Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Blaðsíða 31
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 31 71 Bólguhamlandi boðefni bæla IL-10 og TGF-β1 seytun CD8+ aTst Una Bjarnadóttir1, Andri Leó Lemarquis2, Björn Rúnar Lúðvíksson1, 2 1Ónæmisfræðideild, Landspítali, 2læknadeild, Háskóli Íslands unab@landspitali.is Inngangur: Óreyndar T-eitilfrumur þroskast í hóstarkirtli og sérhæfast í undirhópa með mismunandi virkni vegna boðefna og annarra þátta í umhverfinu og mynda hárfínt jafnvægi á T-frumu miðluðu ónæmissvari. Ef jafnvægið raskast er hætt við hinum ýmsu sjálfsofnæmissjúkdómum og gegna T-stýrifrumur (Tst) meginhlutverki í stjórnun þess. CD4+ og CD8+ FoxP3+ Tst þroskast af óreyndum T-frumum og skiptast í; nátt- úrulegar (nTst) sem þroskast í hóstarkirtli og afleiddar (aTst) sem þrosk- ast í útvefjum í nærveru IL-2 og TGF-β1. CD4+ Tst verið rannsakaðar mun meira en ýmislegt bendir til að CD8+ Tst skipi veigamikinn sess í meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma og krabbameini. Frekari rannsókna á sérhæfingu og virkni CD8+ Tst er þörf til að nýta megi þær sem meðferð- arúrræði sem og finna nýja þætti sem hægt væri að nýta til lyfjaþróunar. Markmið: Að meta áhrif IL-2, IL-10, IL-35, TNFRII og TGF-β1 á sérhæf- ingu CD8+ aTst. Aðferðir: CD8+CD25-CD45RA+ T-frumur voru einangraðar og virkj- aðar gegnum CD3 og CD28 viðtakana. Síðan voru áhrif IL-2, TGF-β1, TNFα og IL-1β á sérhæfingu og virkni þeirra metin. Svipgerð var metin eftir 5 daga rækt með frumuflæðisjá og bælivirkni þeirra könnuð þar sem þroskaðar CD8+ aTst voru settar í ósamgena samrækt með CFSE merktum einkjarna blóðfrumum og Epstein-Barr sýktum B-frumum. Boðefnaseytun í frumuræktarfloti var metin með ELISA. Niðurstöður: Sérhæfing á óreyndum CD8+ T-frumum í mönnum í CD127-/CD8+/CD25+/FoxP3+ aTst er háð tilvist bæði TGF-β1 og IL-2 sem höfðu samlegðaráhrif á sérhæfinguna. Bælivirkni CD8+ aTst sýndi að þær hindruðu fjölgun á bæði CD8+ og CD4+ T-frumum. IL-1β and TNFα hafa engin teljandi áhrif á sérhæfingu CD8+ aTst en IL-1β hindr- aði bælivirkni þeirra um 32% (p<0.05). Aukin IL-10 og TGF-β1 seytun var í samræmi við sérhæfingu CD8+ aTst í mönnum og var hindruð af IL-1β og TNFα. Þá hafa TGF-β1 og bólguboðefnin IL-1β og TNFα ekki marktæk áhrif á seytun IL-2, IL-35 og TNFRII. Ályktun: Sérhæfing og virkni CD8+ aTst í mönnum er háð IL-2 og TGF-β1. Aukin boðefnaseytun á IL-10 og TGF-β1 gæti einnig átt þátt í bælivirkni þeirra og útskýrt hamlandi áhrif IL-1β á virkni CD8+ aTst. 72 Fiskolía í fæði dregur úr bráðabólgu en eykur bólguhjöðnun í vakamiðlaðri lífhimnubólgu í músum Valgerður Tómasdóttir1,2,3,4, Arnór Víkingsson2, Ingibjörg Harðardóttir3, Jóna Freysdóttir1,2,4 1Ónæmisfræðideild og 2Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum, Landspítali, 3Lífefna- og sameindalíffræðistofa, 4ónæmisfræðideild, læknadeild, Lífvísindasetur valgerd@hi.is Inngangur: Fjölómettaðar ómega-3 fitusýrur í fæði hafa áhrif á upphaf bólguferils en minna er vitað um áhrif þeirra á hjöðnun bólgu. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða áhrif fiskolíu í fæði á byrjunar- og hjöðnunarfasa bólgu í vakamiðlaðri lífhimnubólgu í músum. Aðferðir: Mýs fengu vestrænt fæði, með eða án fiskolíu. Lífhimnubólga var mynduð með því að bólusetja mýsnar með metýleruðu BSA og sprauta því svo í kviðarhol þeirra. Kviðarholsvökva var safnað fyrir og á mismunandi tímapunktum eftir að bólgu var komið af stað. Tjáning yfirborðssameinda á kviðarholsfrumum var metin með frumuflæðisjár- greiningu. Styrkur boðefna, boðefnaviðtaka og flakkboða í