Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Page 23

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Page 23
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 23 og EORCT QLQ-CR29 eru staðlaðir lífsgæðalistar þar sem spurt er um almennt viðhorf til heilsu og um einkenni frá endaþarmi eða stóma. Þriðji listinn innihélt starfrænar spurningar hannaðar af rannsóknarað- ilum. Niðurstöður EORTC listans eru ekki birtar núna. Niðurstöður: Svör bárust frá 83 (78%), 45 körlum (54%) og 38 konum (46%). Meðalaldur við aðgerð var 45 ár (10-91 ár). Fjörtíu og fjórir höfðu ileostóma (53%), 28 garnapoka (J-Poka) (34%) og 11 tengingu mjógirnis í endaþarm (13%). Samkvæmt SF36 höfðu þeir sem fóru í ristilbrottnám heldur lakari lífsgæði en viðmiðunarhópur. Meðal sjúklinga þar sem endaþarmur var fjarlægður lýstu 37% breytingum á þvaglátum og 46% á kynlífi eftir aðgerð. 75% sjúklinga með innri garnapoka lýstu hægðaleka en hann er vægur skv. Wexner scala hjá 74%. Ályktanir: Algengt er að breytingar verði á þvaglátum og kynlífi eftir aðgerð þegar endaþarmur er fjarlægður. Hægðaleki hjá þeim sem fá garnapoka virðist mun algengari en búist var við. Þeir sem fóru í ristilbrottnám höfðu heldur lakari lífsgæði en almennt þýði. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægar þegar verið er að upplýsa sjúklinga um aðgerðarmöguleika til dæmis hvort velja eigi garnaraufun eða garnapokaaðgerð. 46 Vitræn geta og heilarit eftir kransæðahjáveituaðgerð Magnús Jóhannsson1,3, Tómas Guðbjartsson2,5, Lilja Ásgeirsdóttir 2, Ásdís Emilsdóttir1, Tómas Andri Axelsson5, Kristinn Johnsen1, Jón Snædal4 1Mentis Cura ehf, 2 hjarta- og lungnaskurðdeild, 3geðsvið og 4öldrunarlækningadeild Landspítala, 5 Læknadeild HÍ magnusj@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að vitræn skerðing, einkum minn- istruflanir, geta fylgt opnum hjartaaðgerðum. Tíðni vitrænnar skerðingar er þó mjög breytileg eftir rannsóknum, frá 33% til 83% tilfella. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa betur þessum breytingum og skoða tengsl þeirra við heilalínurit. Sýnt hefur verið fram á að heilarit getur meðal annars endurspeglað starfsemi kólínvirka kerfisins sem hefur mikla sam- svörun við vitræna skerðingu. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn sem náði til 21 sjúklings (meðalaldur 65 ár, bil: 41-72, 18 karlar) sem gengust undir kransæðahjá- veituaðgerð með eða án hjarta- og lungnavélar (CABG/OPCAB) á ár- unum 2010-2012. Meðal aðgerðartími var 238 mínútur og EuroSCORE1 2,5%. Gert var taugasálfræðilegt mat fyrir aðgerð og 3 og 12 mánuðum eftir aðgerð til að meta vitræna getu ásamt þunglyndis- og kvíðakvarða. Heilarit var skráð samliða. Úr heilaritunum var virkni kólínvirka kerfis- ins metin á tilbúnum kvarða frá 0-140 (miðgildi 80), þar sem hærra gildi gefur til kynna aukna kólínvirkni. Kólínvirknistuðull (KS) var reiknaður fyrir hverja heimsókn. Breytingar voru metnar með bootstrap aðferð og t-prófi. Niðurstöður: Flestir sjúklingar sem mældust með lágan KS fyrir aðgerð hækkuðu eftir aðgerð, en flestir með háan stuðul lækkuðu og voru breyt- ingarnar marktækar (p<10-5). Fylgni var á milli KS og þriggja taugasál- fræðiprófa; kennsla- og vinnsluminni (p<10-3) og mál/orðaflæði (p<10- 3). Einnig sást marktæk fylgni milli KS og EuroSCORE (p<10-5). Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa til kynna tengsl kólínvirknistuðuls við breytingar á vitrænni getu í kjölfar kransæðahjáveituaðgerða. Um er að ræða nýjan forspárþátt sem getur nýst við mat á afleiðingum aðgerðar og stjórnun lyfjameðferðar fyrir og eftir aðgerð. 