. Þó tölur segi að lækkun hafi orðið milli ársins 2006-2009 á algengi verkja 15-16 ára barna er það enn að aukast hjá þeim yngri. Brýn þörf er á að fara í aðgerðir til að fækka börnum sem finna til verkja vegna þeirra þekktu afleiðinga sem það hefur fyrir lífsgæði og vellíðan þeirra að endurtekið finna til verkja. 4 Gigt í íslenskum börnum Gísli Gunnar Jónsson2, Sólveig S. Hafsteinsdóttir1, Guðmundur Vignir Sigurðsson3, Ásgeir Haraldsson1,2, Jón R. Kristinsson1,4 1Barnaspítali Hringsins Landspítali, 2Háskóli Íslands, 3Drottning Silvias barn- och ungdomssjukhus, 4Læknamiðstöð Austurbæjar solhaf@hotmail.com Inngangur: Juvenile Idiopathic Arthritis (JIA) er flokkur gigtsjúkdóma í börnum. Orsakir eru óþekktar. JIA er skipt í 7 undirflokka og helstu 3 flokkarnir eru fáliða-, fjölliða- og fjölkerfagigt. JIA getur valdið eyðingu liða og vaxtarfötlun. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, algengi, aldursdreifingu, kynjahlutfall og meðferðarþætti gigtsjúkdóma í börnum á Íslandi og bera saman niðurstöðurnar við erlendar rann- sóknir. Efniviður og aðferðir: Gerð var lýsandi afturskyggn rannsókn þar sem safnað var gögnum úr sjúkraskrám gigtveikra barna á Íslandi á árunum 1995 til og með 2009. Sjúklingarnir voru fundnir með því að leita í sjúkraskrárkerfi Landspítalans, Barnaspítala Hringsins og skrám Læknamiðstöðvar Austurbæjar. Ekki var gerð ítarleg skimun fyrir augnhólfsbólgu. Algengt er að vafi sé varðandi ýmis atriði, einkum upphaf einkenna. Tölfræðivinnslu var því skipt í tvo hluta, annars vegar tilvik sem engin vafi var um við skráningu og hins vegar tilvik þar sem vafaatriðin voru tekin með. Gerð var tilgátuprófun til að reikna marktækni milli kynja. Niðurstöður: Alls voru 172 börn sem fengu sjúkdómsgreiningu barnaliðagigtar á árunum 1995-2009. Fjölmennasti undirflokkurinn var fáliðagigt með 65,7 % einstaklinga. Fyrstu einkenni voru í flestum til- vikum í hné og ökkla. Nýgengið fór hækkandi eftir því sem leið á rann- sóknartímabilið en meðalnýgengi á tímabilinu var 16,3/100.000 börn yngri en 16 ára. Aldursdreifing nýgreindra tilfella nær þremur toppum. Flestir sjúklingarnir voru einungis meðhöndlaðir með BEYGL. Einungis fjórir einstaklingar fundust með fremri augnhólfsbólgu. Ályktanir: Nýgengið virðist vera hækkandi með árunum sem gæti bent til aukinnar skráningar á þessum sjúkdómum. Sterkur grunur leikur þó á að fleiri einstaklingar hafi fremri augnhólfsbólgu. 5 Hin þögla rödd: Fjölskylduhjúkrunarmeðferð fyrir feður barna- og unglinga með astma María Guðnadóttir1,2, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2,1 1Landspítali, kvenna- og barnasvið, 2HÍ, hjúkrunarfræðideild, mariagud@landspitali.is Inngangur: Árangur af fjölskylduhjúkrunarmeðferð á foreldra lang- veikra barna og unglinga hefur talsvert verið rannsakaður. Fáar rann- sóknir hafa þó kannað upplifun feðra. Markmið: Að meta árangur af fjölskylduhjúkrunarmeðferð, þar sem meðferðarsamtöl voru veitt af hjúkrunarfræðingum, til að kanna stuðn- ing mæðra og feðra langveikra barna með astma. Efniviður og aðferðir: Snið rannsóknarinnar var aðlagað tilraunasnið og hugmyndafræðin byggð á Calgary- fjölskyldumats- og meðferðarlíkan- inu. Fjölskyldumeðlimir voru 77 (31 móðir, 15 feður, 31 barn eða ung- lingur með astma). Af 15 