kviðarhols- vökva var metinn með ELISA aðferð. Niðurstöður: Mýs sem fengu fiskolíu höfðu færri neutrófíla (daufkyrn- inga), styttra hjöðnunarbil (resolution interval) og lægri styrk bólgu- boðefna og flakkaboða í kviðarholi en mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Jafnframt var meira af sIL-6R og TGF-β í kviðarholi músa sem fengu fiskolíu en í músum sem fengu viðmiðunarfóður, en þessar sameindir taka þátt í dempun bólgu. Þegar kom að bólguhjöðnun tjáðu makrófagar (stórátfrumur) í kviðarholi músa sem fengu fiskolíu meira af flakkboða- viðtakanum D6 en makrófagar úr músum sem fengu viðmiðunarfóður, en þessi flakkboðaviðtaki bindur og hlutleysir flakkboða sem draga til sín bólgufrumur. Á sama tíma var styrkur TGF-β hærri í kviðarholi músa sem fengu fiskolíu en í kviðarholi músa sem fengu viðmiðunarfóður. Í seinni hluta hjöðnunarferilsins voru fleiri eosínófílar (rauðkyrningar) og makrófagar í kviðarholi músa sem fengu fiskolíu en í kviðarholi músa sem fengu viðmiðunarfóður. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að fiskolía í fæði geti dregið úr bólgu í upphafi bólguferilsins en jafnframt aukið bólguhjöðnun. Slíkt getur haft jákvæð áhrif í langvinnum bólgusjúkdómum. 73 Eikósapentaensýra hemur þroskun angafrumna en gerir þeim samt sem áður kleift að stýra T frumum í átt að Th1/Th17 svari Swechha Mainali Pokharel1,3,4, Arna Stefánsdóttir1,3,4, Arnór Víkingsson3, Ingibjörg Harðardóttir1, Jóna Freysdóttir2,3,4 1Lífefna- og sameindalíffræðistofa og 2ónæmisfræðideild, læknadeild, Lífvísindasetur, Háskóli Íslands, 3Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum og 4ónæmisfræðideild, Landspítali msp4@hi.is Inngangur: Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur (FÓFS) hafa ónæmistempr- andi áhrif og minnka einkenni í liðagigt og ef til vill fleiri sjálfsofnæmis- sjúkdómum. Angafrumur eru sýnifrumur og gegna lykilhlutverki við að ákvarða sérhæfingu T hjálparfrumna. Þó áhrif ómega-3 FÓFS á þroskun angafrumna hafi verið könnuð áður, er lítið vitað um áhrif þeirra á getu angafrumnanna til að stýra sérhæfingu T frumna. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif eikósapenta- ensýru (EPA) á þroskun angafrumna og á getu angafrumnanna til að stýra sérhæfingu ósamgena CD4+ T frumna. Aðferðir: Mónócýtar voru sérhæfðir í óþroskaðar angafrumur án (kont- ról-AF) eða með EPA (EPA-AF) eða arakídonsýru (AA; AA-AF) til staðar síðustu 24 tíma sérhæfingarinnar. Angafrumurnar voru þroskaðar með TNF-a, IL-1β og lípópólýsakkaríði. Angafrumur þroskaðar með eða án EPA eða AA voru síðan samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum. Styrkur boðefna var ákvarðaður með ELISA aðferð og tjáning virkjunar- sameinda með frumuflæðisjárgreiningu. Niðurstöður: EPA minnkaði hlutfall angafrumna sem tjáðu CD40, CD80, CD86, HLA-DR, CCR7, PD-1L og DC-SIGN. Sérhæfing angafrumna í návist EPA eða AA hafði lítil áhrif á seytingu boðefna, þó EPA-AF hefðu tilhneigingu til að seyta meira af IL-6 og AA-AF til að seyta minna af IL-10 í samanburði við kontról-AF. T frumur samræktaðar með EPA-AF og AA-AF seyttu meira af IL-17 og IFN-γ (tilhneiging hjá EPA-AF) en T frumur samræktaðar með kontról-AF. Enginn munur var á frumufjölgun eða tjáningu á CD44, CD54, CD69, PD1, CTLA-4 eða CD40L hjá T frum- um ræktuðum með kontról-AF, AA-AF eða EPA-AF. Ályktun: EPA minnkaði hlutfall angafrumna sem tjáðu virkjunarsam- eindir en gerði þeim samt sem áður kleyft að stýra T frumum í átt að Th1/Th17 sérhæfingu, sem gerist í návist IL-6, IL-23 og IL-1β, en ekki IL-12.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.