Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Síða 25

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Síða 25
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 25 25 LÆKNAblaðið 2013/99 52 Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi hefur batnað á síðustu 10 árum Hera Jóhannesdóttir1, Daði Helgason1, Tómas Andri Axelsson1, Arnar Geirsson2, Tómas Guðbjartsson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands1, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala2 tomasgud@landspitali.is Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er langalgengasta opna hjarta- aðgerðin á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman skammtímaárangur allra þessara aðgerða á Íslandi á tveimur fimm ára tímabilum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 1397 sjúklinga; 697 sem skornir voru 2002-2006 og 700 sjúklinga 2007-2011. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til klínískra og aðgerðatengdra þátta, snemmkominna fylgikvilla og dánartíðni innan 30 daga. Niðurstöður: Aldur, kyn, líkamsþyngdarstuðull og áhættuþættir kransæðasjúkdóms héldust óbreyttir á milli tímabila, sömuleiðis EuroSCORE og hlutfall sjúklinga með þriggja æða sjúkdóm og/eða vinstri höfuðstofnsþrengsli. Á síðara tímabili jókst notkun hjartamagnýls (73% sbr. 87%, p<0,01) og statína (74% sbr. 82%, p<0,01) fyrir aðgerð. Fjöldi æðatenginga hélst óbreyttur, en á síðara tímabilinu fækkaði að- gerðum sem framkvæmdar voru á sláandi hjarta (29% sbr. 21%, p<0,01). Gáttaflökt/-tif (41%) og aftöppun fleiðruvökva (12%) voru algengustu minniháttar fylgikvillar og var tíðnin svipuð milli tímabila. Af alvar- legum fylgikvillum varð marktæk lækkun á tíðni hjartadreps í aðgerð (10% sbr. 4%, p<0,01) og bringubeinslosi (3% sbr. 1%, p=0,014). Einnig sást lækkun á dánartíðni innan 30 daga á síðara tímabili (3% sbr. 2%), án þess að munurinn væri marktækur (p=0,47). Ályktun: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi er góður og fer batnandi, ekki síst vegna lægri tíðni hjartadreps í aðgerð. Ein af skýring- unum gæti verið aukin notkun hjartamagnýls og statína fyrir aðgerð, en líklega eiga tæknilegir þættir og bætt gjörgæsla einnig þátt í bættum árangri. 53 Árangur míturlokuviðgerða á Íslandi 2001-2012 Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir1, Sigurður Ragnarsson4, Arnar Geirsson1, Ragnar Danielsen2, Tómas Guðbjartsson1,3 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, og 2hjartadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Ísland, 4 hjarta- og lungnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins á Skáni og Háskólans í Lundi tomasgud@landspitali.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur míturloku- viðgerða á Íslandi en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 125 sjúklingum (meðal- aldur 64 ár, 74% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna míturlokuleka á Landspítala 2001-2012. Ábending fyrir aðgerð var mítur- lokuhrörnun (H-hópur) hjá 70 sjúklingum (56%) og 55 (44%) höfðu starf- rænan leka (S-hópur). Sjúklingum með hjartaþelsbólgu, leka vegna bráðs hjartadreps og enduraðgerðum á míturloku var sleppt. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en miðgildi eftirfylgdar var 3,9 ár (bil: 0-11,7 ár). Niðurstöður: Aðgerðum fjölgaði á rannsóknartímabilinu úr 39 í 84 á fyrra og síðara hluta þess. MeðalEuroSCORE var 12,9, 65% sjúklinga voru í NYHA flokki III/IV fyrir aðgerð og 50% með alvarlegan mítur- lokuleka. Tíundi hver sjúklingur hafði áður farið í opna hjartaaðgerð og 12% höfðu nýlegt hjartadrep. Allir nema 3 sjúklingar fengu míturloku- hring. Framkvæmt var brottnám á hluta lokublaðs hjá 41% sjúklinga (öllum í H-hópi), 28 fengu ný lokustög úr Goretex og 7 Alfieri-saum. Hjá 83% sjúklinga var einnig framkvæmd önnur hjartaaðgerð, oftast kransæðahjáveita (53%), Maze-aðgerð (31%), eða ósæðarlokuskipti (19%). Meiriháttar fylgikvillar greindust hjá rúmum helmingi sjúklinga, þar sem hjartadrep, enduraðgerð vegna blæðingar, eða hjarta- og öndunarbilun voru algengastir. Minniháttar fylgikvilla greindust í 71% tilfella. Ekki var munur á tíðni fylgikvilla milli tímabila. Átta sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (6,4%) en 5-ára heildarlifun var 79%; 84% í H-hópi og 74% í S-hópi (log-rank próf, p=0.08). Ályktanir: Míturlokuaðgerðum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum á Íslandi. Fylgikvillar eru tíðir, en dánartíðni <30 daga og langtímalifun er svipuð og erlendis. 54 Tíðni og ábendingar gangráðsísetningar eftir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi Andri Wilberg Orrason1, Daði Helgason1, Sindri Aron Viktorsson1, Davíð O. Arnar3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, og 3hjartadeild, Landspítala tomasgud@landspitali.is Inngangur: Leiðslutruflun í hjarta, sér í lagi í gáttasleglahnút, er þekktur fylgikvilli eftir ósæðarlokuaðgerðir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu margir sjúklingar þurfa á varanlegum gangráð að halda eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi og helstu ábendingar fyrir gangráðs- ísetningu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002- 2011, samtals 367 einstaklingum. Sjúklingar sem fengu ígræddan varan- legan gangráð innan 30 daga frá aðgerð voru skoðaðir sérstaklega m.t.t. áhættuþátta og fylgikvilla eftir aðgerð. Þeir voru síðan bornir saman við sjúklinga sem ekki þurftu gangráð. Niðurstöður: Alls fengu 21 sjúklingar (5,7%) gangráð og fækkaði gangráðsísetningum á síðari 5 árum rannsóknartímabilsins, eða úr 11% í 3% (p=0,005). Algengustu ábendingar fyrir ígræðslu gangráðs voru gáttasleglarof af gráðu II. eða III. hjá 11 sjúklingum (52%) og í 9 (42%) tilfellum vegna sjúks sínushnúts. Að meðaltali liðu 9 dagar frá aðgerð að gangráðsísetningu (bil 2-16). Sjúklingar sem fengu varanlegan gangráð voru með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul (29,4 sbr. 27,6 kg/m2, p=0,04) og höfðu oftar fjöllíffærabilun en sjúklingar sem ekki þurftu gangráð (16% sbr. 6%, p=0,03). Auk þess var legutími þeirra 2 dögum lengri (p=0,04). Ályktanir: Tíðni gangráðsísetninga er fremur lág eftir ósæðarlokuskipta- aðgerðir hérlendis og hlutfall þeirra sem þurfa gangráð hefur farið lækk- andi. Þessi þróun er jákvæð þar sem legutími styttist og færri sjúklingar þurfa að gangast undir annað inngrip. 55 Skurðhlutfall og árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini hjá öldruðum Kristján Baldvinsson1, Andri Wilberg Orrason1, Húnbogi Þorsteinsson1, Martin Ingi Sigurðsson3, Steinn Jónsson4, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, og 4lungnadeild Landspítala tomasgud@landspitali.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman skurðhlutfall og árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini meðalaldraðra (>75 ára) og yngri sjúklinga, og kanna ástæður þess ef skurðaðgerð var ekki beitt. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með lungnakrabbamein (smáfumukrabbamein undanskilin) á árunum 1991-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.