Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Page 30

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Page 30
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 30 LÆKNAblaðið 2013/99 68 Skammtasparandi áhrif ónæmisglæðisins CoVaccine HT á ónæmissvör nýburamúsa gegn óvirkjuðu H5N1 inflúensubóluefni framleiddu í vefjarækt Sindri Freyr Eiðsson1,2, Þórunn Ásta Ólafsdóttir3, Luuk Hilgers4, Karen Duckworth5, Ingileif Jónsdóttir1,2 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Háskólinn í Gautaborg, Gautaborg, 4Nobilon International BV, Boxmeer, Hollandi, 5BTG, London sindrifr@landspitali.is Inngangur: Heimsfaraldur inflúensu getur valdið alvarlegum veik- indum og dauða. Bólusetningarleiðir sem minnka skammtaþörf, auka verndandi ónæmissvör og breikka virkni bóluefna m.t.t. ónæmisvaka gætu mætt þörfum fyrir bóluefni í heimsfaraldri. Markmið rannsóknarinnar var að meta ónæmissvör nýburamúsa gegn inflúensubóluefni úr óvirkjaðri heilli veiru af H5N1 heimsfaraldurs- stofni, framleiddu í vefjarækt, auk þess að meta áhrif ónæmisglæðisins CoVaccine HT. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar, NMRI) voru bólusett- ar með mismunandi skammtastærðum H5N1 inflúensubóluefnis (HA: 0.1µg, 0.25µg, 0.5µg og 1µg) með/án 0,2mg CoVaccine HT og endurbólu- settar 2 vikum síðar með sömu skömmtum HA með/án 0,5mg CoVaccine HT. Blóðsýnum var safnað reglulega og inflúensusértæk mótefni mæld með ELISA. Verndarmáttur mótefna, þ.e. geta þeirra til að hlutleysa inflúensuveiru, var mældur með rauðkornakekkjun (Hemagglutination Inhibition Assay, HI). Niðurstöður: H5N1 inflúensubóluefnið reyndist ónæmisvekjandi í nýburamúsum og vakti marktæka hækkun á inflúensusértækum IgG mótefnum á öllum tímapunktum samanborið við óbólusett viðmið. Ónæmisglæðirinn CoVaccine HT jók inflúensusértæk IgG mótefni og gaf 0,5µg HA ásamt 0,2mg Covaccine HT marktækt betri svörun en 5µg HA eitt og sér strax eftir fyrstu bólusetningu (P=0,0148). Lágur bólu- efnisskammtur (HA 0,5µg) ásamt CoVaccine HT vakti marktækt hærri hlutleysingargetu mótefna en stærri skammtar(1µg (P= 0,0335) og 5µg (P=0,003)) af bóluefninu einu og sér. Ályktun: Niðurstöður okkar sýna að í nýburamúsum eykur ónæmis- glæðirinn CoVaccine HT IgG mótefnasvörun gegn H5N1 inflúensubólu- efni, framleiddu í vefjarækt marktækt, bætir hlutleysingargetu mótefna og minnkar skammtaþörf margfalt. 69 Tíðni Fíkólín-3 og MASP-2 skorts í íslensku þýði Margrét Arnardóttir1, 2, Helga Bjarnadóttir1, Lasse Schmidt1, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Ónæmisfræðideild Landspítalans, 2læknadeild HÍ, heilbrigðisvísindasvið margrema@landspitali.is Inngangur: Komplímentkerfið er mikilvæg ónæmisvörn. Virkjun þess stuðlar m.a. að áthúðun og himnurofi sýkla. Lektínferill komplíment- kerfisins er nýlega uppgötvaður og minnst rannsakaður af þremur upp- hafsferlum komplímentkerfisins. Lektínferillinn ræsist þegar manna- nbindilektín (MBL), CL-11 eða fíkólín (1-3) bindast sameindamynstrum á yfirborði örvera. Prótínin sveima um í sermi og mynda hvert og eitt flóka með þremur serín próteösum (MASP-1-3) ásamt MAP1 og sMAP. MASP- 2 er lykilensímið í virkjun lektínferilsins og MASP-1 er nauðsynlegt til að virkja MASP-2. Einstaklingar arfhreinir um p.D120G stökkbreytinguna í MASP2 geninu hafa ekkert MASP-2 í sermi og óvirkan lektínferil. Einstaklingar arfhreinir um 1637delC stökkbreytinguna í FCN3 geninu eru með fíkólín-3 skort. Í dag er lítið vitað um tíðni