Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Side 16

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Side 16
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 16 LÆKNAblaðið 2013/99 23 Samskipti fagfólks við krabbameinssjúklinga um kynlíf. Árangur af innleiðingu krabbameinskynfræði á Landspítala Nanna Friðriksdóttir 1,2 Jóna Ingibjörg Jónsdóttir1, Þóra Þórsdóttir1, Þórunn Sævarsdóttir1, Sigríður Zoëga1, Ásgerður Sverrisdóttir1, Guðlaug Sverrisdóttir1, Guðmundur Vikar Einarsson1, Sigríður Gunnarsdóttir1,2 1Landspítali, 2Háskóli Íslands nannafri@landspitali.is Inngangur: Tíðni kynlífsvandamála hjá krabbameinssjúklingum er á bilinu 40-100% og þekkt er að fagfólk ræði sjaldan málefnið við sjúk- linga. Í árslok 2012 lauk tveggja ára verkefni sem hafði það meginmark- mið að þjálfa fagfólk í samskiptum við krabbameinssjúklinga um kynlíf. Klínískur kynfræðingur var ráðinn, komið var á samstarfi við lykilaðila á deildum sem sóttu vinnusmiðjur, fræðslufundir voru með starfsfólki, vasaspjöld um samskipti voru útbúin og sérstakur vefur verkefnisins var opnaður. Tilgangur: Kanna viðhorf og starfshætti hjúkrunarfræðinga og lækna í samskiptum við krabbameinssjúklinga um kynlíf. Aðferð: Hjúkrunarfræðingar og læknar á 10 deildum lyflækninga-, skurðlækninga- og kvennasviðs fengu sendan rafrænan spurningalista við upphaf (T1, N=206), eftir 11 mánuði (T2, N=216) og 17 mánuði (T3, N=210). Spurningalistinn þýddur og staðfærður, metur algenga starfs- hætti, viðhorf og mögulegar hindranir í samskiptum um kynheilbrigði/ kynheilsu. Niðurstöður: Svarhlutfall var 66% á T1, 45% á T2 og 38% á T3. Á öllum tímum var mikill meirihluti sammála því að það sé hluti af starfinu að ræða um kynlíf og kynheilbrigði við krabbameinssjúklinga. Á tímabilinu var marktæk aukning þeirra sem ræddu við sjúklinga um kynlíf og kynheilbrigði; afhentu sjúklingum fræðsluefni um kynlíf og sem höfðu frumkvæði að því að vísa sjúklingum til annarra fagaðila vegna kynlífs- vandamála. Aukningin var meiri hjá þeim sem höfðu sótt vinnusmiðju/ námskeið. Á tímabilinu varð marktæk aukning þeirra sem töldu sig hafa næga þekkingu og þjálfun í að ræða um kynlíf og meiri hjá þeim sem höfðu sótt vinnusmiðju/námskeið. Einungis 10-16% sögðust ræða að jafnaði við meira en helming sinna sjúklinga um málefnið. Þeir sem höfðu sótt vinnusmiðju töldu tímaskort og skort á einrými vera aðal- ástæður þess að málefnið væri oft ekki rætt, en þeir sem ekki höfðu sótt vinnusmiðju töldu skort á þjálfun og að málefnið væri ekki mikilvægt aðalástæðurnar. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að verkefnið hafi náð að bæta þekkingu og starfshætti hjá stórum hópi þátttakenda en fyrir minni hluta sjúklinga. 24 Fræðsluþarfir krabbameinssjúklinga í lyfja- eða geislameðferð og aðstandenda þeirra Nanna Friðriksdóttir 1,2, Þórunn Sævarsdóttir1 , Þóra Þórsdóttir1, Guðrún Sigurðardóttir1, Sigríður Gunnarsdóttir1,2 1Landspítali, 2Háskóli Íslands nannafri@landspitali.is Inngangur: Fræðsluþarfir krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra eru vel þekktar og fullnægjandi upplýsingar eru mikilvægar fyrir virka þátttöku þeirra í meðferð. Sjúklingar í lyfja- og geislameðferð á Landspítala fá munnlegar og skriflegar einstaklingsmiðaðar upplýsingar ásamt dagbók sem inniheldur blöðunga um meðferð, aukaverkanir, úrræði og þjónustu. Aðstandendur eru hvattir til að koma í viðtöl og fræðslu. Lítið er vitað að hve miklu leyti upplýsingaþörfum er mætt. Tilgangur: Kanna hvort dag- og göngudeildarsjúklingar í lyfja- eða geislameðferð og aðstandendur þeirra telji sig fá of litlar, fullnægjandi eða of miklar