Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Page 19

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Page 19
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 19 PPI. Marktæk aukning var á beinbrotum við töku ópíata, BZ og PPI miðað við töku BB (P<0.0005). Marktæk um 40% aukning var einnig á beinbrotum við töku ópíata miðað við BZ eða PPI. Ekki reyndist mark- tækur munur á hættu á beinbrotum milli BZ og PPI. Ályktun: Tengsl voru milli töku ópíata, BZ og PPI og beinbrota. Athygli vekur að hætta á beinbrotum var næstum jafnmikil við töku PPI og BZ. 33 Þýðing og forprófun á spurningalista Bandaríska verkjafræðafélagsins (APS-POQ-R) sem metur gæði verkjameðferðar Sigríður Zoëga1,2, Sandra E. Ward3, Sigríður Gunnarsdóttir1,2 Landspítali 1, Háskóli Íslands2, University of Wisconsin-Madison School of Nursing3 szoega@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir sýna að verkir eru algengir á sjúkrahúsum og hafa neikvæð áhrif á líðan og lífsgæði sjúklinga. Verkjameðferð er einn af lykilþáttum í heilbrigðisþjónustunni og ein leið sem hefur reynst gagnleg til að bæta gæði þjónustunnar er að meta árangur verkjameðferðar hjá sjúklingum. Til þess þarf áreiðanleg og réttmæt mælitæki. Markmið: Að þýða og kanna áreiðanleika og réttmæti endurskoðaðrar útgáfu af spurningalista Bandaríska verkjafræðafélagsins. Listinn sam- anstendur af 23 atriðum sem meta gæði verkjameðferðar hjá sjúklingum. Aðferðir: Listinn var þýddur og bakþýddur af tvítyngdum aðilum sam- kvæmt aðlöguðu líkani Brislin. Eldri útgáfa listans var höfð til hliðsjónar við þýðinguna. Gögnum var safnað á 23 legudeildum á Landspítala. Þátttakendur voru sjúklingar 18 ára og eldri sem legið höfðu inni í sólar- hring eða lengur, voru færir um þátttöku og höfðu verið með verki ≥1 á 0-10 skala síðasta sólarhringinn. Niðurstöður: Þátttakendur (N=143) voru á aldrinum 19-100 ára, meðal- dur var 66 ár (sf = 18 ár) og 51,4% voru konur. Það tók þátttakendur að meðaltali 12 mínútur (sf = 6,8) að fylla út listann og 77% fannst auðvelt að svara spurningunum. Tveimur atriðum, um þátttöku í meðferð og um verkjalyf, var bætt við listann samkvæmt ábendingum þátttakenda. Íslenska útgáfan inniheldur því 25 atriði. Staðfestandi meginþáttagrein- ing með varimax snúningi varð gerð til að kanna hugtakaréttmæti listans og sýndi hún fimm þætti svipaða og í bandarísku útgáfunni. Fjögur atriði minnkuðu hins vegar áreiðanleika listans og því var gerð kannanandi meginþáttagreining sem sýndi fjóra þætti: 1) styrk verkja og virkni, 2) aukaverkanir, 3) sálræna þætti og 4) svefn. Samtals skýrðu þættirnir fjórir 64,2% af dreifingunni og Cronbach‘s α var yfir .70 fyrir hvern þátt. Ályktun: Spurningalistinn reyndist fýsilegur í notkun og bæði áreiðan- leiki og hugtakaréttmæti listans var ásættanlegt. Íslensk útgáfa listans hefur sterka samsvörun við bandarísku útgáfuna. Hægt er að nota ís- lenska útgáfu spurningalista Bandaríska verkjafræðafélagsins til að meta gæði verkjameðferðar á íslenskum sjúkrahúsum. 34 Samantekt og samanburður á lyfjaávísunum við útskrift aldr- aðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkunar- og dvalarheimili Auður Alexandersdóttir2, Þórunn K. Guðmundsdóttir1, Anna I. Gunnarsdóttir1 1Landspítali, 2lyfjafræðideild Háskóla Íslands thorunnk@landspitali.is Inngangur: Á Íslandi fá íbúar á hjúkrunar- og dvalarheimilum lyf sín yfirleitt vélskömmtuð. Við útskrift af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili þurfa lyfjaupplýsingar að berast á milli þriggja aðila: sjúkrahúss, hjúkrunar- og dvalarheimilis og lyfjaskömmtunarfyrirtækis. Við hvern flutning er hætta á að ósamfella myndist í umönnun. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að athuga samræmi lyfjaávís- ana við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili. Aðferðir: Bornar voru saman lyfjaávísanir við útskrift af Landspítala við lyfjaávísanir á skömmtunarkortum fyrir einstaklinga 65 ára og eldri sem útskrifuðust yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili á árinu 2011. Borin voru kennsl á misræmi í ávísun fastra lyfja. Niðurstöður: Hlutfall tilfella með >1 lyfjamisræmi var 68,2%. Meðalfjöldi lyfjamisræma var 1,9 lyf. Hvorki kyn né aldur hafði marktæk áhrif á meðalfjölda lyfjamisræma. Algengustu misræmin voru úrfellingar (e. omission). Lyf af ATC-flokkum N (tauga/geðlyf), A (meltingarfæra/ efnaskiptalyf) og C (hjarta/æðasjúkdómalyf) höfðu flest misræmi. Virku efnin sem höfðu oftast lyfjamisræmi voru parasetamól, omeprazól, fjölvítamín, zópíklón og parasetamól/kódein. Tilfelli sem útskrifuðust af öldrunarlækningadeildum höfðu marktækt færri lyfjamisræmi en þau sem útskrifuðust af öðrum deildum (p<0,001). Allt að tvöfaldur munur var á hlutfall lyfjamisræma á milli mismunandi hjúkrunar- og dvalar- heimila. Áhættumat lækna á úrtaki lyfjamisræma sýndu að um 23% mis- ræma gætu valdið mikilli áhættu fyrir sjúklinga. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að misræmi sé á milli lyfjaávísana aldraðra við útskrift af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili. Ekki er þó hægt að vita hve stórt hlutfall lyfjamisræma eru meðvitaðar breytingar gerðar af læknum og hve stórt hlutfall eru vegna villa. 35 Súrefnismettunin mæld í æðum sjónhimnunnar með laser skanna augnbotnamyndavél Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1,2, Sveinn Hákon Harðarson1,2, Gísli H. Halldórsson3, Róbert A. Karlsson3, Þórunn S. Elíasdóttir2, Einar Stefánsson1,2 1Augndeild, Landspítali, 2læknadeild HÍ, 3Oxymap ehf. jvk4@hi.is Inngangur: Hægt er að mæla súrefnismettun í æðum sjónhimnunnar í mönnum án inngrips með mynd af sjónhimnuæðunum og vegna þess að litur blóðs er ólíkur eftir því hversu súrefnisríkt blóðið er. Markmið: Markmiðið var að þróa aðferð til þess að mæla súrefnismettun í æðum sjónhimnunnar með laser skanna augnbotnamyndavél (e.scann- ing laser ophthalmoscope, SLO). Aðferðir: Augnbotnamyndir voru teknar með SLO augnbotnamyndavél, Optomap 200Tx (Optos plc.). Augnbotnamyndavélin tekur myndir með tveimur bylgjulengdum, 532 og 633 nm, sú styttri er ónæm fyrir breytingum á súrefnismettun en hin næm. Myndirnar voru unnar með hugbúnaði, Oxymap Analyzer, sem greinir æðarnar í augnbotninum og reiknar út ljósþéttnihlutfall (ODR), en það er í öfugu hlutfalli við súrefnismettun. Myndir voru teknar af 11 heilbrigðum sjálfboðaliðum (34±9 ára, meðaltal±staðalfrávik). Að auki voru tvær aðferðir notaðar til þess að meta næmi aðferðarinnar: (1) innöndun á hreinu súrefni í 10 mín (n=2) og (2) mælingar á sjúklingum með miðbláæðarlokun og staðfesta súrefnisþurrð í sjónhimnuæðum (n=4). Niðurstöðu: Meðaltals súrefnismettun í slagæðlingum var 92%±13% (meðaltal±staðalfrávik) og 57%±12% í bláæðlingum. ( 1) Við innöndun á hreinu súrefni (n=2) hækkaði súrefnismettunin að meðaltali um 3% í slagæðlingum og um 39% í bláæðlingum. (2) Meðaltals súrefnismettun í bláæðlingum sjúklinga með miðbláæðarlokun var 23%±3% í sjúka auganu en 59%±3% í heilbrigða auganu. Ályktun: Greinilegur munur mældist á súrefnismettun milli slag- og bláæðlinga sjónhimnunnar. Aðferðin virðist vera næm á breytingar sem verða á súrefnismettun. Það er þó talsverður breytileiki milli einstaklinga samanber hátt staðalfrávik meðaltalanna. Þessar niðurstöður sýna að

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.