þessara meðfæddu ónæmisgalla í almennu þýði og klíníska þýðingu þeirra. Markmið: Að finna út tíðni p.D120G og 1637delC í heilbrigðu íslensku þýði. Aðferðir: Genómískt DNA var einangrað úr 500 heilbrigðum íslenskum blóðgjöfum með hásaltsaðferð. Notast var við „sequence specific primer“ PCR aðferð (PCR-SSP) til að skima fyrir p.D120G og „restriction fragment length polymorphism“ PCR aðferð (RFLP-PCR) til að greina 1637delC stökkbreytinguna. Niðurstöður: Af 453 einstaklingum voru 37 arfblendnir (D/G) um p.D120G stökkbreytinguna eða 8,2%. Af 417 einstaklingum voru 9 arf- blendnir um 1637delC stökkbreytinguna, eða 2,2%. Ályktun: Tíðni p.D120G samsætunnar í íslensku þýði er 0.041, sem er sambærilegt við það sem finnst í dönsku þýði (0.039). Tíðni 1637delC er 0.011, sem er sama tíðni og áður hefur verið lýst í dönsku þýði. Út frá þessu má áætla að u.þ.b 500 íslendingar séu með MASP-2 skort (G/G) og um 40 einstaklingar með fíkólín-3 skort (-/-). 70 Sérhæfing og virkni CD4+ T stýrifrumna er stjórnað á mismun- andi máta af bólguletjandi og bólguhvetjandi boðefnum Snæfríður Halldórsdóttir1,2, Una Bjarnadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Ónæmisfræðideild, Landspítali, 2læknadeild Háskóla Íslands Snaefrid@landspitali.is Inngangur: CD4+ T stýrifrumur (Tst) gegna lykilhlutverki í sjálfsof- næmissjúkdómum þar sem þær bæla ræsingu og virkni sjálfsvirkjandi frumna og koma í veg fyrir skaðleg sjálfofnæmisviðbrögð. Þeim er skipt í náttúrulegar Tst sem þroskast í hóstakirtli og afleiddar Tst (aTst) sem þroskast í útvefjum. Vitað er til þess að aTst bæla ónæmssvar en lítið er vitað um ferlið sem liggur að baki virkni þeirra. Nýlega hefur verið sýnt fram á hlutverk ósértæka ónæmiskerfisins í sjálfsofnæmissjúkdómum en hlutverk þess í sérhæfingu og virkni CD4+ aTst er óþekkt. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif bólgumiðlandi boðefna á sérhæfingu og virkni CD4+ aTst og rannsaka þau ferli sem liggja að baki bælivirkni þessara frumna. Aðferðir: Óreyndar aTst (CD4+CD25-) voru einangraðar úr heilkjarna blóðfrumum og ræstar með anti-CD3 í nærveru IL-2 og TGF-β1 með/ án bólgumiðlandi boðefna, IL-1β og TNFα í 5 daga. Svipgerð frumnanna (CD4+/CD127-/CD25hi/Foxp3+) var skoðuð með fljúorljómandi smásjá og ELISA gerð til að greina IL-2, IL-35 og IL-10 í floti ræktarinnar. aTst voru næst settar í samrækt með CFSE lituðum heilkjarna blóðfrumum í mismunandi hlutföllum og Epstein-Barr sýktum B frumum húðaðar súperantigenum. Fjölgun heilkjarna blóðfrumna var skoðuð með flúorl- jómandi smásjá eftir 72 klst. Niðurstöður: Flestar aTst sérhæfðust í nærveru IL-2 og TGF-β1 (p<0,05). IL-1β og TNFα höfðu marktækt bælandi áhrif á sérhæfingu aTst (% bæl- ing; TNFα=68,3% vs IL-1β=73,5%; p<0,05). aTst seyttu marktækt minna magni af IL-10 og meira af IL-2 en viðmið (p<0,05). Lítið sem ekkert magn af IL-35 fannst í flotinu. Bælivirkni CD4+ aTst sýndi jákvæða fylgni við hækkandi hlutfall þeirra í rækt (% bæling; 1:1=49,75 vs 1:32=18,12; p<0,05). IL-1β og TNF.α höfðu marktækt hamlandi áhrif á virkni CD4+ aTst ex vivo (p<0,05). Að lokum var sýnt fram á að IL-1β bældi losun á IL-2. Ályktun: Rannsóknin sýndi fram á að bólgumiðlandi boðefni hafa neikvæð áhrif á myndun CD4+ aTst í mönnum ex vivo. Niðurstöður okkar sýndu einnig fram á að bælivirkni aTst er hindruð af IL-1β og TNFα og er að öllum líkindum miðlað af IL-2 losun og er óháð IL-10/IL-35 seytun.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.