Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 18

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 18
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 18 LÆKNAblaðið 2013/99 veldur sjúkdómsbyrði og dauðsföllum. Hjarta- og æðasjúkdómar valda dauðsföllum í LLT og kerfisbólga finnst einnig í LLT sem bendir til þess að um kerfissjúkdóm sé að ræða. Takmörkuð vitneskja er um hjarta- og æðasjúkdóma í LLT en rannsóknir benda til þess að þeir séu algengir. Markmið: Að mæla kerfisbólgu og meta teikn um hjarta- og æðasjúk- dóma án inngripa í rannsóknarhópnum. Aðferðir: Fundnir voru einstaklingar með LLT í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES). Rannsóknarhópnum var skipt í fernt; þeir sem höfðu aldrei reykt og með eðlilegt blásturspróf (EB-AR), reykingafólk með eðlilegt blásturspróf (EB-R), einstaklingar sem höfðu aldrei reykt og með óeðlilegt blásturspróf (ÓB-AR) og reykingafólk með óeðlilegt blásturspróf (ÓB-R). Bólguboðefni (C-reactive protein (CRP), interleuk- in-6 (IL-6), hvít blóðkorn) voru mæld. Tilvist smá- og stóræðasjúkdóms var metin. Niðurstöður: ÓB-R hópurinn var með hæstu gildin af CRP og hvítum blóðkornum. Niðurstaðan var marktæk þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og líkamsþyngdarstuðli (LÞS). ÓB-R hópurinn var með mesta kalkið í kransæðum og ósæð. Þetta reyndist marktækt þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og fyrri sögu um hjartatengdan atburð. Mælingar á þykkt og skellum í hálsslagæð gaf svipaðar niðurstöður sem voru marktækar þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og notkun blóðfitulækkandi lyfja. Það reyndist vera marktækur munur á breytingum á hvítaefni við heilahólf. Aðrar mælingar á æðum í heila (merki um smáblæðingar eða blóðþurrð) voru ekki marktækar. Ályktun: Reykingamenn með LLT voru með meiri kerfisbólgu. Æðabreytingar sáust í brjóstholi en ekki í heila sem bendir til þess að LLT hafi helst áhrif á æðakerfið í nágrenni lungnanna. 30 Eldra fólk á bráðamóttöku, spáþættir útkomu. Niðurstöður úr fjölþjóðarannsókn InterRAI Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir1, Inga Dóra Kristjánsdóttir2, Hjördís Jóhannsdóttir2, Bára Benediktsdóttir2, Bryndís Guðjónsdóttir2, Ingibjörg Magnúsdóttir2, Sólrún Rúnarsdóttir2, Ólöf Guðný Geirsdóttir1, Pálmi V. Jónsson1,3 1 Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 2bráðamóttaka Landspítala, 3 læknadeild Háskóla Íslands olofgg@landspitali.is Bakgrunnur: Eldra fólk sem sækir bráðamóttökur er í aukinni áhættu á óhagstæðri útkomu samanborið við yngra fólk, svo sem andláti, færnitapi, langri sjúkrahúsdvöl, endurinnlögn og hjúkrunarheimilisdvöl. Markmið: Að greina og bera saman þætti sem gætu sagt fyrir um óhag- stæða útkomu eldra fólks á bráðamóttöku. Aðferð: Framvirk lýsandi rannsókn á fólki 75 ára og eldra (n=2282) sem sótti 13 bráðamóttökur í 7 löndum, metið af hjúkrunarfræðingum með því að fylla út skimtækið InterRAI fyrir bráðamóttökur. Niðurstöður: Einbúi (OR=1.75, p=<0.00), umönnunarálag ættingja (OR=1.67, p=0.01), göngulagstruflun (OR=2.15, p=<0.00) og áverki (OR=2.14, p=<0.00) útsettu eldra fólk fyrir langri sjúkrahúsdvöl. Óháð landi, spáði nýlegt ADL færnitap (persónuleg umhirða) (OR=2.19, p=<0.00) fyrir um þörf fyrir aukna þjónustu, oft hjúkrunarheimilisdvöl. Heimsókn á bráðamóttöku innan 30 daga (OR=1.95, p=<0.00), erfiðleikar við að ganga stiga (OR=1.90, p=<0.00) og sæmilegt eða lélegt sjálfsmat á heilsu (OR=1.91, p=<0.00) spáði fyrir um endurinnlögn á sjúkrahús í náinni framtíð. Ályktanir: Áhætta á óhagstæðri útkomu eftir heimsókn á bráðamóttöku er greinanleg með þokkalegri nákvæmni með því að greina algeng öldrunarheilkenni. Bæta mætti þeim áhættuþáttum sem hér eru greindir inn í rútínu upplýsingaöflun á bráðamóttöku, til dæmis með því að nota stöðluð skimtæki. Með því má stuðla að bættum ákvörðunum um úrlausnir fyrir eldra fólk sem leitar á bráðamóttöku. 