Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 21

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 21
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 21 39 Bráður nýrnaskaði á Íslandi 2008–2011; faraldsfræði, áhættu- þættir og afdrif sjúklinga með alvarlegan skaða Þórir Einarsson Long1, Martin Ingi Sigurðsson2, Ólafur Skúli Indriðason3, Kristinn Sigvaldason3, Gísli Heimir Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 svæfinga og gjörgæsludeild og 3nýrnalækningaeining Landspítala. gislihs@landspitali.is Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengt vandamál sem útheimtir kostnaðarsama og erfiða meðferð og hefur háa dánartíðni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði BNS, og áhættuþætti og afdrif sjúklinga sem fengu alvarlegan BNS á Landspítala. Efniviður og Aðferðir: Skrifað var forrit til að flokka alla einstaklinga sem áttu kreatínínmælingu í gagnagrunni rannsóknarstofu LSH frá janúar 2008 til ársloka 2011 með tilliti til BNS samkvæmt RIFLE skil- greiningunni. Forritið flokkaði einstaklingana í áhættu (risk; R), sköddun (injury; I) og bilun (failure; F) eftir alvarleika skaðans samkvæmt RIFLE skilmerkjum. Áhættuþættir, mögulegar orsakir og afdrif voru könnuð fyrir sjúklinga með BNS á F stigi. Niðurstöður: Alls fundust 349.320 kreatínínmælingar fyrir 74.960 full- orðna einstaklinga og áttu 17.693 þeirra einnig grunngildi. Af þeim fengu 3.686 (21%) BNS á tímabilinu, 2.077 (56%) á R stigi, 840 (23%) á I stigi og 769 (21%) á F stigi. Fleiri konur fengu R og I en fleiri karlar F (p< 0,001). Mögulegar orsakir fyrir BNS hjá sjúklingum með BNS af F stigi voru í 22% tilvika skurðaðgerð, 23% lost, 14% sýklasótt, 32% blóðþrýstingsfall tengt hjarta-og æðakerfi, 10% blæðingar, 27% öndunarbilun og 7% höfðu lent í slysi. 61% sjúklinga tóku lyf sem jók áhættu á BNS. Alls fengu 11% blóðskilunarmeðferð og fimm sjúklingar (0,7%) þurftu blóðskilun í meira en 90 daga. Eins árs lifun sjúklinga á F stigi var 52%. 40 Afdrif og horfur sjúklinga með mjaðmarbrot á Landspítala Kristófer Arnar Magnússon1, Gísli H. Sigurðsson1,2, Jóhanna M. Sigurjónsdóttir2, Yngvi Ólafsson3, Brynjólfur Mogensen1,4, Sigurbergur Kárason1,2 1Læknadeild HÍ, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3bæklunardeild og 4bráðamóttökudeild Landspítala kam9@hi.is Inngangur: Mjaðmarbrot er algengur áverki meðal aldraðra, fylgikvillar eru tíðir og dánartíðni há. Markmið rannsóknarinnar var að kanna afdrif, meðferð og horfur þessa sjúklingahóps. Efni og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum, 60 ára og eldri, sem mjaðmarbrotnuðu og gengust undir skurðaðgerð á Landspítala frá, 1. jan - 31. mars 2011 og fylgt eftir í eitt ár. Gögnin voru fengin úr sjúkraskrám Landspítalans. Niðurstöður: 59 einstaklingar, 60 ára og eldri mjaðmarbrotnuðu á tímabilinu. Meðalaldur var 82±9 ár, karlar 41%, 81±9 ár og konur 59%, 83±8 ár. Meðalbiðtími eftir aðgerð var 21±12 klst sem fór fram utan dag- vinnutíma í 80% tilvika. Meðallegutími á bæklunardeild var 10±10 dagar. 66% sjúklinga bjuggu í heimahúsi fyrir brot, 25% útskrifuðust beint heim en 51% komust heim að lokum (p=0.0001). 12% dóu innan eins mán- aðar, 20% innan 6 mánaða og 22% innan árs frá aðgerð. Dánartíðni var marktækt hærri hjá þeim sjúklingum sem þjáðust af taugasjúkdómi við innlögn (p=0,04), höfðu hærri ASA flokkun (p=0,001), höfðu einhverja fylgikvilla á bráðamóttöku (p=0,03) eða í aðgerð (p=0,049) og þurftu langa legu á vöknunardeild (p=0,02). Ályktanir: Meðalaldur þeirra sem mjaðmarbrotna er svipaður hér á landi og erlendis en hlutfall karla hærra. Meðalbiðtími eftir aðgerð er innan marka erlendra gæðastaðla og meðallegutími er einnig sambæri- legur. Dánartíðni hópsins er sambærileg við erlendar rannsóknir en tölu- vert hærri en gerist í sama aldursþýði á Íslandi. Marktækt færri bjuggu heima eftir að hafa brotnað en fyrir brot. Mjaðmarbrot hafa því alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn og eru krefjandi fyrir samfélagið. 