Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Side 11

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Side 11
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 11 7 Viðbótarvinnuálag á hjúkrunarfræðinga á kennslusjúkrahúsum Helga Bragadóttir1, Kathie Krichbaum2 1Hjúkrunarfræðideild Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 2University of Minnesota School of Nursing helgabra@hi.is Inngangur: Því meiri tíma sem hjúkrunarfræðingar hafa fyrir sjúklinga því betur reiðir þeim af. Raunin er þó sú að í vinnu hjúkrunarfræðinga felst fleira en að sinna sjúklingum og margt hefur áhrif og flækir vinn- una. Viðbótarvinnuálag er það sem hjúkrunarfræðingar skynja þegar ætlast er til að þeir axli ófyrirséða viðbótarábyrgð, jafnframt því að sinna fjölbreyttum skyldustörfum sínum innan þéttskipulagðra tímamarka. Markmið: Að meta viðbótarvinnuálag hjá klínískum hjúkrunarfræð- ingum á kennslusjúkrahúsum á Íslandi. Aðferðir: Rannsóknin er lýsandi og megindleg og var gögnum safnað á Landspítala og FSA með stöðluðum spurningalista um bakgrunns- breytur og 28 staðhæfingar um hvað stuðlaði að viðbótarvinnuálagi og hversu títt. Nothæf svör bárust frá 277 klínískum hjúkrunarfræðingum. Niðurstöður: Yfir 80% þátttakenda voru sammála því að eftirfarandi at- riði stuðluðu að viðbótarvinnuálagi hjá hjúkrunarfræðingum: umhverfi þar sem erfitt er um einbeitingu; tími þar sem erfitt er að forgangsraða innan tiltekinna tímamarka; líkamleg/andleg örmögnun hjúkrunarfræð- ings; kennsla/ leiðsögn hjúkrunarfræðinema/nýs hjúkrunarfræðings; mönnun þar sem mönnunarkerfi er ófullnægjandi. Meira en helmingur þátttakenda sagði öll 28 atriðin hafa stuðlað að viðbótarvinnuálagi hjá sér undangenginn mánuð. Þau algengustu voru: umhverfi; tími; mönnun; og skráning með nýjum, óhóflegum eða breyttum eyðublöðum og skráningarkerfi sem stofnunin krefst. Ályktun: Niðurstöður benda á ákveðin atriði viðbótarvinnuálags sem skoða þarf nánar og vinna með svo sem vinnuumhverfi, forgangsröðun verkefna, líðan hjúkrunarfræðinga, hlutverk þeirra á kennslusjúkrahús- um og mönnun. Mikilvægt er að greina viðbótarvinnuálag á hjúkrunar- fræðinga, eðli þess og umfang svo bregðast megi við því á réttan hátt. 8 Umfang og eðli lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna á Landspítala Hulda S. Gunnarsdóttir, Ásta S. Thoroddsen, Helga Bragadóttir Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítali huldsvgu@landspitali.is Inngangur: Þekkt er að hjúkrunarfræðingar gefa sjúklingum stundum lyf án þess að skrifleg fyrirmæli læknis liggi fyrir. Á Landspítala er slík lyfjagjöf skráð í rafræna lyfjaskráningarkerfið Therapy sem stök lyfjagjöf. Ástæða stakrar lyfjagjafar getur m.a. verið að lyfjagjöf þolir ekki bið og ekki næst í lækni, því tekur hjúkrunarfræðingur þá ákvörðun að velja og gefa lyf með öryggi og líðan sjúklings að leiðarljósi. Umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna er ekki þekkt. Markmið: Að varpa ljósi á umfang og eðli lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga á Landspítala sem eru án fyrirmæla lækna. Aðferðir: Rannsóknin var megindleg og lýsandi. Gögn um stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga fengust úr sjúkraskrám, úr rafræna lyfjaskráningarkerfinu Therapy frá heilbrigðis og upplýsingatæknisviði Landspítala. Gögn voru greind í Microsoft Excel með Power Pivot við- bót. Úrtak rannsóknar voru allar stakar lyfjagjafir sem eru skráðar af hjúkrunarfræðingum í Therapy á skurðlækningasviði, lyflækningasviði, geðsviði, og kvenna- og barnasviði á Landspítala árin 2010 og 2011. Niðurstöður: Fjöldi stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga var 63.454 árið 2010 og 69.132 árið 2011 sem var tölfræðilega marktæk aukning milli ára. Mest var ávísað úr N-flokki svo sem verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf og A-flokki svo sem ógleðistillandi og sýrubindandi lyf. Ályktun: Niðurstöður benda til þess að stakar lyfjagjafir hjúkrunar- fræðinga án fyrirmæla lækna séu umtalsverðar og úr ákveðnum lyfja- flokkum. Frekari rannsókna er þörf á ástæðum stakra lyfjagjafa hjúkr- unarfræðinga án fyrirmæla lækna, hvernig tryggja megi sem öruggasta og skilvirkasta lyfjameðferð sjúklinga á bráðasjúkrahúsi og hvort ástæða sé til að huga að breyttu verklagi eða reglum er lúta að ákveðinni lyfja- meðferð sjúklinga. 9 Að bera virðingu fyrir eigin vinnu - heilbrigt vinnuumhverfi í hjúkrun Ingibjörg Tómasdóttir1, Sigrún Gunnarsdóttir2, Helga Bragadóttir1,2 1Landspítali, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands iingibjo@landspitali.is Inngangur: Heilbrigt vinnumhverfi í hjúkrun er skilgreint sem starfs- vettvangur þar sem heilbrigði og velferð hjúkrunarfræðinga og há- marksgæði umönnunar sjúklinga er í fyrirrúmi. Markmið: Að greina hvað felst í heilbrigðu vinnuumhverfi í hjúkrun á bráðalegudeildum á Íslandi og hvaða umbætur styðja við það. Aðferðir: Rannsóknin var eigindleg með fjórum rýnihópaviðtölum við samtals 22 sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og hjúkrunardeildar- stjóra. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni um athuganir á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á bráðalegudeildum. Áður en rýnihópaviðtölin voru tekin voru niðurstöður fyrri athugana kynntar. Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi sem byggir á hug- myndafræðilíkani Sambands hjúkrunarfræðinga í Ontario (e. Registered Nurse´s Association of Ontario) um heilbrigt vinnuumhverfi. Viðtölin voru kóðuð, innihalds- og þemagreind. Niðurstöður: Úr svörum greindist meginþemað að bera virðingu fyrir eigin vinnu með undirþemunum; að bera virðingu fyrir a) sjúklingum, b) sjálfum sér og c) samstarfsfólki. Greind voru umbótaverkefni sem varða verklag, samstarf, skipulag á húsnæði, tækjabúnað, stoðþjónustu, mönnun og aðföng. Ályktun: Virðing fyrir eigin vinnu og umbótaverkefnin sem greind- ust, sýna að þátttakendur telja heilbrigt vinnuumhverfi í hjúkrun byggja á þáttum sem lúta að fagmennsku, skipulagi og samskiptum. Niðurstöðurnar samræmast rannsóknayfirliti RNAO um heilbrigt vinnuumhverfi. Mikilvægustu þættirnir eru; að starfsfólk beri virðingu fyrir hjúkrun og að vinnuumhverfið getur stutt eða hindrað gæði hjúkr- unar. Mikilvægi fagmennsku, klínískrar þekkingar og færni í hjúkrun, nýtingu sérfræðiþekkingar, samráðs og samskipta er undirstrikað. 10 Íslensk viðmið fyrir taugasálfræðipróf Brynja Björk Magnúsdóttir1, Ásmundur Pálsson2, Dorothea Pálsdóttir2, Haukur Ingimarsson2, Sólveig Rósa Davíðsdóttir1,3, Sunna Arnarsdóttir1,3, Sólveig Kristjánsdóttir3, Heimir Snorrason3, Engilbert Sigurðsson1,4 1Geðsvið Landspítala, 2Háskólinn í Reykjavík, 3Íslensk erfðagreining, 4Háskóli Íslands brynjabm@landspitali.is Inngangur: Samstarfsrannsókn Geðsviðs Landspítala, Íslenskrar erfða- greiningar og fleiri aðila á erfðum alvarlegra geðsjúkdóma og þrosk- araskana hefur staðið yfir síðan 2009. Víðtæk gögn fyrir um 900 heil- brigða einstaklinga í viðmiðunarhóp hafa safnast fyrir, meðal annars fyrirlagnir nokkurra algengra taugasálfræðiprófa. Ekki hafa áður verið lögð taugasálfræðipróf fyrir svo stóran og breiðan aldurshóp hérlendis og því mikilvægt að nýta þau gögn.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.