Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 24

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Qupperneq 24
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 24 LÆKNAblaðið 2013/99 Ályktanir: Stóræðaáverkar eftir slys eru sjaldgæfir á Íslandi. Áverkar á æðar í brjóstholi og axlarsvæði eftir umferðarslys eru algengastir. Þrátt fyrir tiltölulega fá tilfelli þá lifðu 78% sjúklinganna af sem telst mjög góður árangur við svo alvarlega áverka. 49 Nýrnastarfsemi er betur varðveitt eftir hlutabrottnám en heildar- brottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabbameins Elín Maríusdóttir1,4, Eiríkur Jónsson1, Sverrir Harðarson2, Vigdís Pétursdóttir2, Valur Þór Marteinsson3, Guðmundur Vikar Einarsson1, Tómas Guðbjartsson1,4 1Þvagfæraskurðdeild Landspítala, 2Ransóknarstofa Háskóla Íslands í meinafræði, 3skurðdeild Sjúkrahúss Akureyrar, 4læknadeild HÍ tomasgud@landspitali.is Inngangur: Langvinn nýrnaskerðing er þekktur fylgikvilli brottnáms á nýra. Því hefur færst í vöxt að framkvæma hlutabrottnám þegar um lítil nýrnafrumukrabbamein er að ræða. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman nýrnastarfsemi og lifun eftir hluta- og heildarbrottnám á nýra. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir hlutabrottnám vegna nýrnafrumukrabbameins á Íslandi 2000-2010, (n= 44, meðalaldur 60 ár, 64% karlar). Í samanburðarhópi voru 44 sjúklingar (meðalaldur 65 ár, 52% karlar) á sama TNM-stigi og höfðu sama ár gengist undir heildarbrottnám á nýra. Reiknaður var út gaukulsíunarhraði (GSH) og forspárþættir nýrnaskerðingar metnir með fjölbreytugreiningu. Miðgildi eftirfylgdar voru 44 mánuðir. Niðurstöður: Lítil æxli (<4cm) voru ábending hlutabrottnáms í 64% til- fella en 16% sjúklinga höfðu stakt nýra og önnur 16% þekkta nýrnaskerð- ingu. Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar TNM- stig og tímalengd eftirfylgdar. Meðalaldur og ASA-flokkun var hins vegar hærri í við- miðunarhópi. Staðbundin endurkoma krabbameins greindist ekki í hóp- unum. GSH fyrir aðgerð var sambærilegt í báðum hópum en marktækt hærra 6 mánuðum frá aðgerð í hlutabrottnámshópi (59 mL/mín sbr. 45 mL/mín (p < 0,001). Fjölbreytugreining sýndi að heildarbrottnám lækk- aði GSH (-12.6 mL/1.73 m2, p < 0.001) og áhættan á langvinnri nýrna- skerðingu var aukin (OR = 3.07, 95% CI 1.03–9.79, p = 0.04), samanborið við hlutabrottnám. Fimm ára lifun var 100% eftir hlutabrottnám og 65% eftir heildarbrottnám (p <0.001). Ályktanir: Gaukulsíunarhraði var marktækt lægri eftir heildarbrottnám og áhættan á langvinnri nýrnaskerðingu þrisvar sinnum meiri en við hlutabrottnám. Niðurstöður benda til þess að hlutabrottnám verndi nýrnastarfsemi án þess að auka endurkomutíðni krabbameins. 50 Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarloku- þrengsla á Íslandi Daði Helgason1, Sindri Aron Viktorsson1, Andri Wilberg Orrason1, Inga Lára Ingvarsdóttir3, Sólveig Helgadóttir3, Arnar Geirsson2, Ragnar Danielsen4, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild og 4hjartadeild Landspítala dah14@hi.is Inngangur: Bráður nýrnaskaði er alvarlegur og tíður fylgikvilli eftir opnar hjartaaðgerðir. Tilgangurinn var að kanna tíðni og áhættuþætti bráðs nýrnaskaða eftir ósæðarlokuskipti. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 367 sjúk- linga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi á árunum 2002-2011. Skráðar voru klínískar upplýsingar, aðgerð- artengdir þættir, snemmkomnir fylgikvillar og dánartíðni innan 30 daga. Nýrnaskaði eftir aðgerð var metinn samkvæmt RIFLE skilmerkjum. Niðurstöður: 81 einstaklingur fékk nýrnaskaða eftir aðgerð (22%), þar af höfðu 36 skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (GSH <60 mL/min/1,73 m2). 38 sjúklingar féllu í RISK-, 29 í INJURY- og 14 í FAILURE-flokk. Alls þurftu 18 sjúklingar skilunarmeðferð eftir aðgerð, oftast (89%) Prisma-meðferð á gjörgæslu. Dánarhlutfall innan 30 daga var 19% hjá sjúklingum með nýrnaskaða borið saman við 2% hjá viðmiðunarhópi (p<0,01). Af alvarlegum fylgikvillum voru hjartadrep (28% sbr. 9%, p<0,01), fjöllíffærabilun (42% sbr. 2%, p<0,01) og enduraðgerðir vegna blæðinga (30% sbr. 11%, p<0,01) algengari hjá sjúklingum með nýrnask- aða. Af minniháttar fylgikvillum voru lungnabólga (31% sbr. 6%, p<0,01), þvagfærasýking (35% sbr. 4%, p<0,01) og aftöppun fleiðruvökva (30% sbr. 9%, p<0,01) algengari í nýrnaskaðahópnum en gáttatif og yfirborðs- sýkingar í skurðsári voru sambærilegar. Fjölbreytugreining leiddi í ljós að kvenkyn, hár líkamsþyngdarstuðull og langur tangartími eru sjálf- stæðir forspárþættir nýrnaskaða eftir ósæðalokuskipti. Ályktun: Fimmti hver sjúklingur greindist með nýrnaskaða eftir ósæðar- lokuskipti sem er hærri tíðni en eftir kransæðahjáveituaðgerð (16%). Dánartíðni þessara sjúklinga er margfalt aukin sem og tíðni alvarlegra fylgikvilla. Konur og sjúklingar í ofþyngd sem gangast undir langar aðgerðir eru í aukinni hættu á að hljóta nýrnaskaða. 51 Framsýn gæðarannsókn á tíðni skurðsýkinga eftir opnar hjarta- aðgerðir Helga Hallgrímsdóttir1, Áshildur Kristjánsdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2 1Skurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands tomasgud@landspitali.is Inngangur: Skurðsýkingar eru á meðal algengustu fylgikvilla opinna hjartaaðgerða. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta tíðni þessara sýkinga, bæði í bringubeinsskurði og á ganglimum eftir bláæðatöku. Efniviður og aðferði: Framsýn rannsókn á öllum sjúklingum sem geng- ust undir opna hjartaaðgerð á Landspítala frá sept. – des. 2012. Skurðsár voru metin á 2., 4. og 6.-7. degi eftir aðgerð og hringt í alla sjúklinga mánuði frá aðgerð. Skurðsýking var metin samkvæmt skilgreiningu CDC. Þátttakendur voru 52 (45 karlar), meðalaldur 65 ár, meðaltals líkamsþyngdarstuðull 29. Flestir gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (56%, 1 á sláandi hjarta), ósæðalokuskipti (17%) eða báðar aðgerðirnar saman (8%). Niðurstöður: Tveir sjúklingar af 52 greindust með skurðsýkingu (3,8%), annar í bringubeinsskurði (1,9%) og hinn eftir bláæðatöku (3,1%). Í báðum tilvikum var um yfirborðssýkingu að ræða og greindust þær á 11. og 12. degi frá aðgerð, báðir sjúklingarnir voru komnir heim. Engin djúp sýking greindist í bringubeinsskurði. Meðal aðgerðartími var 252 mín (bil: 133-715), tími á hjarta- og lungnavél 124 mín og tangartími 78 mín. Bláæðataka tók að meðaltali 62 mín (bil: 19-228). Legutími eftir skurðaðgerð var að meðaltali 13 dagar, en tæplega helmingur sjúklinga lá inni fyrir skurðaðgerð, eða í 4 daga að meðaltali. Ályktun: Á þessu þriggja mánaða tímabili reyndist tíðni sýkinga í bringubeins- og bláæðatökuskurði lág og mun lægri en í tveimur öðrum framsýnum rannsóknum sem gerðar voru á Landspítala; 2007 og 2008- 2009, en þá var heildartíðni skurðsýkinga tæp 13% .

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.