47 Kjarnhiti sjúklinga og hitastjórnun við opnar og lokaðar skurð- aðgerðir Þórunn Kjartansdóttir1, Gísli Vigfússon1, Margrét Felixdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2 1Skurðlækningasviði Landspítala Hringbraut. 2læknadeild Háskóla Íslands tomasgud@landspitali.is Inngangur: Þekkt er að hitatap við aðgerðir getur aukið hættu á blæð- ingum og sýkingum. Því er virk hitastjórnun í aðgerðum mikilvæg. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman hita sjúklinga við opnar og lokaðar aðgerðir og um leið hvernig hitastjórnun var háttað í aðgerðum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn og náði til 131 sjúklinga (57 karlar, 43,5%) sem gengust undir opnar eða lokaðar aðgerðir á Landspítala á þriggja mánaða tímabili 2012. Borinn var saman kjarnhiti í opnum aðgerðum (n=46) og lokuðum aðgerðum (n=85). Kjarnhiti var mældur í vélinda í upphafi og lok aðgerðar síðan á 15 mín fresti 5 sinnum í aðgerð. Umhverfishiti var mældur á sömu tímapunktum. Notkun virkrar hitastjórnunar var skráð. Niðurstöður: Í opnu aðgerðunum voru framkvæmdar 29 kviðarðagerðir, 4 brjóstholsaðgerðir 3 opnar blöðruhálsaðgerðir og 10 nýrnaaðgerðir en í lokuðum aðgerðum 74 kviðsjáráðgerðir (göll) og 11 lokaðar blöðru- hálsaðgerðir. Kjarnahiti í upphafi opinna og lokaðra aðgerða var svip- aður (36,1°C vs. 36,3°C). Hiti í lok aðgerðar var 36,3°C í opna hópnum og 35,9°C við lokaðar aðgerðir. Virkri hitun var beitt í 56% tilfella við opnar aðgerðir en í 12% tilfella við lokaðar aðgerðir. Á aðgerðartíma lækkaði umhverfishiti lítillega í báðum hópum. Virkri hitastjórnum var beitt 11 sinnum við lokaðar aðgerðir(hitapoki 7, hitablásari 4) og 26 sinnum við opnar aðgerðir (hitapoki 6, hitablásari 20). Ályktun: Hiti lækkaði meira við lokaðar en opnar skurðaðgerðir þar sem virkri hitastjórnun var mun oftar oftar beitt í síðarnefnda hópnum. Bæta má hitastjórnun við lokaðar aðgerðir á Landspítala. 48 Alvarlegir stóræðaáverkar á Íslandi Bergrós K. Jóhannesdóttir1, Brynjólfur Mogensen2,5, Hjalti Már Þórisson3, Karl Logason4,5, Tómas Guðbjartsson1,5 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2bráðasvið, 3röntgendeild og 4æðaskurðdeild Landspítala. 5læknadeild Landspítala tomasgud@landspitali.is Inngangur: Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að skoða í fyrsta skipti hjá heilli þjóð árangur meðferðar við stóræðaáverkum yfir 12 ára tímabil. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem hlutu stóræðaáverka í kjölfar slyss og þurftu á gjörgæslumeðferð að halda á Íslandi frá 1. jan. 2000 til 31. des. 2011. Leitað var í rafrænum gagnagrunni Landspítala og stærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Skráð var tegund áverka, meðferð og ábending skurðaðgerðar, legutími, magn blóðgjafa og afdrif (lifun) sjúklinga. Niðurstöður: Alls hlutu 23 einstaklingar 35 æðaáverka (~0,03% af alvar- legum bráðakomum á slysadeild Landspítala). Um var að ræða 18 slys, 3 morðtilraunir og 2 sjálfskaða. Meðalaldur var 44 ár (bil: 19-76), 83% voru karlar. Fimmtán hlutu sljóan áverka, oftast eftir bílslys á höfuðborgar- svæðinu, og 8 ífarandi áverka. Áverkar á brjósthol (n=7) og efri útlimi (n=5) voru algengastir og ósæð (n=6) og upparmsslagæð (n=4) urðu oftast fyrir áverka. Í 86% tilfella var þörf á opinni aðgerð en 3 sjúklingar voru einungis meðhöndlaðir með stoðneti sem komið var fyrir í æða- þræðingu. Miðgildi blóðtaps voru 3 lítrar (bil: 0,5-55), og voru miðgildi gefna eininga af rauðkornaþykkni 9 (bil: 3-156). Miðgildi sjúkrahúslegu voru 13 dagar (bil: 0-112) og létust 4 innan 30 daga (17%), þar af 3 í að- gerð. Af 18 sjúklingum sem lifðu áverkann voru 8 sem hlutu viðvarandi mænu- eða taugaskaða en hinum 10 farnaðist vel.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.