feðrum sem tóku þátt, voru 6 í meðferðarhópi og 5 í samanburðarhópi sem svöruðu spurningalistum um upplifaðan stuðning hjúkrunarfræðinga við fjölskylduna, virkni fjölskyldunnar og lífsgæði fyrir og eftir tvö meðferðarsamtöl; á tíma 1 og tíma 2. Hér verður eingöngu greint frá upplifun feðra. Niðurstöður: Marktækur munur kom fram að feður barna með astma mátu lífsgæði og astmaeinkenni barnanna marktækt verri eftir með- ferðarsamræður samanborið við fyrir meðferðina. Feðrum fannst einnig erfiðara að segja heilbrigðisstarfsfólki hvernig barninu liði, spyrja um meðferð í tengslum við astmann og að útskýra astmaeinkenni barnsins fyrir öðrum. Þá kom fram, en ekki marktækt, að feður barna sem fengu meðferðarsamræður höfðu mun minni áhyggjur af aukaverkunum astmalyfja, virkni meðferðarinnar og astma barnsins eftir meðferð, samanborið við feður á tíma 2 í samanburðarhópi. Ályktanir: Rannsóknarniðurstöður benda til að feður barna með astma hafi fengið nýja innsýn í sjúkdóm barnsins eftir meðferðarsamræður og skynja betur áhrif sjúkdómsins á barnið og alvarleika astmaeinkenna. Meðferðarsamræður og fræðsla hafi minnkað áhyggjur feðra af meðferð barnsins, áhrifum astmalyfja og aukaverkana þeirra. 6 Útkoma gæðavísisins Endurinnlagnir - Tölfræðileg gæðastýring Hanna Kristín Guðjónsdóttir1, Ásta St. Thoroddsen1,2, Elín J. G. Hafsteinsdóttir1 1Landspítali, 2Háskóli Íslands hannakgu@landspitali.is Inngangur: Endurinnlagnir eru íþyngjandi fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Gæðavísar t.d. endurinnlagnir, geta gefið vís- bendingar um gæði og skort á gæðum sem og ranga notkun á úrræðum heilbrigðiskerfisins. Markmið: Að nota tölfræðilega gæðastýringu fyrir gæðavísinn endur- innlagnir. Aðferð: Gerð var afturskyggn rannsókn á gögnum inniliggjandi sjúk- linga >18 ára á Landspítala á sérgreinum lyf- og skurðlækninga árin 2008, 2009 og 2010 (N=47.513) til að finna gildi gæðavísis. Gerð voru stýririt fyrir sérgreinar sem fóru yfir meðaltal gæðavísis og efri og neðri stýrimörk ásættanlegra gæða voru reiknuð út frá gildum gæðavísis ársins 2008. Niðurstöður: Endurinnlagnir/gildi gæðavísis var 3,6-4,6% á skurðlækn- ingasviði og 6,3-8,3% á lyflækningasviði árin 2008-2010. Töluverð sveifla var á gæðavísinum endurinnlagnir en mismunandi var eftir sérgreinum hvort gildin fóru út fyrir stýrimörk eða héldust innan efri og neðri stýri- marka ásættanlegra gæða. Á lyflækningasviði fóru sérgreinarnar blóð- og hjartalyflækningar út fyrir stýrimörkin einhverja mánuði á árunum 2008, 2009 eða 2010. Á skurðlækningasviði fóru sérgreinarnar æða- skurð-, augn-, hjarta- og lungna- og þvagfæraskurðlækningar út fyrir stýrimörkin einhverja mánuði á árunum 2008, 2009 eða 2010. Misjafnt var eftir sérgreinum hversu lengi eða hversu oft gildi gæðavísis fór út fyrir viðmiðunarmörk stýriritanna. Algengast var að gildi gæðavísis færi út fyrir stýrimörk árið 2010 en þó fór hann einnig út fyrir stýrimörk á nokkrum sérgreinum árið 2009. Ályktun: Tölfræðileg gæðastýring er hentugt verkfæri til að vakta gæði í heilbrigðisþjónustu og greina vandamál, en lagar þau ekki. Stýririt tölfræðilegrar gæðastýringar fangar breytingar á endurinnlagnatíðni einstakra sérgreina og varpar sýn á þær breytingar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.