41 Næmni greiningarprófa í bráðri storkusótt Einar Hjörleifsson1, Martin Ingi Sigurðsson2, Páll Torfi Önundarson3, Brynja R. Guðmundsdóttir3 Gísli Heimir Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svæfinga og gjörgæsludeild og 3blóðmeinafræðideild Landspítala gislihs@landspitali.is Inngangur: Bráð blóðstorkusótt (Disseminated Intravascular Coagulation (DIC)) er sjúkdómsástand sem fylgir sjúkdómum sem valda kerfisbundinni espun á blóðstorku. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða forspárgildi prótein C, antiplasmin og antithrombin mælinga og skoða samband þeirra við dánartíðni og versnandi sjúkdómsástand. Einnig var kannað nýgengi DIC á Íslandi á árunum 2004-2008 og horfur sjúklinga með DIC. Efni og aðferðir: Teknar voru saman allar blóðprufur á LSH þar sem antiplasmin var mælt á árunum 2004-2008 sjúklinga eldri en 17 ára og þær stigaðar eftir ISTH stigunarkerfi fyrir DIC. Prótein C, antithrombin og antiplasmin mælingum var svo raðað í tímaröð til að skoða hvort meðaltöl þeirra skildust að fyrir greiningu DIC á milli sjúklingahópa. Auk þess voru 92 sjúklingar sem höfðu fengið antiplasmin mælingu en uppfylltu ekki skilmerki fyrir DIC valdir í samanburðarhóp (DIC-). Niðurstöður: Af þeim 92 sjúklingum sem greindust með DIC voru 90 með greinanlegan undirliggjandi sjúkdóm sem tengdist DIC. Nýgengi var 8 sjúklingar á ári á 100 þúsund íbúa. Sjúklingar sem fengu DIC höfðu marktækt verri lífslíkur en samanburðarhópurinn. Prótein C og antit- hrombin gildi sjúklinga með DIC voru marktækt lægri 3 dögum fyrir greiningu DIC en antiplasmin gildi voru ekki marktækt lægri fyrir grein- ingu DIC. Prótein C sýndi mest næmi og sértækni við greiningu DIC og einnig forspárgildi fyrir greiningu DIC innan þriggja daga. Prótein C hafði mesta tengingu við RIFLE stigun. Ályktanir: Prótein C, antithrombin og antiplasmin er hægt að nota til að meta hvort sjúklingur er með DIC. Prótein C og antithrombin er hægt að nota til að meta hvort sjúklingur sé líklegur til að fá DIC áður en ástandið greinist. 42 Skömmtun warfaríns samkvæmt Fiix-próthrombín tíma (Fiix-PT/ Fiix-INR) eykur tíma innan meðferðarmarka og fækkar skammta- breytingum warfaríns Brynja R. Guðmundsdóttir1, Davíð O. Arnar2, Einar S. Björnsson3, Magnús K. Magnússon5, Ólafur S. Indriðason4, Kristin Á Einarsdóttir1 , Gunnhildur Magnúsdóttir1, Brynjar Viðarsson1, Charles W. Francis6, Páll T. Önundarson1,5 1Landspítali, blóðmeinafræðideild, 2 hjartadeild, 3meltingardeild og 4nýrnadeild Landspítala, 5Háskóli Íslands, læknadeild, 6University of Rochester Medical Center, Rochester, New York brynjarg@landspitali.is Inngangur: Blóðsegar og alvarlegar blæðingar hjá sjúklingum á warf- aríni eru algengastar þegar hlutfall meðferðartíma innan meðferðar- marka (time within target range; TTR) er lágt. Skýringin er sveiflukennt PT-INR, sem stafar m.a. af mjög stuttum helmingunartíma storkuþáttar (F) VII. Tilraunir hafa hins vegar sýnt að sveifla á FVII, sem hefur mikil áhrif á INR hefur yfirleitt lítil áhrif á þrombinmyndun, sem er aðallega háð virkni FII og FX. Við höfum því þróað nýjan próþrombíntíma (PT), þ.e. Fiix-PT, sem er aðeins næmur fyrir FII og FX. FII og FX hafa miklu lengri helmingunartíma og er mælingin því stöðugri en PT. Markmið: Tilgáta okkar er sú, að skömmtun byggð á Fiix-PT (Fiix-INR)

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.