upplýsingar. Einnig að kanna ánægju með dagbókina, tækifæri og tíma, og aðstöðu til þess að ræða málin. Aðferð: Sjúklingum og aðstandendum þeirra sem komu í meðferð í janúar og nóvember 2011 og maí 2012 var boðið að svara spurningalist- anum Upplýsingaþarfir krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Hann samanstendur af 22 mikilvægum fræðsluþörfum þar sem merkt er við hvort veittar upplýsingar hafi verið of litlar, fullnægjandi, of miklar eða ekki viðeigandi. Þremur ánægjuspurningum er svarað á 4 stiga kvarða. Niðurstöður: Þátttakendur voru 363 sjúklingar og 65 aðstandendur. Í heild töldu >70% sjúklinga veittar upplýsingar fullnægjandi í 12 af 22 fræðsluþörfum og >70% aðstandenda töldu veittar upplýsingar full- nægjandi í 8 af 22 fræðsluþörfum. Flestir sjúklinga og aðstandenda (80-95%) töldu sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um sjúkdóm, rannsóknir, meðferð, aukaverkanir, hvert hafa eigi samband ef eitthvað kemur upp á og um stuðning utan spítala. 30-50% töldu sig hafa fengið of litlar upplýsingar um ýmsar þarfir tengdar sálfélagslegum þáttum, sjálfsumönnun og kynlífi. Marktækt fleiri aðstandendur en sjúklingar töldu sig hafa fengið of litlar upplýsingar um meðferð, sálræna líðan og úrræði, ásamt þjónustu sálfræðinga. Meirihluti (90%) bæði sjúklinga og aðstandenda var ánægður með krabbameinsdagbókina, tíma og aðstöðu til samtala. Ályktun: Niðurstöður gefa vísbendingar um sóknarfæri fyrir sjúklinga- fræðslu og samvinnu fagstétta. 25 Við hverju er lyfið? - Þekking fólks á tilgangi lyfjameðferðar sinnar Erla Hlín Henrysdóttir2, Anna I. Gunnarsdóttir1,2, Ástráður B. Hreiðarsson1 1Landspítali, 2lyfjafræðideild Háskóla Íslands tomasgud@landspitali.is Inngangur: Ákaflega mikilvægt er að fólk sem tekur lyf hafi skilning á tilgangi meðferðarinnar ekki síst til að auka meðferðarheldni og þar af leiðandi árangur meðferðar. Við það að taka lyfjasögu sjúklinga þá hafa lyfjafræðingar á Landspítala orðið þess áskynja að sjúklingar viti ekki alltaf ástæðu lyfjameðferðarinnar eða telja meðferðina vera við öðrum sjúkdómum en raunin er. Markmið: Að kanna þekkingu þátttakenda á tilgangi eigin lyfjameðferð- ar. Einnig var kannað hversu algengt væri að þátttakendur vildu hafa tilgang lyfjameðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfs og hvort þeir sem notuðu innöndunarlyf teldu sig hafa fengið kennslu í notkun þess. Aðferðir: Tekin voru viðtöl við 300 einstaklinga sem áttu bókaðan tíma á Innskriftarmiðstöð, Göngudeild sykursjúkra og Göngudeild lyflækn- inga á níu vikna tímabili frá janúar til mars 2012 á Landspítala. Þekking þátttakenda var könnuð með stöðluðum spurningalista, metinn eftir ákveðnum kvarða og tjáð í prósentum. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 58 ár (20-90 ára). Þekking á til- gangi eigin lyfjameðferðar var 81,8% +/- 22,9% (SD). Þekking minnkaði með aldri, 0,4% að meðaltali á ári (p<0.005). Fólk sem var í lyfjaskömmt- un hafði minni þekkingu á tilgangi eigin lyfjameðferðar en þeir sem ekki voru í skömmtun, 58,9% á móti 83,9%, en meðalaldur þeirra sem voru í lyfjaskömmtun var mun hærri ( 71,2 vs 56,4 ár). 78% þátttakenda voru fylgjandi því að hafa tilgang lyfjameðferðar skráð- an á skömmtunarmiða lyfsins. Af þeim 74 þátttakendum sem notuðu innöndunarlyf sögðust 26 ekki hafa fengið neina kennslu í notkun þess. Ályktun: Þekking fólks á tilgangi eigin lyfjameðferðar virðist allgóð. Allt má þó bæta og mikill meirihluti fólks vill að ábending lyfjameðferðar verði ávallt skráð á skömmtunarmiða lyfs. Bæta þarf kennslu í notkun innöndunarlyfja.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.