31 Eldra fólk á bráðamóttöku. Niðurstöður úr fjölþjóðarannsókn InterRAI Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir1, Inga Dóra Kristjánsdóttir2, Hjördís Jóhannsdóttir2, Bára Benediktsdóttir2, Bryndís Guðjónsdóttir2, Ingibjörg Magnúsdóttir2, Sólrún Rúnarsdóttir2, Ólöf Guðný Geirsdóttir1, Pálmi V. Jónsson1,3 1Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 2bráðamóttaka Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands olofgg@landspitali.is Bakgrunnur:Eldra fólk sækir bráðamóttökur í sívaxandi mæli. Eldra fólk er að jafnaði með aldurstengdar breytingar, marga sjúkdóma og á fjölda lyfja. Markmið: Að lýsa færni og tilvist aldurstengdra einkenna (öldrunarheil- kenna) á 13 bráðamóttökum í 7 löndum, þar á meðal Íslandi. Aðferð: Framvirk lýsandi rannsókn á fólki 75 ára og eldra sem sótti bráðamóttökur, metið af hjúkrunarfræðingum með því að fylla út skim- tæki InterRAI fyrir bráðamóttökur. Niðurstöður: Metnir voru 2282 einstaklingar. Fyrir bráðaveikindi voru 46% háðir öðrum í amk einum þætti athafna daglegs lífs (ADL). Þetta hlutfall hækkaði í 67% við komu á bráðamóttöku. Á bráðamóttöku sýndu 26% merki um vitræna skerðingu og 49% voru ógöngufærir án eftirlits. Öldrunarheilkenni höfðu 48% fyrir bráðaveikindi en 78% við komu á bráðamóttöku. Ályktanir: Öldrunarheilkenni og færnitap hrjáði meirihluta eldra fólks sem leitaði á bráðamóttöku. Þessar upplýsingar ætti að leggja til grund- vallar við gerð verkferla og hönnunar á húsnæði fyrir bráðamóttökur. 32 Beinbrot í tengslum við lyfjanotkun Guðlaug Þórsdóttir1, Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir2, Elísabet Benedikz3, Magnús Jóhannsson2 1Öldrunardeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3bráðadeild Landspítala gudth@lsh.is Inngangur: Tíðni beinbrota eykst með hækkandi aldri og hefur alvar- legar afleiðingar fyrir einstaklinginn og samfélagið. Í forvarnarskyni er brýnt að greina áhættuþætti svo draga megi úr tíðni beinbrota. Mörg lyf auka byltuhættu og/eða hafa áhrif á efnaskipti beina. Markmið: Kanna tengsl lyfjanotkunar og beinbrota. Aðferðir: Um var að ræða aftursæa samanburðarrannsókn. Gögn úr Lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins einstaklinga >40 ára sem leystu út >90 DDD af neðangreindum lyfjum 12 mánuðum fyrir komu á bráðamóttöku Landspítala eða á einu almanaksári voru samkeyrð við beinbrotagreiningar úr rafrænni sjúkraskrá spítalans á tímabilinu 2002-2011. Ópíöt og benzódíasepín og skyld lyf (BZ) voru borin saman við gigtarlyf (NSAID), blóðfitulækkandi lyf (statin) og beta-blokka (BB). Einnig voru skoðaðir prótónpumpuhemlar (PPI) og H2-viðtakablokkar (H2). Niðurstöður: 22.891 brotnir einstaklingar greindust á rannsóknar- tímabilinu. Konur sem brotnuðu voru marktækt eldri en karlar og nær helmingi fleiri í öllum lyfjaflokkum nema statínum (um 15% fleiri). Þegar skoðað var áhættuhlutfall (OR) fyrir NSAID, BB og statín reyndist ekki marktækur munur m.t.t. beinbrota. BB liggja hins vegar á milli hinna lyfjaflokkanna og voru því notaðir sem viðmið. OR fyrir ópíöt, BZ, PPI og H2 miðað við BB sýndu um tvöfalda hættu á beinbrotum vegna töku ópíata, um 40 % aukna hættu vegna BZ og um 30% aukna hættu vegna

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.