Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 20

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 20
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 20 LÆKNAblaðið 2013/99 SLO augnbotnamyndavél gæti vel nýst sem súrefnismettunarmælir fyrir æðar sjónhimnunnar. 36 Stöðlun súrefnismælinga í sjónhimnu og áhrif æðavíddar Sveinn Hákon Harðarson1,2, Sindri Traustason3, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1,2, Ólöf Birna Ólafsdóttir1,2, Þórunn Scheving Elíasdóttir2,4, Þór Eysteinsson1,2, Einar Stefánsson1,2 1Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala, 3Kaupmannahafnarháskóli / Sjúkrahúsið í Glostrup, 4hjúkrunarfræðideild H.Í. sveinnha@hi.is Inngangur: Talið er að súrefnisbúskapur sjónhimnu sé brenglaður í mörgum augnsjúkdómum. Rannsóknarhópurinn hefur notað eigin mælitækni til rannsókna á súrefnisbúskap sjónhimnu. Markmið: Að þróa og prófa staðlaða aðferð við mat á meðaltalssúrefnis- mettun í sjónhimnu auk þess að kanna samband æðavíddar og mettunar. Aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf., Reykjavík) tekur myndir af augnbotni með 570nm ljósi og 600nm ljósi samtímis. Sérstakur hug- búnaður greinir myndirnar og metur súrefnismettun í sjónhimnuæðum. Sjónhimnumyndir af tuttugu heilbrigðum sjálfboðaliðum (20-30 ára) voru mældar eftir staðlaðri aðferð. Blóðflæði í stærstu sjónhimnuæð- unum er háð fjórða veldi þvermálsins og var meðaltalsmettun vegin samkvæmt því. Að auki voru teknar tíu myndir í röð af sama auganu og stöðugleiki mælingarinnar skoðaður. Niðurstöður: Einfalt meðaltal súrefnismettunar var 93,0±3,0% (meðal- tal±stfrv.) fyrir slagæðlinga sjónhimnu og 60,7±4,5% fyrir bláæðlinga. Eftir að meðaltölin voru vegin með fjórða veldi æðavíddar var niður- staðan 92,4±3,6% (slagæðlingar) og 55,8±5,3% (bláæðlingar), sem eru marktækt lægri gildi en einföldu meðaltölin (p=0,04 fyrir slagæðlinga og p<0,0001 fyrir bláæðlinga). Staðalfrávik endurtekinna mælinga á sama auga var hæst 1,94 prósentu- stig (bláæðlingar, vegið meðaltal). Súrefnismettun í bláæðlingum minnkaði um 2,0 prósentustig fyrir hverja myndeiningu æðavíddar (≈9μm. p<0,0001) en ekkert marktækt sam- band var milli mettunar í slagæðlingum og víddar (0,3 prósentustig á myndeiningu, p=0,11). Ályktun: Ef meðaltal súrefnismettunar í sjónhimnuæðum er vegið með fjórða veldi æðavíddar (nálgun fyrir blóðflæði) fæst lægri mettun, einkum í bláæðlingum enda minnkar mettun með vídd bláæðlinga. Endurtakanleiki mælinga er vel ásættanlegur þótt vegið sé með fjórða veldi æðavíddar. 37 Lækkun á súrefnismettun í sjónhimnu vegna meginbláæða- lokunar Þórunn Scheving Elíasdóttir1,2,3, Sveinn Hákon Harðarson2,4, Davíð Þór Bragason2 Guðrún Kristjánsdóttir1,5, Einar Stefánsson2,4 1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands 2augndeild, Landspítali, 3svæfingadeild Landspítali í Fossvogi, 4læknadeild, Háskóli Íslands5 Barnaspítali Hringsins, Landspítali Netfang: thorunel@landspitali.is Inngangur: Meginbláæð sjónhimnunnar flytur allt bláæðablóð frá sjón- himnunni og getur blóðsegamyndun í meginbláæðinni (central retinal vein occlusion, CRVO) því skert blóðflæðið um alla sjónhimnu. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif meginbláæðalok- unar á súrefnismettun í sjónhimnuæðum og fá samanburð við súrefnis- mettun með fingurmæli. Aðferðir: Sjónhimnu-súrefnismælirinn samanstendur af augnbotna- myndavél, stafrænum myndavélum og ljósdeildi. Mælirinn tekur tvær myndir af sama svæðinu samtímis við 570nm og 600nm. Sérhannaður hugbúnaður velur síðan mælipunkta í slag- og bláæðlingunum og reiknar súrefnismettun blóðrauðans. Þátttakendur voru þægindaúrtak 12 einstaklinga með stíflu í meginbláæð, áður en meðferð hófst. Meðaltal súrefnismettunar í sjónhimnuæðum var reiknað í hvoru auga fyrir sig og niðurstöður súrefnismettunar í slagæðlingum borin saman við fingur- mælingar. Parað t-próf var notað við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöður: Meðaltal súrefnismettunar í bláæðlingum augna með bláæðalokun mældist 23±22% (meðaltal ± staðalfrávik) en 54±8% í hinu auganu til samanburðar (p=0,0001, n=12, parað t-próf). Meðaltal súrefns- mettunar í slagæðlingum augna með bláæðalokun mældist 94±6% en 97±6% í samanburðaraugum (p=0,15). Ekki reyndist marktækur munur á sjónhimnu- og fingurmælingum. Ályktanir: Súrefnismettun reyndist umtalsvert lækkuð í bláæðlingum augna með bláæðastíflu miðað við gagnstæð augu. Breytileiki bláæða- mettunar mældist verulegur bæði innan sama augans og á milli augna. Bláæðastífla hefur óveruleg áhrif á súrefnismettun í slagæðlingum. Lægri súrefnismettun í bláæðlingum bendir til að við bláæðastíflu aukist upptaka súrefnis á hverja rúmmálseiningu blóðs sem berst til sjónhimnu. 38 Blessuð sólin elskar allt - allt með kossi vekur. Dagleg inntaka lýsis kemur ekki í veg fyrir D-vítamínskort hjá heilbrigðisstarfsfólki Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir1, Martin I. Sigurðsson2, Douglas B. Coursin3, Kirk Hogan3, Gísli H. Sigurðsson1,4 1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Brigham & Women´s sjúkrahúsinu í Boston, Massachusetts, 3svæfingadeild háskólasjúkrahúsins í Madison, Wisconsin, 4læknadeild Háskóla Íslands sigskarp@landspitali.is Inngangur: D-vítamín hefur margvísleg áhrif í líkamanum og skortur á því hefur verið tengt aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, sýkingum og krabbameini svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir hafa sýnt að skortur á D-vítamíni er algengari við hærri breiddargráður enda er sólin þar ekki eins hátt á lofti og við lægri breiddargráður. Fleiri þættir en sólarljós skipta þó máli fyrir D-vítamínforðann. Þar má nefna fæðuval, viðbótar inntöku á D-vítamíni (t.d. lýsi) og notkun ljósalampa. Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt D-vítamínskort meðal margra heilbrigðisstétta. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi D-vítamínskorts hjá heilbrigðisstarfsfólki svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala. Efniviður og aðferðir: Sjálfboðaliðar úr hópi lækna og hjúkrunarfræð- inga á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala svöruðu spurningalista um neysluvenjur, ljósaböð og vinnutíma ásamt því að gefa blóðsýni til mælingar á D-vítamíni (25-hýdroxýkólekalsíferól D (25(OH)D)). Niðurstöður: Þátttakendur voru 106; 19 sérfræðilæknar, 47 svæfinga- hjúkrunarfræðingar, 4 almennir læknar og 36 gjörgæsluhjúkrunarfræð- ingar. Hópurinn skiptist í 90 konur (85%) og 16 karla (15%). D-vítamín inntaka var í formi: Fjölvítamíns (35%), D-vítamíns (44%) og lýsis (56%) en allt þrennt tóku 9% þátttakenda. Kjörgildi D-vítamíns er yfir 75 nmól/L samkvæmt leiðbeiningum Félags amerískra innkirtlasér- fræðinga. 75% þátttakenda reyndust vera með gildi undir þeim mörkum. D-vítamínskortur mældist hjá 36% þátttakenda (gildi < 50 nmól/L) og 9% þátttakenda voru með alvarlegan skort (gildi < 25 nmól/L). Ályktun: D-vítamínskortur er algengur meðal lækna og hjúkrunar- fræðinga þrátt fyrir að mikill meirihluti þeirra hafi tekið lýsi eða annað viðbótar D-vítamín daglega.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.